Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Page 6
r
Asta Jónsdóttir
húsfreyja Arkarlæk, Skilmannahreppi
Fædd: 6. april 1901.
Dáin: 15. sept. 1975.
Það undrar vist engan þótt daprar
hugrenningar hvarfli að hugum
manna við andlát góðra vina eða
vandamanna, einkum ef um er að
ræða nánustu ættmenn föður eða móð-
ur en hennar er jafnan sárast saknað
af börnum og maka. Og hver skyldi þá
ekki, þegar um húsfreyjuna og móður-
ina er að ræða, minnast hinna fögru
ljóðlina er hljóða á þessa lund:
Fósturlandsins freyja
fagra vanadis
móðir kona meyja
meðtak lof og pris.
Blessað sé þitt bliða
bros og gullin tár
þú ert lands og lýða.
ljós i þúsund ár.
Þykir þá mönnum ljóðlinurnar ein-
mittekki fullgild sönnun þeirrar stað-
reyndar er ljóðið bendir á, að góð kona
og móðir sé vissulega bjartasta ljósið
og hollasti ylgjafinn sem hverju heim-
ili má beztur hlotnast. Að eiga heimili
verndað af umhyggju og ást góðrar
konu er vissulega sú mesta hamingja
sem hlotnazt getur einum manni á
ævibraut hans.
Það er þvi ljóst að um örlagastund
er að ræða er húsfreyjan fellur skyndi-
lega frá ævistarfi sinu. Þá skapast
eyða og töm, allt verður á annan veg
háttað en áður var. Söknuður og sær-
indi nista hjörtu ástvinanna og sorg
þeirra ogannarra vandamanna veldur
beiskju og þrá eftir einhverju óorðnu
um óráðin timamörk. Þó er það svo að
þetta er staðreynd sem ekki verður
dulin augum manna. Dauðinn gerir
hvergi stanz. Þvi verður ævi manna
jafnan óráðin gáta og miskunnarlaust
strið og þannig kemur það mér fyrir
sjónir.
Margskyns orsakir geta legið til
þess að menn verði siðbúnir með eitt
eða annað verkefnið. Þó vist megi telj-
ast að það verði að vinnast þrátt fyrir
ýmsar óviðráðanlegar tafir. Og svo
hefur nú orðið um mig. Þess vegna er
ég enn ekki farin að minnast látinnar
velgjörðakonu minnar Astu Jónsdótt-
6
ur húsfreyju að Arkarlæk. En þar er
einmittein af hinum óviðráðanlegu or-
sökum sem að framan greinir er valda
þvi að ég hefi enn ekki komið þvi i verk
að skrifa um hana nokkur minningar-
og saknaðarorð, og ástæðan er frómt
frásagt sú, að ég hefi ekki trúað þvi til
þessa og geri vart enn að hún Asta sé
látin, þótt ég hafi fyrir mánuðum fylgt
henni siðasta áfangann i kirkju-
garðinn. Þvi bið ég ástvini hennar og
vandamenn velvirðingar á þessum
skammarlega drætti á fyrirætlun
minni og fylgja henni úr hlaði með
þessum fátæklegu minningarorðum.
Asta er fædd að Belgsholtskoti i
Melasveit i Borgarfjarðarsýslu þann
6. april 1901. Foreldrar hennar voru
hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Jón
Þorláksson. Asta fluttist með foreldr-
um sinum að Arkarlæk i Skilmanna-
hreppi á þriðja aldursári og mátti
segja að þar dveldi hún til æviloka að
undanskildum ellefu árum sem hún
bjó með manni sinum að Litla Lamb-
haga i sömu sveit.
Ég þekkti ekki ættir Ástu neitt að
ráði en veit þó að móðir hennar var
komin af hinni landskunnu Bergsætt
og að allra dómi hin ágætasta kona i
hvivetna. Faðir Ástu var eins og að
framan getur Jón Þorláksson viðkunn-
ur maður að dugnaði og atorku, svo að
fáir urðu honum að . jafnaðarmanni.
Þann 23. júni 1929, steig Ásta það spor
er hún æ siðan taldi mestu eæfu lifs
sins er hún gekk að eiga eftirlifandi
mann sinn Guðmund Björnsson, kunn-
an sjómann og bónda að Litla Lamb-
haga i sömu sveit, en þar bjuggu þau
emsog að framan getur i ellefu ár, unz
þaukeyptuogfluttu að Arkarlæk vorið
1940 og reistu þar stórbýli, sem þau
hafa siðan setið með stórmennsku og
myndarbrag.
Þeim hjónum varð sex barna auðið
sem öll eru upp komin, myndarfólk hið
mesta að allri gerð, sem foreldrar
þeirra en þau eru þessi:
Guðjón, tækjastjóri búsettur á Akra-
nesi, kvæntur Huldu Pétursdóttur frá
Kötlustöðum i Vatnsdal.
Björn, framkvæmdastjóri búsettur
að Hólabraut i Reykjadal kvæntur
Gúðnýju Kolbeinsdóttur af Skútu-
staðaætt.
Sesselja gift Gisla Búasyni hrepps-
stjóra að Ferstiklu á Hvalfjarðar-
strönd.
Bjarnfriður búsett á Akranesi gift
Sigurði Magnússypi vélvirkja ættaður
af Akranesi.
Valdemar, vinnuvélastjóri ókvænt-
ur.
Ásmundur bóndi að Arkarlæk
ókvæntur.
Asta og Guðmundur höfðu verið i
farsælu hjónabandi i f jörutiu og sex ár
er hún lézt og voru niðjar þeirra þá
orðnir þrjátiu og átta að tölu við lát
hennar. Leiðir okkar Ástu lágu fyrst
saman vorið 1941, en hún og Sólbjörg
kona min voru fóstursystur og átti ég
upp frá þvi marga aufúsu stund á
heímili þeirra hjónaá Arkarlæk. Eink-
um nú á hinum siðari árum siðan kona
min lézt og hafa þau hjón bæði vafið
mig að sér af ástriki og umönnun. Það
þarf þvi engan að undra þótt komið
hafi yfir mig tómleika kennd við and-
látsfregn vinkonu minnar. Ásta átti i
íslendingaþættir