Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Page 16
90 ára:
Kristín Pálmadóttir
Mér finnst það með ólikindum, að
Kristin fyrrverandi húsfreyja frá Hnaus-
um sé níræð. Ég sé hana fyrir
mér unga og glæsta stjórna búi sinu á um-
svifamiklu heimili og sé ekki á henni nein
ellimörk. En það var fullyrt við mig fyrir
nokkrum dögum, að hún væri fædd að
Hvammi i Langadal þann 10. april 1889,
svo ég verð aðláta i minni pokann.
Sem kornabarn fluttist hún með for-
eldrum sinum að Vestur-Á i Laxárdal, og
þar sleit hún barnsskónum. Foreldrar
Kristinar voru Pálmi Erlendsson
Guðmundssonar frá Móbergi, sem átti 20
börn. Frá honum er runnin hin mikla Mó-
bergsætt, sem er mjög kunn i Húnavatns-
sýslu og telur margt mætra manna. Móðir
Kristinar var Skagfirðingur, Jórunn
Sveinsdóttir frá Starrastöðum i Skaga-
firöi.
Laxárdalurinn er grösug og vinaleg
sveit að sumarlagi, en mikið vetrarriki er
þar og búskaparskilyrði erfið. Nú er þessi
dalur að mestu kominn i eyði.
Sjálfsagt hefur Kristin snemma veriö
tápmikl og dugleg við að bjarga sér. Tólf
ára gömul er hún lánuð að Hvammi i
Langadal til að gæta barna þeirra hjóna,
Frimanns og Valgerðar. Um þetta leyti
fer að iosna um búendurna á Vestur-A, og
flytjast þau hjón með bú og börn til
Sauðárkróks. Kristin minnist oft veru
sinnar á Króknum, það voru góð umskipti
að sjá fyrir sér fagran og viðfeðman
Skagafjörð og komast i fjölmennið i stað,
þess aö búa i þröngri og afskekktri fjalla
byggð. Frá Sauðárkrókskirkju er Kristin'
fermd og minningarnar úr Skagafirði eru
henni ljúfar. Eftir fárra ára dvöl á Sauðár
króki flytur fjölskyldan til Reykjavikur.
Kristin tók þegar að vinna fyrir sér
þegar til höfuðstaðarins kom og þótti lið-
tæk til þeirra starfa, sem hún réðst til.
Hún átti jafnan góða húsbændur, en hún
minnist með ánægju og þakklæti. Þar ber
einna hæst Harald Arnason kaupmann og
konu hans en hjá þeim var hún um skeið i
vist. Þá starfaði hún einnig á helsta
veitingahúsi Reykjavikur, Hótel ísland,
bæði viö matreiðslu og framreiðslu. Telur
hún, að Reykjavikurdvölin hafi reynst sér
notadrjúg, þegar hún sjálf stofnaði bú.
Arið 1910 missti Kristin föður sinn, en
þær mæðgur dvöldust áfram i Reykjavik,
en vorið 1912 urðu hjá henni þáttaskil. Þá
réðsthún kaupakona norður að Hnausum
i Austur-Húnavatnssýslu. Það vor höfðu
frændur tveir keypt þetta fornfræga
höfuöból, Jakob Guðmundsson frá Holti i
Svinadal, bróðir Magnúsar Guðmunds-
sonar ráðherra, og Sveinbjörn Jakobsson
frá Sólheimum i sömu sveit. Sveinbjörn
var Möðruveliingur, hafði fengist við
kennslu og síðar stundað um nokkurt
16
skeið skrifstofustörf hjá Sláturfélagi
Suðurlands. Nú stóð hugur hans til bú-
skapar. Hnausar eru sem kunnugt er með
mestu jörðum i Húnavatnssýslu og þvi á-
litleg til búsetu.
Er ekki að orðlengja það, að kaupavinn-
an var framlengd, og vorið 1916 þann 4.
júni giftust þau Kristin og Sveinbjörn.
Siðan stjórnaði Kristin þar búi meira en
hálfa öld með miklum skörungsskap.
Mann sinn missti Kristin haustið 1958, og
tók þá Leifur sonur hennar við búskapn-
um, en móðir hans hafði áfram alla stjórn
innanbæjar. Þar til Leifur giftist og hún
flutti með Svövu dóttur sinni til Reykja-
vikur 1969.
1 mörg horn var að lita á þessu stórbýli,
en ofan á það bættist, að Kristin annaðist
simavörslu, sem var ekki litið álag ofan á
það, sem fyrir var. Hér var um að ræða
simaþjónustu fyrir tvær f jölmennar sveit-
ir, Þing og Vatnsdal og oft var leitað sima
frá fremstu bæjum i Torfalækjarhreppi.
Þegar ég fluttist að Þingeyrum 1923,
kom margt á daginn, sem ég hafði ekki
fyllilega gert mér grein fyrir, og var þar á
meðal simaleysið. Heima á Akureyri
hékk siminn á þilinu, svo hægt var að
gripa til hans hvenær sem var, en i sveit-
um varþvi öðruvisi farið. Frá Þingeyrum
þurfti til dæmis að fara 6 km leið og hefur
vist ekki þótt mikið miðað við aðra og þó
aðeins á vissum timum dags. Eftir að ég
hafði dvalist um tima á Þingeyrum tók
mig að lengja eftir fréttum að heiman frá
Akureyri. Ég kveið fyrir þessum sima-
leiðangri, öllum ókunnug og vissi naum-
ast hvernig ætti að bera upp erindið. En
Jón, maðurinn minn, sagði, að ekki væri
mikið að óttast i Hnausum, slikt fólk
byggi þar, sem yrði ekki lengi að greiða
úr hverjum vanda. Ég lagði af stað á
Funa minum og ferðin gekk að óskum. W"
hitti ég Kristinu i fyrsta skipti, fallega og
glaðlega. Hún var fljót að ná sambandi
við mömmu og svo beið kaffið frammi i
stofu. Ekki spillti Sveinbjörn þessarix
fyrstu heimsókn minni i Hnausum sem
verður mér ávallt minnisstæð, hvort-
tveggja var að heyra i mönim. ^ \ . ið
eignast slika vinkonu i sveitinni, þar sem
ég var öllum ókunnug og fávis um hætti
manna.
Mörg ár liðu, þar til simi kom að Þing-
eyrum, og margar urðu ferðirnar að
Hnausum á þeim árum til að komast i
sima, og aldrei brugðust viðtökurnar. Það
var raunar mikil tilbreyting að koma að
Hnausum, þar var iðulega fjölmenni úr
þessum simalausu sveitum, og þarna
varö oft góðra vina fundur, þvi að anna-
samt var og biðin gat orðið nokkuð löng.
Og svo var veitt kaffi eins og maður væri
kominn á Hótel Island, en ekki veit ég til
að reikningum hafi verið framvisað. Ef
biðin tók að lengjast verulega skauzt ég
stundum inni baðstofu til gömlu konunn-
ar, móður Kristinar og spjallaði við hana,
þvi aö ég hef alltaf haft dálæti á gömlu
fólki og hún var engin undantekning.
Þegar ég hugsa til þess, hvilíkur ágang-
ur fylgdi simaþjónustunni i Hnausum og
hversu frábærlega hún var af hendi leyst,
þykir mér það undarlegt, að slminn, þetta
mikla fyrirtæki, skuli ekki hafa veitt þeim
hjónum einhverja viðurkenningu fyrir sitt ^
óeigingjarna starf. Simaafgreiðslan fór
fram i litlum gangi, sem gekk inn úr
bæjargöngunum. Skiptiborð og simi voru
á baðstofuþílinu og á kistu þar fyrir fram-
an sat sá, er simans gætti. Viðskipta-
ménnirnir voru inni um allt. Þetta þætti
vist ekki góður aðbúnaður i dag. Mér er
Kristin minnisstæð fyrir margt annað en
viðtökurnar i Hanusum. Hún var meðal
stofnenda Kvenfélags Sveinsstaðahrepps
og var formaður félagsins um langt ára-
bil. Tók hún við formennsku af Steinunni
Jósefsdóttur á Hnjúki, þegar hún fluttist
til Reykjavikur, en Steinunn var fyrsti
formaður félagsins. Þótt kvenfélagið okk-
ar væri hvorki fjölmennt né auðugt, vann
það gott starf. Konurnar i sveitinni kynnt-
ust, deildu saman geði og urðu betri vinir
en orðið hefði, ef hver hefði húkt i slnu
horni. Félagið reið á vaðið með að halda
jólaskemmtanir bæði fyrir börn og gamla
fólkið i sveitinni. Þá stóð það fyrir öðrum
skemmtisamkomum innan sveitar.
1 fábreyttu sveitalifi þótti það ekki litil
tilbreyting, þegar kvenfélagskonur tóku
að sýna leikrit og sömdu þau jafnvel sjálf-
ar. Þá æfðu þær söng. Alltaf verður mér
minnisstætt eitt leikritið, heimatilbúið,
Kvöldvaka i sveit. Þaö var sýnt við mik-
inn fögnuð áhorfenda. Þegar tjaldið var
dregið frá, sást baðstofa, þar sem fólkið
Framhald á bls. 15
islendingaþættir