Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 10
■77I1TCT. NG Gnðmundsdóttir Sigríður frá Kverngrjóti f. 21. september 1889. d. 17. mars 1974. Systurminning. Systir min elskuleg. Nú ert þú horfin mér sjónum yfir móðuna miklu eftir langa og viðburða- rika ævi. Áttatiu og fjögur og hálft ár, það er langu'r timi, ekki sizt vegna þess, að þú fótavana frá fimmtán og hálfs árs aldri. En þú tókst þeim örlög- um sem sönn hetja. Aldrei mæltirðu æðruorð, og aldrei máttum við systkini þin vorkenna þér. Nei, þú barst ein þinn kross með hinni mestu prýði og þjálfaðir þig til að vinna flest algeng störf kvenna úti og inni. Þú áttir svo einbeittan vilja, mikið þrek og góða greind. Þar sem lestrarfélag var á heimil- inu, gafst þér kostur á að lesa góðar bækur, sem auðguðu anda þinn og við- sýni. Þú varst einkar handlagin og saumaðir fatnað bæði á okkur yngri systkini þin og fyrir heimilið. Einnig var þér nærtækt prjón, hekl og út- saumur, mest unnið eftir fyrirmynd- um. Sextán ára gömul fórst þú til lækninga til Reykjavikur og varst i rafmagni og nuddi einn vetur. Það bar engan árangur. Eftir að foreldrar okk- ar höfðu aflað sér upplýsinga, var tek- in ákvörðun um, að þú færir til Dan- merkur. Eftir rannsókn hölluðust læknar að þvi að láta smiða þér um- búðir og skó. Þessi hjálpartæki vógu 10 kiló, þvi að járn þurfti til að bera uppi þina máttvana fætur. Enginn nema sá sem reynir, skilur hvað það er, að lifa i 70 ár með fætur fmarmara köldum Og nú gazt þú gengið um sjálf, eftir þvi sem húsrúm leyfði. Einnig fékkst þú hækjur, en notaðir þær litið, vegna lltils húsrýmis. Þetta kostaði þig mikla æfingu. Kjarkurinn, viljinn og trúin voru fyrir hendi. Þú varst hjá foreldrum okkar, þar til móðir okkar dó, aðeins sextug að aldri. Þá fórstu til Guðbjargar systur okkar, sem var nýfarin að búa. Hún var einu ári eldri en þú. Þið unnuð saman öil verk frá barnæsku, og var mjög kært með ykkur. Maður hennar mat þig að verðleikum. Ykkur tókst sairíeiginlega að skapa hið mesta fyrirmyndar heimili. Þiðréðuðráðum ykkar saman og voruð sem ein sál alla tið, þar til hún lézt aðeins 63 ára að aldri. Þá tók við búinu Ingvi sonur hennar og hans unga kona. Hjá þeim áttir þú heimili, þar til þú ákvaðst sjálf að sækja um vist að dvalarheimilinu Hrafnistu. Þar dvaldir þú, uns þú lézt 17. þ.m. Kynn- ing þin við vistfólk jafnt sem starfsfólk vgr sú, að allir elskuðu þig og virtu, þvi að þú áttir alltaf bjart bros, sem yljaði hverjum þeim, sem á leið þinni varð. Þegar ég nú að lokum lit til baka, þá hlaðast að mér minningarnar, svo bjartar, svo undur hlýjar, þvi að þú unnir henni litlu systur svo heitt. Þú kunnir svo mikið af sögum, ljóðum og ævintýrum, að ég hlakkaði allan dag- inn til kvöldsins, að fólkið fengi sér rökkurblundinn og ég kæmist á kistil- inn við rúmstokkinn þinn. Þú lagðir þig aldrei i rökkrinu, og ég vildi heldur hlusta á eina sögu eða litið ljóð en fara að sofa.' Um vor, löngu seinna, vorum við systurnar á ferð á æskustöðvunum, Felli i Kollafirði. Mér varð litið upp til hliðarinnar, og þá varð mér þessi staka af múnni: Upp við hliðar iðgrænar okkar geymist saga. Áttum saman systurnar sólskinsbjarta daga. Og nú er ég ein eftir af 12 systkinum, 77 ára gömul. Tvö fyrstu börn foreldra okkar dóu i bernsku, 10 komust til full- orðins ára. En þú hefur náð langhæst- um aldri, þú, sem lifið hafði svipt svo miklu á unga aldri. Óskiljanleg eru þau örlög, sem mönnum eru ásköpuð. Ég kveð þig, kæra systir, og segi: hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég óska að leiðarlokum, að þú réttir mér þina hlýju systurhönd og segir: „Velkomin, litla systir”. Þá verða fagnaðarfundir. „Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgun- roðans. Meira að starfa Guðs um geim”. (J.H.) Steinunn J. Guðmundsdóttir. f Sumarkvöld að Felli 1910. Sólglit á fjölium, sumar i dal, hljóður hugur þráir, sögu sagða af systur minni heima á kyrru kvöldi. Er önnum lauk, við áttum saman stundir, er aldrei gleymast, andi þinn rikur, öðrum betur kunnir sögu að segja. Hreif mig Kjartan og hugdjarfur Gunnar, dáði ég Njál hinn spaka, grét ég Grettis grimmu örlög, en Illugi var æ minn draumur. Kenndir mér að meta kappann Gisla hetjuna hugdjörfu i hverri raun, stóð hann ei einn i stormi élja, öll við munum, hann átti konu. Drottning minna drauma, öllum konum betri með eld i hjarta og viljans stál, verndaði hún og varði, vininn sinn kæra. Það var Auðar kjörorð: Gisla allt. Saklaus leið Hrefna sorgir bitrar, vinum svipt á vori lifsins, fegurðin og góðleikinn bana bíða fyrir eigingirni og örlögum grimmum. 10 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.