Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Page 4
Guðmundur Guðbrandsson Sigurður á Ármúla stórbætti jörö sina bæöi af húsum og ræktun. Hann byggði fallegt og þægilegt ibúðarhús, hann byggði fjós og hlöðu og nú á sið- ustu árum fjárhús, en á Armiila hefur lengst af verið mikill fjöldi nautgripa auk sauðfjár. Þegar kal herjaði á gróður viða um land, og ekki sizt við Djúp á árunum i kringum 1970, girtu þeir Armúlabræð- ur af stórtstykki af véltæku landi, sem er inni i Kaldalóni og báru á það áburð. Af þessu landi fengu þeir kafgras. Furðaði menn mjög á þessu, sökum þess að þvi var haldið fram að kal kæmi af köldu árferði, en þetta kalda árferði virtist ekki hafa áhrif á gróður- inn i Kaldalóni, þó skammt sé þaðan i skriðjökulinn, sem steyptist úr Drangajökli niður i botn Kaldalóns. Siguröur þekkti sitt land, hann vissi að köld ár hefðu komið áður án þess að gróður hyrfi, hann vissi að gróðurinn i Kaldalóni þyldi það að kalt væri i ári, það var ekki gróður af suðrænu kyni, sem þar óx. Maður hitti ekki Sigurð á Ármúla án þess að hann ræddi um það hvað hann vildi gera fýrir sina jörð, þvi hún var honum allt, þar vildi hann lifa og deyja. Sigurðurá Armúla var félagslyndur maður, hann var glaður og hress i vinahópi. Hann fylgdist vel með hreyf- ingum i þjóðfélaginu og vandamálum þess, enda bar hann vel skyn á þarfir þess, þar sem hann hafði verið virkur þátttakandi alla sina ævi í undirstöðu- atvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarút- vegi og landbúnaði. Sigurður komst þvi ekki hjá að taka virkan þátt i opin- berum störfum i sinu byggðarlagi. Hann var i fjölda ára i hreppsnefnd Nauteyrarhrepps, hann var i skóla- nefnd barna- og héraðsskólans i Reykjanesi svo og mörgum nefndum og störfum, sem sveitarfélög og byggðarfélög þurfa á að halda. Leysti Sigurður þessi störf sin af hendi af trú- mennsku og óhlutdrægni, sem á að vera aðalsmerki allra, er að opinberri stjórnsýslu vinna. Fundum okkar Sigurðar bar siðast saman i lok september sl. en þá kom ég að Ármúla. Sagði Sigurður mér þá að honum likaði ekki heilsufar sitt og þyrfti að fara til lækninga, sem hann og gerði, þvi hann kom hingað til Reykjavikur i þeim erindagerðum þá skömmu siðar til rannsóknar. Ég hélt nú samt ekki, þegar við Sigurður kvöddumst á hlaðinu á Ármúla á þess- um septemberdegi, að það væri okkar siðasta kveðja þessa heims. Þeir Armúlafeðgar Hannes og Sig- urður voru fljótirað taka ákvarðanir i sinum daglegu störfum, þeir kvöddu og þennan heim skyndilega i önn dags- Stóru Drageyri 29. desember siðastliðinn andaðist i Landsspitalanum Guðmundur Guð- brandsson, fyrrverandi bóndi að Stóru Drageyri i Skorradal. Var hann orðinn búsettur i Reykjavik, nú um nokkur ár. Hér eiga við ljóðlinurnar — ei héraðsbrestur þótt hrökkvi sprek i tvennt — Það vekur að vonum ekki þjóðarathygli þótt aldraður bóndi hverfi af sjónarsviðinu, bóndi sem unnið hefir sitt ævistarf i kyrrþey, án þess að tekið væri eftir, að hans vinnu- dagur væri lengri en margra annarra. Guðmundur fæddist að Kleppjárns- reykjum, 20. júni 1889. Foreldrar hans voru, Guðbrandur Guðmundsson og Guðrún Jónatansdóttir og bjuggu þau að Kleppjárnsreykjum i Reykholtsdal. Guðmundur ólst upp i foreldrahúsum, en strax og aldur leyfði fór hann að vinna fyrir sér, eins og þá var titt, einkum og sér i lagi hjá þvi fólki er ekki hafði nema til hnifs og skeiðar. Þá var það ekki skólagangan sem tók unglingana frá þvi að fara að vinna fyrir sér. Þótti gott ef hægt var að hafa börnin heima fram um fermingu, og viða varð heimaveran ekki svo löng, ef þröngt var i búi. Ekki gerði Guðmund- ur viðreist um dagana, átti ætið heima ins. Ég man þegar Hannes á Armúla dó, það var 1. september 1947. Þessi dagur var eins og margir aðrir siðla sumars við Djúp, kyrrir og bjartir. Að sögn heimafólks hafði Hannes að venju farið árla úr rekkju, fór hann út að gá til veðurs, útlit var fyrir þurrk og annasaman dag, sólin var farin að skina á fjöllin vestan Djúps, og var að koma á loft fyrir opnum Skjaldfannar- dal. Hannes leit i sólarátt , andaði að sér birkiilminum, sem golan ofan úr Skjaldfannardal bar meö sér, fór siðan inn og lagðist fyrir og var þá allur. Sama er að segja um Sigurð, hann sinnti sinum störfum á nýársdag, fór til gegninga og vann annað er þurfti og hann var allur áður en 1 dagur ársins 1976 var á endaí Við svona sviplegt fráfall, er Sigurð- ar nú sárt saknað af eiginkonu, fóstur- börnum, bræðrum og venzlamönnum innan Borgarfjarðarhéraðs, þar til hann hætti búskap og fluttist til Reykjavikur árið 1967. A uppvaxtarár- um Guðmundar tók vinnumennskan strax við hjá flestum ungum mönnum, er aldur leyfði. Hann var þar engin undantekning. Hann var á ýmsum bæjum, einkum i Reykholtsdal, að ég hygg. 13. júni 1918 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Guðrúnu Vernharðs- dóttur. Hún var einnig af fátækum komin og voru veraldarhagir þeirra mjög á sömu lund, langur vinnudagur hjá öðrum og litil verkalaun. Þau hófu búskap að Hliðarfæti i Svinadal, það sérstæða ár 1918. Arið eftir fluttu þau að Geirshlið i Flókadal, en 1923, flytja þau enn, og nú að Stóru Drageyri i Skorradal. Þar búa þau samfellt til ársins 1967, sem áður sagði. Þaðan lá leiðin svo suður i litið hús við Grettis- götuna. Ekki settist Guðmundur i iðju- leysi, þótt suður færi, fékk fljótlega vinnu við sitt hæfi og vann meðan að hægt var. Lengst af voru þau hjón fremur fátæk af veraldar auði, enda var ekki auður i hvers manns garði á þeim árum, er þ^u hófu búskap. Drag- eyrin hafði ekki mikið uppá að bjóða, Frh. á bls. 15 svo og nágrönnum hans og vinum við Djúp og eigum við erfitt með að sætta okkur við að hann sé fluttur frá okkur. En minningin um góðan og glaðan dreng, sem trúði á mátt hinnar is- lenzku moldar og mikilvægi hennar fyrir land og þjóð mun geymast og sefa sorgina. Ég vil með þessum orðum þakka Sigurði á Armúla góð kynni og óska honum guðs blessunar, er hann hverf- ur nú yfir móðuna miklu inn i land hins eilifa sumars. Að lokum votta ég elsku Rósu, fósturbörnum hennar og öllum að- standendum innilegustu samúð mina, og bið guðað styrkja þau i sorg þeirra. Blessuð sé minning hins látna heið- ursmanns. Jóhann Þórðarson frá Laugalandi. 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.