Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 60

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 60
60 Bogi Ingjaldsson merkisklerks, en faöir séra Vig- fúsar var séra Guttormur Páls- son, fjölhæfur lærdómsmaður. Hann var rektor við Latinuskól- ann í Reykjavik um skeið, og sið- ar prestur að Hólmum I Reyöar- firöi. Móöir Hermanns, Ingigeröur, var ættuð úr Mjóafirði, dóttir hjónanna Konráðs Sveinssonar og Sigriðar Hjálmarsdóttur, hrepp- stjóra og stórbónda á Brekku i Mjóafiröi. Þau hjón Vigfús og Ingigeröur áttu auk Hermanns eina dóttur, Sigriði, sem fæddist árið 1905. Hún giftist norður á Þórshöfn og lézt þar rúmlega þritug að aldri. Foreldrar Hermanns bjuggu að Ánastöðum frá 1907 til 1925. Þá missti Ingigerður heilsuna og varð þaö til þess, að þau fluttust til Neskaupstaðar. A Anastööum voru fremur kröpp kjör, jörðin lftil og kostarýr og búskapur ekki vélvæddur á þeim árum. Hermann mundi þvi timana tvenna. Hann tilheyröi þeirri kynslóð, sem man ísland eins og þaö var um aldir, áöur en tækni nútimans kom til sögu. Hermann stundaöi á yngri ár- um þá vinnu, sem til féll, bæði á sjó og landi, en fljótlega hneigöist hugurhanstilsjávarins.Arið 1941 byrjaöi hann sem þjónn á m/s Esju og starfaði siöan, ýmist sem þjónn eða yfirþjónn, á Esju eða Heklu næstu 14-15 árin. Þá fór hann á Gullfoss og hefir siðan starfað á skipum Eimskipafélags Islands, aö undanteknum nokkr- um árum, er hann var á skipum Sameinaða gufuskipafélagsins. Auk þessara starfa á sjónum hefir Hermann öðru hverju veriö framreiðslumaður á veitingahús- um i Reykjavik. Hermann lauk framreiðslumannsprófi árið 1946. Hermann var tvikvæntur. Með siðari skonu sinni, sem var þýzk, eignaðist hann tvo syni, Alwin Kveðja frá tengdabörnum. I dag er borinn til hinztu hvilu Bogi Ingjaldsson vélstjóri, en hann lézt 25. jan. Hann var fæddur á Hellissandi þann 17. júni 1904. Foreldrar hans voru hjónin Ingjaldur Bogason bátasmiður frá Flatey á Breiðafirði og Petr- ina Margrét Lárusdóttir frá Olafsvik. Auk Boga eignuðust þau tvær dætur, Láru skipsþernu, sem fórst með m.s. Goðafossi 10. nóvember 1944 og Sigriði, sem býr i Keflavik. Það er ekki hægt að segja aö ævi tengdapabba hafi einkennzt af stöðugum meðbyr. þvi að strax i bernsku hreppti hann snarpan mótvind. Faðir hans veiktist af berklum og lézt, þegar Bogi var 12ára gamall. Móðir hans átti þá ekki annan kost, en aö leysa upp heimilið. Og liér eftir þurfti hann að sjá sér farborða og jafnframt að vera aðal stuðningur móður sinnar og systra. Hóf hann þar með sitt ævistarf, sjómennskuna, sem hann stundaði óslitið i nær 60 ár, þar af 20 ár, seríi vélstjóri á b.v. Ingólfi Arnarsyni. A þessum langa starfsferli mun hann aðeins hafa tekið sér fri þrisvar eða fjór- um sinnum. Ekki voru kröfurnar um orlof meiri en það. 1 störfum sinum var Bogi eínstaklega sam- vizkusamur og áreiðanlegur um það eru vitnisburðir samstarfs- manna hans einróma, enda hafði Vigfús og Ingbert Joachim, og eru þeir búsettir i Þýzkalandi. Þeir eru nú komnir hingað til þess að fylgja fööur sinum til grafar. Svo sem aö likum lætur þekktu margir Hermann. Hann var fær maður i sínu starfi, kurteis og hlýlegur i viðmóti og vildi öllum greiða gera. 1 landi, sem vil) laða til sin ferðamenn, er mikil nauö- syn á þvi, að það fólk, sem um- gengstþá mest, sé starfi sinu vax- íð. Hermann naut jafnan hylli viðskiptavina og trausts hús- bænda sinna. Hermann var maður skemmti- legur viðkynningar og kunni frá mörgu að segja úr ferðum sinum, enda hafði hann kynnzt mörgum og reynt margt um dagana. Um leið og ég enda þessar fá- tæklegu linur sendi ég þeim bræðrum, Alwin og Ingbert, min- ar innilegustu samúðarkveöjur. Þorsteinn Skúlason hann góða hæfileika i meðferð véla og smiði i málm eins og margirsmiðagripir hans frá fyrri tið bera vitni um. Samvizkusemi gagnvart fjöl- skyldu sinni og heimili var ekki siðri. Hann kvæntist Steinunni Guðbrandsdóttur frá Loftsölum i Mýrdal 22. september 1934. Eignuðust þau fjögur börn. Þau eru öll gift og barnabörnin orðin ellefu. Arið 1942 kaupa Bogi og Steinunn húsið að Miðtúni 10, sem varð þeirra heimili eftir þaö. Miö- tún 10 var ekki aðeins heimili þeirra og barnanna, þvf að þar hafa bæði skyldir og vandalausir átt heimili um lengri eða skemmri tima. Þar á meðal bjó móðir Boga, Petrina með dætradætrum sinum þar i nærri tvo áratugi. Arið 1973 verða þáttaskil i lifi tengdapabba, þvi að þá lézt tengdamóðir okkar, Steinunn. eftir langvarandi veikindi. Bogi heldur áfram sjómennskunni i eitt ár i viðbót, þá er hans langa starfsferli á sjónum lokið. Nú getur hann loksins tekið lífinu Islendingaþættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.