Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Síða 5
Pálína S.
Jónsdóttir
Syðri Löngumýri
F. 9.2. 1889
D. 14.12. 1975.
Segja má að það sé aðeins gangur lifs-
ins að aldnir hverfi af sjónarsviðinu,
en þóer það svoað þegar að þvi kemur
oft fyrirvaralaust, þá er eins og
venzlafólk þeirra og velunnarar séu
þvi aldrei fullkomlega viðbúnir.
Með Pálinu er gengin góð kona og
gegn sem ætið hafði lag á þvi að gleðja
oglifga i kring um sig þrátt fyrir ýmis-
konar mótlæti m.a. algjört sjónleysi
um margra áa skeið.
Hún andaðist á Héraðshæli Hún-
vetninga 14. des. s.l. og var jarðsett að
Svinavatni 20. sama mánaðar að við-
stöddu fjölmenni. Pálina var fædd að
Fremri Hnifsdal i Eyrarhreppi vestra
og voru foreldrar hannar Jón Björns-
son sjómaður og k. h. Jóhanna Pálsd.
Hún ólst upp i Fremri Hnifsdal hjá
frænda sinum Kjartani Guðmundssyni
útvegsbónda ogdvaldist þar fram yfir
tvitugsaldur, en sumarið 1913 réðst
hún sem kaupakona hér austur i Húna-
þing að Syðri Löngumýri til Jóns
bónda Gislasonar og k.h. önnu Jóns-
dóttur, þar sem hún kynntist eftirlif-
andi manni sinum Eyþóri Guðmunds-
syni Húnvetningi að ætt sem þá var
þar vinnumaður, en þau gengu i hjóna-
band 5. marz 1914 og voru þá vinnuhjú
Syðri Löngumýararhjóna. Varla hefur
þeim hugkvæmzt þaö, hinni vestfirzku
kaupakonu og hinum húnvetnska
vinnumanni þegar þau voru að fella
hugi saman á Syðri Löngumýri
sumarið 1913 að þessi jörð ætti eftir að
verða eign sonar þeirra og heimili
þeirra sjálfra um áratuga skeið.
Fljótlega réðust hin ungu hjón i að
hefja búskap á eigin spýtur og voru
m.a. við búskap á Eiðsstöðum i
Blöndudal i 3 ár, en árið 1920 flytjast
þau vestur i Hnifsdal á æskustöðvar
Pálinu og bjuggu þar i 17 ár þar sem
maður hennar stundaði alla algenga
vinnu til lands og sjávar, og ekki hefur
þeim dugaðað liggja á liði sinu á erfið-
um árum með allmikla ómeg5 en þeim
varð 7 barna auðið og eru nú 5 þeirra á
lifi.
Aftur leituðu þau hjón Húnaþings
ásamt börnum sinum og voru m.a. á
Auðkúlu hjá sr. Birni Stefánssyni og
viðar. En árið 1947 hóf Halldór sonur
þeirra búskap á Syðri Löngumýri
ásamt konu sinni Guðbjörgu Agústs-
dóttur (nú látin) og keyptu þá jörð og
hafa hin öldnu hjón átt þar heimili
ávallt siðan.
Það er alkunn saga þó að nú fyrnist
ef til vill óðum yfir hana i kapphlaupi
um veraldargæði hver kjör fátæks al-
þýðufólks voru á landi hér á fyrri ára-
tugum þessarar aldar, kjör þess leyfðu
ekki mikil þægindi eða rými til at-
hafna, hugsunin hefur orðið að snúast
um það fyrst og fremst hvernig það
gæti helzt séð sér og börnum sinum
fyrir brýnustu nauðsynjum. Þessi kjör
þekkti Pálina vel, enda er mér minnis-
stæðsú setning sem hún sagði eitt sinn
við mig fyrir nokkrum árum „Þessi
þjóð hefur ekki lifað lengi öll við alls-
nægtir, en það væri betur að hún gerði
það ætið hér eftir”.
Pálina var um margt sterkur per-
sónuleiki og hafði ákveðnar og bjarg-
fastar skoðanir á ýmsum málefnum ef
hún lét þær i ljósi. Trúarskoðanir
hennar voru ákveðnar og óhagganleg-
ar og stundum lét hún i ljósi nokkra
áhyggju yfir þvi að hin yngri kynslóð
stæði þar ekki nægilega traustum fót-
um. Aldrei heyrði ég hana hallmæla
nokkurri manneskju, heldur taldi hún
aö það góða væri allsstaðar i meiri-
hluta ef rétt væri að farið.
Hún varð fyrir þvi þunga áfalli eins
og fyrr er sagt að missa sjónina næst-
um algjörlega fyrir allmörgum árum,
en var lengst af mjög heilsugóð að
öðru leyti, og gat ég tæpast annað en
undrast það hvað hún bar sjónleysið
með miklu æðruleysi, enda var maður
hennar henni mikil hjálparhella i
þessu og óþreytándi að segja henni
hvers hanssjáandi augu urðu áskynja,
endá er hann lipurmenni að allri gerð.
Þá var og til fyrirmyndar sú aðbúð
sem þessi öldnu hjón áttu á heimili
sonar sins og tengdadóttur, þar til fyr-
ir rúmum tveimur árum að þau fóru á
elliheimili Héraðshælis Húnvetninga
sökum veikinda og siðar vegna fráfalls
tengdadóttur þeirra. Þar brást sú stoð
sem vel hafði staðið undir dvöl þeirra
aldraðra á Syðri Löngumýri.
Ég vil færa þessari látnu konu minar
beztu þekkir fyrir góða viðkynningu og
trausta vináttu á liðnum árum. Ég
votta eftirlifandi manni hennar og af-
komendum öllum samúðog óska þeim
farsældar i lifi og starfi.
Sig.L.
islendingaþættir 5