Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Qupperneq 6

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Qupperneq 6
Guðmundur Eyjólfsson frá Þvottá Guðmundur Eyjólfsson var fæddur 20. september 1889 á Kambshjáleigu i Hálsþinghá. Hann lézt 2. september s.l. á Landakotsspitala tæpra 86 ára að aldri eftir stutta sjúkralegu. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Einarsdóttir og Eyjólfur Jónsson bóndi á Geithellum, Jónssonar á Skálafelli i Suðursveit, Þorsteinssonar á Felli, Vigfússonar. Móðir Eyjólfs hét Guðrún Sigurðar- dóttir bónda i Hamarsseli i Hamars- dal, Antoniussonar á Hálsi. Einar faðir Sigurbjargar var Magnússon bónda á Lambleiksstöðum á Mýrum, Jónsson- ar. En móðir hennar var Ragnheiður Guðmundsdóttir bónda á Starmýri, Hjörleifssonar sterka, Árnasonar i Höfn i Borgarfirði eystra, Gislasonar prests á Desjarmýri. Móðir Ragnheið- ar hét Sigriður Arnadóttir bónda á Starmýri, Jónssonar. Eyjólfur og Sigurbjörg gjuggu i nokkur ár i Kambshjáleigu, en þaðan fóru þau, fyrst í Borgargarð, en siðan að Hlið við Djúpavog, og þar áttu þau heima til æviloka. bau náðu bæði há- um aldri, komust fast að niræðu. Þau eignuðust sex börn, fjóra syni og tvær dætur.synirnir eru nú allir látnir. Þeir voru Guðjón i Framnesi, Guðmundur sem hér er minnzt, Ragnar á Hlið og Emil i Hliðarhúsum. Dæturnar eru enn á lifi, þær eru Ingibjörg i Hrauni nú orðin 87 ára að aldri og Sigriður á Hlið nær áttræð. Guðmundur Eyjólfsson ólst upp hjá móðurbróður sinum og nafna Guð- mundi Einarssyni og konu hans Kristinu'Jónsdóttur. Hann var á öðru ári þegar hann kom til þeirra. Þá bjuggu þau i Markúsarseli, sem var dalabýli i Flugustaöadal i Álftafirði, en er nú komið i' eyði. Um aldamótin fluttust þau að Hofi til séra Jóns Finnssonar, en fóstri Guðmundar gerðist ráðsmaður þar á staðnum. A Hofi voru þau i fjögur ár, en þegar séra Jón fór frá Hofi og settist aö á Djúpavogi, fóru þau að Kambsseli i 6 Geithellnadal og bjuggu þar i sjö ár, þangað f ór Guðmundur með þeim. En einmanaleiki dalsins heillaði ekki mann á hans aldri. Hann þráði viðari sjónhring, og eftir nokkurra ára dvöl i Kambsseli kvaddi hann dalinn, lagði land undir fót og hugðist kanna nýjar slóðir. Hann hélt til Reykjavikur og dvaldi þar eitthvað fyrst, en fór svo að Hesti i Borgarfirði og var þar um tima hjá séra Arnóri presti Þorlákssyni. En þótt honum likaði vel að vera bæði i Reykjavik og Borgarfirði, þá vitjaði hann þó átthaganna á ný og fór austur i Alftafjörð. Þegar þangað kom voru fósturforeldrar hans farin frá Kambs- seli og komin aftur i Markúsarsel, þangað fór hann til þeirra. 1 Markúsarseli bjuggu þau ekki lengi i það sinn, þaöan fóru þau að Flugustöð- um og siðan að Múla. Arið 1917 keypti Guðmundur hluta af jörðinni Starmýri og hóf þar búskap það ár, þangað fluttu fósturforeldrar hans meö hon- um, þau voru þá tekin að eldast og fóstri hans þá þegar orðinn sjóndapur. Þar dó Kristin i hárri elli, en Guð-. mundur lifði til ársins 1948, var þá orð- inn 88 ára og hafði verið blindur i aldarfjórðung. Kona Guðmundar var Þórunn Jóns- dóttir vel greind kona og sönggefin, hún var fædd 5. september 1888 á Rannveigarstöðum. Faðir hennar var Jón bóndi Björnsson, sonur Björns á Flugustöðum, Antoniussonar á Hálsi. En móðir hennar var Vilborg Jóns- dóttir, Jón faðir Vilborgar var kallað- ur söngur, vel gefinn maður og söng- maður góður, hann var Jónsson ættaö- ur úr Skaftafellssýslu. En móðir Vil- borgar hét Sigriður Ofeigsdóttir bónda á Starmýri Arnasonar. Móðir Jóns Björnssonar var Kristin Sigurðardótt- ir bónda og alþm. á Múla, Brynjólfs- sonar prests i Heydölum Gislasonar. Guðmundur og Þórunn gengu i hjónaband árið 1919. Þau bjuggu á Starmýri i 25 ár og eignuðust 9 börn, sem öll eru á lifi: Kristinn, bóndi að bvottá, kona hans er Unnur Guttorms- dóttir. Eggert, búsettur i Reykjavik. Stefán, framkv.stj. Reykjavik, kvænt- ur Mattheu Jónsdóttur, listam. Val- borg, gift Ingvari B. Guðnasyni, húsasm. Reykjavik. Egill, starfsm. hjá Seltjarnarneshr., kvæntur Elisa- betu Gunnlaugsdóttur. Leifur, húsasm. Reykjavik. Sigurbjörg, henn- ar maður er Arnór Karlsson, búsett á Sauðárkróki. Þorgeir, starfsm. hjá Iðunni, Akureyri, kvæntur Arnfriði Gunnarsdóttur. Ingibjörg, hennar maður er Snæbjörn Þorvarðarson, bóndi Þiljuvöllum, Berufjarðarströnd. Arið 1942 keyptu þau jörðina Þvottá og bjuggu þar, eftir það, meðan bæði lifðu. Þórunn átti við vanheilsu að striða siðustu árin, sem hún lifði. Ilún andaðist á Þvottá 20. nóvember 1956, 68 ára að aldri. Guðmundur hafði áfram heimili á Þvottá eftir að hann missti konu sina. En siðustu árin dvaldi hann i Reykja- vik að vetrinum, en þegar voraði fór hann austur að Þvottá og var þar yfir sumartimann. Til Reykjavikur kom hann nú sina siðustu ferð .þann 21. ágúst s.l. og lagðist inn á sjúkrahús, þaöan átti hann ekki afturkvæmt. En þótt hann vissi fullvel að hverju dró þá var hann hinn kátasti, og var ekki á honum að sjá að hann kviði um- skiptunum. Guðmundur var alla tið Frh. á bls. 15 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.