Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Page 1
ÍSLENDINGAÞATTIR Laugardagur 14. febrúar 1976 — 7. tbl. 9. árg. No. 241 TIMANS Guný Helga Guðmundsdóttir Emil Theódór Guðjónsson Guðný Helga Guðmundsdóttir f- 6. ág. 1896 d. 16. júní 1974. Emil Theodór Guðjónsson f. 10. mai 1896 d. 11. janúar 1976 Fyrir örfáum dögum frétti ég, að Emil frændi minn hefði verið fluttur suður til Reykjavikur mikið veikur og skömmu siðar, að hann væri látinn. Þá komu i hug minn margar minningar frá æskudögum minum,eréglék mér i hlaðvarpanum i Hátúni i Seyðis- fjarðarhreppi ásamt bömum hans, eða við sátum i hnapp kringum hann á kvöldvökunni og hlýddum á lestur ýmissa góðra bóka er hann las fyrir okkur sem og annað heimilisfólk sitt, oft eftir erilsaman dag. Ekki spillti það heldur ánægjunni, hve húsmóðirin var ávallt blið og skilningsrik, og vildi öllum gott gjöra, enda var oft til henn- ar leitað með vandamál erupp komu i hópnum. Það er liðinn timi og löngu i eyði bærinn þar sem þau bjuggu. Nú eru þau bæði komin yfir móðuna miklu og þvi eigi hægt á þau að hlýða né til þeirra að leita með ágreiningsefni sem upp kynnu að koma. Samt munu þær æskuminningar ylja mér þau ár eða daga sem ég kann að lifa þau hjón. Emil Theódór Guðjónsson var fædd- ur að Árnastöðum i Loðmundarfirði 10. mai árið 1896 og hefði þvi orðið átt- ræður að vori hefði hann lifað. Faðir Emils var Guðjón Gislason bóndi þar, en móöir Jórunn Björnsdóttir kona hans. Sem ungbarn missti hann föður sin og ólst þvi upp að Úlfsstöðum i sömu sveit, hjá Guðrúnu Jónsdóttur, r i á i o móðurómmu sinni og Jóni Þorleifs- syni, er hún giftist eftir missi unnusta sins. Um fermingu fluttist Emil til Jóns Jónssonar móðurbróður sins og Guðrúnar Stefánsdóttur að Klippstað einnig i Loðmundarfirði. Til Seyðisfjarðar lá siðan leiðin en þar kynntist hann lifsförunaut sinum Guðnýju Helgu Guðmundsdóttur frá Brimbergi. Hún lézt fyrir einu og hálfu ári og var Emil aldrei samur eftir fráfall hennar. Þau hjónin eignuðust tólf börn, sem öll eru á lifi. En þau eru: Guðjón og Friðrik starfsmenn i Héðni, Gisli starfsmaður i Blaðaprenti, Guðrún og Asdis búsettar i Keflavik, Valgeir, Guðmundur, Asgeir, Valgerður og Emil öll búsett á Seyðisfirði, Vilhjálmur búsettur á Egilsstöðum og og Jórunn sem er búsett I Færeyjum. Þegar Emil lézt átti hann orðið 101 af- komanda. Einnig ólu þau hjón upp tvær stúlk- ur, þær Jóninu hún, dótturdóttur sina, búsetta i Grindavik, og Jóhönnu systurdóttur Guðnýjar búsetta i Kefla- vik. Emil stundaði lengst af búskap og stóð hugur hans ætið til þess starfa. Hann var natinn og umhyggjusamur við dýrin, en þó áttu ærnar mest rúm i huga hans, enda var hann talinn af- bragðs fjármaður.

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.