Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Síða 9
Sveinn Halldórsson
fyrrv. skólastjóri
F. 13. jan. 1891. l>. 19. jan. 1976.
Gamall kunningi minn og sam-
starfsmaður um árbil, Sveinn
Halldórsson fyrrverandi skólastjóri i
Bolungarvik og Garðinum verður til
moldar borinn frá Fossvogskirkju i
dag.
Sveinn fæddist 13. janúar 1891 að
Skeggjastöðum i Garði. Hann lauk
kennaraprófi frá Kennaraskóla
tslands 1911. Kennsla varð siðan ævi-
starf Sveins. Hann kenndi fyrst á
Berufjarðarströnd S.-Múlasýslu
1911—1912. Frá 1911—1943kenndi hann
við barnaskólann i Bolungarvik, lengst
af sem skólastjóri. Skólastjóri og
kennari við barnaskólann i Gerðum
Garði frá 1943—1952. Eftir það starfaði
hann sem skrifstofumaður við bæjar-
skrifstofur Kópavogs.
Sveinn giftist 1914 Guðrúnu Pálma-
dóttur ættaðri úr Bolungarvik. Hún er
látin fyrir nokkrum árum. Þeim varð
fimm barna auðið. Einn sonur Baldur
dó i brensku. Hin sem á lifi eru, eru
þessi: Haukur, Pálmi, Hulda og
Kristin.
Þetta er aðeins þurr upptalning,
stutt skýrsla um ævi þessa látna
uianns. Hún segir vitanlega fátt um
gerð mannsins og einkenni eða neitt
það, sem geymist i minningunni, það
er þó það eina sem eftir er, er leiðir
skilja. Ég þekkti Svein allnáið. Kynni
okkar eru orðin löng, eða rúm fjöruti'u
hr. Hann var skólastjóri minn um tiu
ára timabil, og höfðum við þá náin
samskipti, sem að likum lætur.
Eftir þvi sem árin færast yfir leita
minningarnar fast á. Sérstæð atvik,
menn og málefni verða manni hug-
stæðari. Þetta er eins og vörðubrot við
veginn, ef'tir þeim rekur maður slóð
minninganna.
Ég man enn, þótt nú séu meir en
•jörutiu ár liðin.fyrstu samfundi okkar
Sveins. Mér eru þeir i eins föstu minni
°g þeir hefðu skeð i gær.
£g var nýkominn til Bolungarvikur.
öllum ókunnur. Kominn i nýtt um-
hverfi. Landslag.atvinnuhættir og þó
sðrstaklega viðhorf fólks voru með
aokkuð öðrum hætti, en ég hafði van-
'st, sveitadrengurinn.
Ég var að ganga min fyrstu spor
sem kennari. Ég var að hefja lifsstarf-
ið.
• slendingaþættir
Ég man enn glöggt það sem gerðist i
litlu stofunni hans Ágústar Eliassonar,
kaupmanns, þetta fyrsta kvöld mitt i
Bolungarvik. Sr. Páll Sigurðsson, for-
maður skólanefndar mætti fyrstur til
að sjá þennan nýja liðsmann mennta-
mála i þorpinu. Myndarlegur og virðu-
legur maður meðheimsborgarlegt fas.
Svo birtistsjálfur skólastjórinn. Mér
varð strax starsýnt á manninn.Fannst
hann sérkennilegur. Hvass á brún.
Svipurinn meitlaður, stálgrá augu(
nokkuð hörkulegur, en þó fannst mér
eins og glettnisblikum bregða fyrir i
svipnum öðru hvoru. Mér varð það
strax ljóst aö maðurinn var með af-
brigðum orðglaður og sérstaklega orö-
heppinn. Meitlaðar, hnitmiðaðar setn-
ingar flugu frá honum eins og skæða-
drffa, ivafið hárbeitt fyndni.
Það var kannske ekki neitt undar-
legt þótt ég veitti manninum nokkra
athygli,með honum átti ég að starfa og
það gat haft mikla þýðingu fýrir mig
hvemig þau samskipti tækjust.
Og svo byrjaði starfið. Mér varð
strax ljóst að Sveinn var miklu meira
en meðal kennari. Dugnaður, kraftur
og áhugi var með afbrigðum, En sér-
kennilegur fannst mér hann bæði i
kennslu og utan. Hann var strangur
kennariog gekk rikt eltir að nemendur
gerðu skyldu sina. Ég held þó að öilum
nemendum hans hafi verið vel við
hann og virt hann mikils. Þeir fundu
að undir hrjúfu yfirborði sló heitt
hjarta.
Það var venja Sveins að miða
kennsluna ekki siður við þá sem miður
voru gefnir, hætta ekki við fyrr en
reynt var til þrautar hvort allir höfðu
skilið það sem tekið var til meðferðar
hverjusinni. Kannske var það af þessu
sem sú árátta hans stafaði að tvitaka
oft það sem hann sagði. Hann var allt-
af að kenna einnig utan kennslustund-
anna. Hugurinn var svo rígbundinn
starfinu. Það var ekki fátitt þótt
Sveinn vekti fram á nætur við að útbúa
verkefni, sem hann taldi sig þurfa
næsta dag.
Einn nemandi hans, sem sjálfur er
löngu orðinn kennari sagði mér:
„Timarnir hjá honum Sveini urðu mér
ómetanlegir. Eiginlega er hann besti
æfingakennari minn, og er þetta ekki
sagt til aö kasta rýrð á neinn’ ’ Or þvi
ég nú á kveðjustund er að minnast
þessa horfna samstarfsmanns mins er
best að segja það strax og umbúða-
laust, að hann er einn sérkennilegasti
og sérstæðasti einstaklingur, sem ég
hef kynnst á lifsleiðinni. Ber margt
til, jafnvel útlit, hreyfingar en þó um
fram allt skaphöfn.. Allt þetta var svo
undarlega og einkennilega saman-
slungið að úr varð fágætur persónu-
leiki. Engum datt i hug að frýja honum
vits, Það er ekki ofmælt að hann var
enginn meðalmaöur.
Ekki skal þvi leynt að hann var ekki
gallalaus, en hinu ekki gleymt að
kostir voru yfirgnæfandi. Menn með
slika skapgerð verða stundum minnst-
ir i meðlæti, en mestir i mótlæti. Svo
var um Svein. Kraftur hans, orðfimi,
gneistandi áhugi og einbeitni gerði
manninn svo sérstæðan.
Nánasti samstarfsmaður hans sagði
eitt sinn um hann að hann vildi helst
framkvæma verkið áður en hann
hugsaði. Slikur var áhugi hans. Þetta
var þó mjög ranglega mælt. Vart gat
vandvirkari mann um allt sem hann
lét frá sér fara.
Sá eðliskostur Sveins, sem mér er þó
lang m innisstæðastur er fyndni hans
og skopskyn. Skopbragur sem hann
orti vestur i Bolungarvik fyrir fimmtiu
árum iifir enn á vörum eldra fólks.
9