Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Qupperneq 3
Dísa Magnúsdóttir ljósmóðir Hún Dísa Magnúsdóttir ljósmóðir var of ung til að deyja aðeins 41 árs, átti 4 börn, öll á bernsku- og unglings- árum og þá segir sig sjálft hve mörg verkefni voru óunnin. Við stöndum uppi ráðþrota og spyrjum, hvers vegna? En hvað getum við gjört? Læknar og hjúkrunarlið gjörðu sitt ýtrasta, en enginn mannlegur máttur getur stöðv- að, þegar kallið kemur, þá „kaupir sig enginn fri.” Hún átti við mikla vanheilsu að striða síðastliðið ár og ef til vill lengur. Gekk undir tvo uppskurði. Annan sið- astliðið sumar, en hinn siðari i október siðastliðið haust 1973. Hún komst á fætur eftir báða uppskurðina og var maður að vona, að nú væri batavon, en það var þó aðeins um stundarsakir. Hún komst þó heim til eiginmanns og barna i bæði skiptin. Disa Ragnheiður Magnúsdóttir fæddist á Kinnarstöðum i Reykhóla- sveit, ein af stórum systkinahópi. For- eldrar hennar voru þau hjónin Ingi- björg Pálsdóttir og Magnús Sigurðs- son. Disa var ung þegar hún missti föður sinn, en varð þess láns aðnjót- andi að alast upp með góðri móður og ágætum ráðsmanni hennar, Friðbirni Guðjónssyni. Disa giftist eftirlifandi eiginmanni sinum, Sigurgeiri Tómas- syni á Reykhólum, árið 1955, og hafa þau búið þar siðan. Börn þeirra eru: Tómas 17 ára, Magnús 16 ára, Valgeir 12 ára og Egill 8 ára, allir efnis- og myndardrengir, prúðir og auðsjáan- lega vel upp aldir, enda var vakað yfir hverju fótmáli þeirra, eins og vera bar af góðri móður (mættu aðrar mæður þar af læra). Það var hennar heitasta ósk og þrá, að þeir yrðu allir nýtir og góðir menn. Ég kynntist henni litið i ljósmóður- starfinu, en ég veit þó, að hún stóð þar i sinni stöðu eins og vera bar. Hún hafði fastmótaða og heilsteypta skapgerð, var hreinskilin og þoldi illa allt slúður og baknag, sem of viða læð- ist að. Hún mátti ekkert aumt sjá og islendingaþættir átti bágt með að sjá aðra beitta órétti. Hún vildi ganga beina braut i sátt við guð og menn. Og huggun er það i harmi, þeim nánustu og öðrum vinum hennar, sem sakna hennar svo mjög, að eiga svo bjartar minningar um hana. Og nú er þessi styrka stoð heim- ilisins horfin, eiginkonan og móðirin, og vona ég og veit, að guð leggur likn með þraut þótt það stóra skarð verði seint uppfyílt. Ingibjörg móðir Disu lézt fyrir tæpu ári, i fyrra vetur, og ein systir Disu lézt ung. Hvila þær ásamt föður Disu hér i kirkjugarðinum á Stað. Var Disa lögð við hlið þeirra eftir eigin ósk. A aðfangadag jóla siðastliðinn komu þau hjónin Disa og Sigurgeir út i kirkjugarð með ljós á leiðin þeirra og þá var hún sárþjáð og við rúmið. Svo mjög unni hún þessum helga reit. Milli jóla og nýárs var hún svo flutt fárveik i flugvél suður á Landsspitalann og varð það hennar hinzta lega. Hún bar veikindi sin með einstakri hugarró, eins og vænta mátti, allt til hinztu stundar. Eins eftir að hún vissi að hverju stefndi, i þeirri góðu trú, að guð verndaði heimili hennar. Ég á bágt með að trúa þvi, að hún Disa á Mávavatni (en svo hét býli þeirra á Reykhólum) sé dáin, en mað- ur verður svo oft að horfast i augu við staðreyndir, hvort sem manni likar betur eða verr. Þegar ég heyrði lát hennar, varð mér fyrst fyrir að gripa það, sem hefur reynzt mér bezt gegn- um árin, en það er — guðs orðið —. Ég dró mér ritningargrein og vildi fá svar við þessari frétt. Svarið, sem ég fékk, var þetta: ,',Svo er þá nú engin fyrirdæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú, þvi‘ að lögmál lifsins anda hefir fyrir sam- félagið við Krist Jesúm frelsaði frá lögmáli syndarinnar og dauðans.” Rómv.br. 8. 1—2 v. Þessa kveðju vil ég senda eigin- manni, börnum, systkinum, fósturföð- ur, tengdaforeldrum og öðrum ná- komnum ættingjum og vinum hinnar látnu. Að endingu þakka ég henni fölskva- lausa tryggð og vináttu mér og minum til handa. Far þú i friði. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Unnur Guðmundsdóttir f Það er litt skyggnu auga torráðin gáta hvers vegna fólk i broddi lifsins hlýtur þau örlög að þjást og deyja. Hverfa frá óleystum verkefnum. Með- an aðrir biða sins tima i hárri elli, oft það illa farnir, að hvildin er þeim kær- asta lausnin. Það hefur jafnan verið svo, að sviptibyljir mannlegrar tilveru eru ut- an þess sjónmáls, er þekking vor nær til. Hversdagslega gleymist oft, hversu lifið er skammt og stigið tæpt milli fjörs.og feigðar. Þegar svo nærri er höggvið, að þytur sigðarinnar hvin við hlustir, verður manni það ósjálf- rátt að hrökkva við. Þessar óræðu leikfléttur lifs og dauða leita sterkt á • hugann. Þann veg fer mér, er ég stend and- spænis þeirri staðreynd, að frú Disa Ragnheiður Magnúsdóttir er látin. — Hún lézt á Landsspitalanum þann 3. febrúar siðastliðinn. Disa Ragnheiður var fædd á Kinnar- stöðum i Reykhólahreppi 5. ágúst, 1932. Foreldrar hennar voru þau Ingi- björg Pálsdóttir, Gislasonar Berufirði og Magnús Sigurðsson, Sigurðssonar Múla i Þorskafirði i sömu sveit. Ingi- björg, móðir Disu, missti mann sinn frá sjö börnum, öllum i ómegð og það yngsta i reifum. Ég hefi áður að nokkru minnst Ingi- bjargar og hetjuskapar hennar og skal það ekki endurtekið hér. Disa ólst upp hjá móður sinni i stór- um og mannvænlegum systkinahópi við takmarkaðan hlut veraldarauðs, en gnægtir móðurkærleika. Þær mæðgur voru tengdar sterkum bönd- um vináttu og gagnkvæmrar virðing- 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.