Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 58

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 58
Guðmundur Ármann Ingimundarson Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vigi lifs mins, hvern ætti ég aö hræðast? <Jr Daviös sálmum. Mér kom i hug þetta vers, er ég hugöist festa á blað nokkur fátækleg minningarorö um vin minn, Guðmund Ingimundarson. 1 æsku mun honum hafa veriö kennt þaö, aö ekkert væri aö hræöast, ef vigi llfsins væri i Drottni. Og hann gekk óttalaus gegn hverju sem var, með fulltingi Drottins. Guömundur Armann var fæddur 31. desember áriö 1909 aö Gislastööum i Grimsnesi, sonur hjónanna Mariu Gisladóttur og Ingimundar Guð- mundssonar, bónda þar. Var Guö- mundur næst yngstur ellefu systkina og vafalaust stærsta og dýrmætasta nýársgjöfin, sem þeim hjónum gat hlotnazt. Af þessum stóra systkinahópi lifir nú aöeins ein systir, Una aö nafni. Erfiö voru frumbýlisárin og kjörin kröpp hjónum á Gislastööum, jörðin öröug og kostarýr. Enda fluttu þau sig fljótlega um set, austur yfir Hvitá, aö Andrésfjósum á Skeiöum. Þar var með atorku og samstilltu átaki fjöl- skyldunnar tekiö til viö uppbyggingu þessa nýja heimilis, sem átti eftir að verða æskuheimkynni hins stóra syst- kinahóps. Sönggleði og félagslyndi Skeiöamanna hefur jafnan veriö viö brugöiö. Slikt umhverfi hlaut að hafa góö áhrif, enda minntist Guömundur þess ávallt meö þakklæti. Ekki voru þau gömul, Andrésfjósa- systkin, þegar þau voru eftirsóttur vinnukraftur vegna mannkosts og dugnaöar. Efti fermingu var Guö- mundur viö sjóróöra á vetrum, en I kaupavinnu á sumrum. Svo ólik sem þessi störf eru fórust honum hvor tveggja jafn vel úr hendi. En þáttaskil urðu i lifi Guömundar, þegarhann hitti unga og myndarlega stúlku sunnan úr Keflavik, Helgu Gisladóttur, en þeir fundir leiddu til þess, aö þau gengu i hjónaband 6. september 1941. Upp frá þvi var heimili þeirra i Reykjavlk. Ekki hallaöist á um myndarskap og dugnaö hjá þeim hjónum. Gott varaö vera gestur þeirra, enda áttu margir þangað leiö, og öllum var 58 veitt af myndarskap og rausn. En ljós allra ljósa hjá þeim voru dæturnar: Margrét Hrefna, gift Cecil Jensen, rafvélameistara, Sigurveig Hadda, gift Helga Gislasýni húsasmiði, og Hafdis, gift Siguröi Tómassyni bif- reiöastjóra. Eina dóttur eignaöist Guðmundur áöur en hann kvæntist, Friðu Hjörleifi, sem búsett er i Dan- mörku. Fyrstu árin eftir aö GU&MtWDUK FLUTTIST TIL Reykjavikur var hann starfsmaöur Eimskipaféiagsins. En siöan, eöa i meira en þrjátiu ár, vann hann hjá hreinsunardeild Reykja- vikurborgar, lengst af sem vérkstjóri. Mér hefur verið sagt, aö hann hafi ver- iö ósérhlifinn og ljúfur yfirmaöur. Guðmundur var sérstæður persónu- leiki, mikill að vallarsæýn, rammur aö afli og hamhleypa til allra verka. Hann bar ekki tilfinningar sinar á hvers manns torg, hlédrægur og fá- talaður viö fyrstu kynni. En skelin var þunn, og hiö innra bjó göfugt og gott hjarta. Varð honum þvi vel til vina. Enda trölltryggur þeim. Heimsóknir Guðmundar hingaö austur I Skálholt eru sérstakur þáttur, semerfitter aö tjá sig um. Eitt er vist, aö þær voru tiö jafn hamingjusamleg- ar fyrir heimilisfólkiö allt. Ráöhollur, umhyggjusamur og hjálplegur var hann okkur. Minningar um slikt er gott aö eiga og geyma. Anægjulegt var að sjá og finna, aö ekki breytist eöli þess manns, sem I æsku hefur teygað að sér angan gróöurmoldar og átt samfélag viö bú- féö. Ég held þaö hafi verið Guömundi nautn að komast úr streitu borgarlifs- ins út i ósnortna náttúruna, þar sem rikti kyrrö. Til þess aö fullnægja eöli sinu hafði hann um árabil átt hesta góöa og vel meö farna. Asamt félaga sinum og vini,Kjartani ólafssyni, brá Guðmundur sér oft á hestum upp I heiðina austan Reykjavikur. 1 slíkum ferðum var hægt aö sækja sál og lfk- ama endurnæringu. Eftir langan og giftudrjúgan starfs- dag er gott aö mega falla eins og Guð- mundur, I skaut jaröar, á leiö til hest- anna sinna með fangiö fullt af ilmandi tööu. Predikarinn segir: „Oliu er afmörk- uð stund, sérhver hlutur undir himnin- um hefur sinn tima.” Já, allt hefur sinn tima. En þegar Herra lifsins kall- ar burt náinn samferöamann, finnst okkur timinn stuttur, sem viö fengum aðnjóta hans. En þá tekur eilifðin viö, — og af henni bregöur birtu. Ég og fjölskylda min vottum ástvin- um hins látna innilega samúö okkar. Guðmund kveðjum viö svo meö virö- ingu og þökk. Björn Erlendsson. islendingaþættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.