Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Blaðsíða 61
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Fædd: 22. febrúar 1893
Dáin: 19. desember 1976.
Þann 28. desember s.l. var til
moldar borin Þorbjörg Guö-
mundsdóttir. Hún var fædd aö
Trööum i Staöarsveit 22. febrúar
1893 og heföi þvi oröiö 84 ára i
febrúar næstkomandi. Þorbjörg
var dóttir Oddfriöar Þorsteins-
dóttur og Guðmundar Magnús-
sonar, bónda aö Trööum og siöar
meö ró. En hvernig á hann að
geta variö deginum, sem hefur
aldrei þekkt annað en vinnu og ið-
andi lif? Þó starfsgetan væri farin
að minnka var athafnalöngunin
enn fyrir hendi. Hann lagði þvi
mikla rækt við viðhald á húsinu
sinu og einnig fengu börnin hans
og ýmsir aörir aö njóta hans
vinnufúsu handa, enda var hjálp-
fýsin honum i blóð borin.
Eins og fram hefur komið hefur
Bogi ekki gert mikið af þvi að
stunda skemmtiferðir um ævina.
Or þessu bætti hann nokkuð i
nóvember siðast liðnum, er hon-
um bauðst að heimsækja systur-
dóttur sina er byr i Chicago i
Bandarikjunum. Hafði hann
mikla ánægju af þeirri ferð, þó
bar þar á einn skugga, þvi i þess-
ari einu verulegu skemmtiferð
um ævina kenndi hann þess sjúk-
dóms.sem nú hefur hann að velli
lagt. Hann fékk þó þar svo góða
aðhlynningu að honum varð
kleift að koma heim og halda upp
á hátiðarnar með fjölskyldu sinni
Eftir heimkomuna fór honum
dagbatnandi, þangað til kallið
kom skyndilega.
Þrjú af okkur fjórum, sem
þetta rita, stofnuðum fjölskyldur
á heimili þeirra hjóna, tengdafor-
eldra okkar, og öll fjögur eigum
við þeim mikið að þakka fyrir
ómælda aðstoð er þau hafa veitt
okkur og af hve mikilli einlægni
þau tóku okkur strax við fyrstu
kynni. Er við stöndum frammi
fyrir þvi að kveðja Boga, þá erum
við jafnframt aö kveðja heimilið i
Miötúni 10. Við viljum þvi flytja
þeim Steinunni og Boga Ingjalds-
syni kærar þakkir fyrir þetta
heimili, sem svo margar minn-
ingar eru tengdar, frá okkur,
börnum þeirra og barnabörnum.
Blessuð sé minning þeirra.
Tengdabörn.
aö Landakoti i Staöarsveit. Syst-
kinin voru 7, þau Þorgeir, Þor-
björg, Magnús, Sveinn, Jenný,
Þorgrimur og Vilborg. Á lifi eru
nú aöeins þau Jenný, Þorgrimur
og Vilborg.
Fjórtán ára fór Þorbjörg aö
vinna fyrirsér, fyrstaö Búöum i 4
ár en siðan hjá Thor Jensen i
Reykjavik i önnur 4 ár. An efa'
hafa þessi fyrstu ár Þorbjargar
aö Búöumog hjá Thor Jensen ver-
ið hennar aðalskóli, á myndar-
heimilum hiá afbragðsfólki, sem
veitti henni þá uppfóstran og
þekkingu, sem kom henni aö góö-
um notum siöar i lifinu, og ómiss-
andi voru ungri stúlku á þeim
tima, þegar ekki var um auðugan
garð aö gresja til skólanáms.
Aö lokinni dvöl hjá Thor Jensen
réöst Þorbjörg sem kaupakona
noröur i Hnausakot i Miðfiröi til
Rögnvaldar Lindal, bónda þar.
Giftust þau áriö 1915 og eignuöust
4 börn, Guörúnu Ragnheiöi,
Ragnhildi Pálinu, Björgu og
Rögnvald. Arið 1920 dó Rögnvald-
ur Lindal og varð Þorbjörg þá að
bregða búi og koma börnum sin-
um fyrir. Fór Guðrún aö Foss-
koti, Ragnhildur að Haugi, Björg
aö Dalgeirsstööum og Rögnvald-
ur að Syöri-Reykjum i Miöfirði.
Voru þetta allt afbragðsheimili og
nutu börnin þess, þótt þau hefðu
þurft aö sjá af foreldrum sinum.
Þorbjörg vann siöan á ýmsum
stööum, dugnaöarkona sem hún
alla tiö var. A Siglufiröi kynntist
hún Jóni Arnasyni og eignuöust
þau áriö 1930 eina dóttur, Hjör-
disi, sem siöan fylgdi móöur
sinni.
Yfir 20 ár vann Þorbjörg hjá
þeimheiöurshjónum,Brynjólfi og
Kristinu, á Tryggvaskála á Sel-
fossi og minnast áreiöanlega
margir hins góða matar sem kom
úr eldhúsinu á Tryggvaskála þau
árinsemÞorbjörg stóö þar og eld-
aöi.
Sföasta áratuginn i lifisinu naut
Þorbjörg hvildar og ástúöar á
heimili dóttur sinnar, Hjördisar,
og manns hennar, Ragnars, i
Hafnarfirði, aö frátöldu siöasta
ári, er Þorbjörg vegna vanheilsu
vistaöist aö Sólvangi i Hafnarfiröi
i frábærri umsjá lækna og hjúkr-
unarliðs þar, sem seint veröur of-
metiö.
Nú er hún horfin, amma min,
yfir móöuna miklu, þangaö, sem
viö eigum öll eftir aö fylgja henni.
Frá okkur öllum, systkinum,
börnum barnabörnum og barna-
barnabörnum, öllum skyldmenn-
um, tengdafólki og vinum fylgja
kveöjur og þakklæti fyrir allt,
sem hún miðlaði okkur Hún var
alltaf hrein og bein, ákveðin i
skoðunum, öllum glaðlyndari,
trúföst og vinur vina sinna. Megi
tsland eignast fleiri slikar dætur,
sem af dugnaði, eljusemi og
skyldurækni búa i haginn fyrir
komandi kynslóðir. — Hvil hún i
friði.
G.ÍLO.
islendingaþættir