Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Page 12
Sigurður Jónsson
Stafafelli
Þótt nokkuð sé nú liðið frá andláti
frænda mins og vinar, Sigurðar á
Stafafelli, er lézt að heimili sinu hinn 1.
júni s.l., þá má jafnframt segja, að
ekki sé of seint að minnast hans, þvi
enn er i fullu gildi hið gamla spakmæli
Hávamála, „Orðstir deyr aldregi,
hveims sér góðan getur”.
Sigurður var fæddur að Bjarnanesi i
Nesjum i Austur-Skaftafellssýslu 22.
marz 1885 og var þvi rúmlega 87 ára er
hann lézt. Voru foreldrar hans þau
merku hjón sr. Jón prófastur þar og
siðar á Stafafelli og fyrri kona hans,
Margrét Sigurðardóttir Gunnarsson-
ar, prófasts á Hallormsstað, og konu
hans Bergljótar Guttormsdóttur Páls-
sonar, prests i Vallanesi. En foreldrar
sr. Jóns voru Jón , bóndi, Jónsson á
Melum i Hrútafirði, sonur Jóns Jóns-
sonar, sýslumanns, og kona hons Sig-
urlaug Jónsdóttir, bónda á Helgavatni
i Vatnsdal, ólafssonar.
Sést af þessu, að hér er i báöum ætt-
um um stórbrotið gáfufólk að ræða, er
sumt hefir verið þekkt að afrekum á
sviði bóklegra fræða og andlegrar
menningar. Má þar fyrst nefna föður
Sigurðar, sr. Jón á Stafafelli, er af
sumum var kallaður hinn fróði, sem
dæmi þess að það hafi ekki oflof verið
skal nefnt, að auk starfs sins sem
prestur og prófastur i Austur-
Skaftafellssýslu um 45 ára skeið,þing-
mennsku um árabil auk margra ann-
arra starfa, er einatt hafa hlaðizt á
vinsæla sóknarpresta, þá tókst honum
að láta eftir sig visindarit, er halda
munu nafni hans á lofti um langa
framtið. Skulu hér nefndar ritgerð..
um islenzk mannanöfn, er birtist i
Safni til sögu fslands 1899 og Vikinga-
sögu, er út kom 1915. Ennfremur
fjölda greina um fornsöguleg efni, er
aðallega birtust i Timariti Bók-
menntafélagsins og Skirni, en einnig i
erlendum timaritum.
Til gamans skal þvi aðeins bætt við
hér, að þegar einn af greindustu bænd-
um i sýslunni hafði lesið Vikingasögu,
bað hann kunningja sinn fyrir eftirfar-
andi skilaboð til sr. Jóns: „Heilsaðu
sr. Jóni frá mér og segðu honum, að
heldur hefði ég viljað vera talinn
minni búmaður en ég er, og svona verk
lægi eftir mig”. Var þetta Guðmundur
Jónsson i Borgum, siðar i Nesi i Sel-
vogi. Þá má þess og geta, að tvisvar
sinnum hlaut sr. Jón verðlaun fyrir
verk sin af gjöf Jóns Sigurðssonar, og
sýnir það bezt hverrar virðingar
fræðistörf hans nutu.
Þá vil ég einnig minnast tveggja
kvenna, er voru náfrænkur Sigurðar
og báðar urðu landskunnar. Er þar
fyrst föðursystir hans, frú Ingunn
Jónsdóttir frá Kornsá, er eftir að hafa
lokið venjulegu ævistarfi, gerðist rit-
höfundur og auðgaði islenzkar bók-
menntir að verkum, sem örugglega
má teljast meðal hinna beztu á sinu
sviði.
Hin er frú Sigrún Pálsdóttir Blöndal,
er þekktust er fyrir uppbyggingu og
stjórn húsmæðraskólans á Hallorms
stað, en hún og Sigurður voru systra-
börn.
Enn fremur voru þeir syskinasynir
sr. Jón og Björn ólsen, prófessor þvi
Magnús Ólsen á Þingeyrum, faðir
Björns, var kvæntur Ingunni, föður-
systur sr. Jóns.
Hér skal ekki lengra farið i að telja
ættmenni Sigurðar á Stafafelli enda
nægir þetta til þess að sýna,að hann
átti til fjölhæfs gáfufólks að telja i báð-
ar ættir.
Eins og fyrr segir, var Sigurður
fæddur að Bjarnanesi i Nesjahreppi.
En vorið 1891 fluttist hann með for-
eldrum sinum að Stafafelli i Lóni þá
sex ára gamall, og við þann stað var
hann jafnan kenndur siðan, enda var
það heimili hans til æviloka, og þar
vann hann sitt aðalævistarf. Fyrst sem
bústjóri á heimili föður sins og stjúp-
móður, og siðar bóndi. Móður sina
missti hann um fermingaraldur og má
nærri geta hvilikur missir það hefir
verið, enda var frú Margrét hin mikil-
hæfasta gæðakona. En skömmu siðar
kvæntist sr. Jón annað sinn. Var siöari
kona hans Guðlaug Vigfúsdóttir frá
Arnheiðarstöðum i Fljótsdal. Mun
flestra kunnugra mál, að vart hefði
það skarð getað verið betur fyllt. Svo
vel kynntist hin nýja húsmóðir á Stafa-
felli bæði heimilisfólki og syeitungum.
Enda minnist sr. Jón þess i endur-
minningum sinum, hve vel hún hafi
reynzt bæði sem eiginkona og stjúp-
móðir.
Snemma mun hafa á þvi borið, að
hugur Sigurðar hneigðist til búskapar.
Ekki fór hann þó til náms i þeirri
grein, heldur i gagnfræðaskólann i
Flensborg, og lauk þaðan gagnfræða
prófi vorið 1903. Heyrði ég hann eitt
sinn minnast á það, að fullan kost hefði
hann átt þess, að halda áfram til lang-
skólanáms, en ekki haft löngun til
þess, þar sem búskapurinn hafð þá
þegar tekið hug hans. Og aðeins tvi-
tugur að aldri tók hann við bústjórn á
hinu stóra heimili og fórst það þegar
vel úr hendi. Byrjaði hann þegar á um-
bótum, bæði hvað húsagerð og ræktun
snerti. Auðvitað voru túnasléttur á
þeim tima fyrst og fremst unnar með
hinni gömlu þaksléttuaðferð og var
þar mikið verk að vinna, þvi að Stafa-
fellstún var stórt og stórþýft að mestu
leyti. Siðar þegar gamla túninu höfðu
verið gerð góð skil hóf hann nýrækt i
stórum stil, með nýjum aðferðum,
bæði á valllendi utan túns og fram-
ræstu mýrlendi.
Sama má segja um húsabætur. Á
fyrstu áratugum aldarinnar risu af
12
íslendingaþættir