Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 2
Jóhann Gunnar Olafsson fyrrv. sýslnmaður og bæjarfógeti Jóhann Gunnar Ólafsson, fyrrverandi sýslumaöur og bæjarfógeti, anda&ist á -sjúkrahúsi i Reykjavik 1. september s.l., tæplega 77 ára gamall. Hann var fæddur I Vík I Mýrdal 19. nóvember 1902, sonur hjónanna Sigribar Eyþórsdóttur og ólafs Arinbjarnarsonar, bókhaldara. Fjögurra ára gamall, eöa á árinu 1906, fluttist Jóhann Gunnar meb foreldrum sinum til Borgarness og þaöan 1911 til Vestmanna- eyja, en á báöum þessum stööum veitti faöir hans verslunarfyrirtæki forstööu. A árinu 1923 lauk Jóhann Gunnar stúdentsprófi frá Menntaskólanum I Reykjavik og lögfræöiprófi frá Háskóla Islands 1927. Aöloknu lögfræöiprófi varö hann fulltrúi sýslumannsins i N-Múla- sýslu og bæjarfógetans á Seyöisfiröi frá 1. ágúst 1927 til máí 1928. Þá fluttist hann til Vestmannaeyja og fékkst þar viö lög- fræöistörf um skeiö. 1 janúar 1929 tók hann viö starfi bæjcrstjóra i Vestmanna- eyjum og þvi starfi gegndi hann til 1. mars 1938. Eftir þaö var hann viö lög- fræöistörf i Vestmannaeyjum um tima, en var settur sýslumaöur i Skagafjaröar- sýslu i nokkra mánuöi 1939 vegna veikindaforfalla. Fulltrúi sýslumannsins I Gullbr.- og Kjósarsýslu og bæjarfógetans I Hafnarfiröi var hann frá 1940-1943, en frá 1. október 1943 var hann skipaöur sýslu- maöur I Isafjaröarsýslum og bæjarfógeti á ísafiröi og þvi starfi gegndi hann I 25 ár, kveðja ástvin. Eftir hann er tómarúm, sem aldrei veröur fyllt. Mörgum árum seinna fyllist maöur vanmáttarkennd aö geta ekki spjallað viö þann sem manni var svo nákominn og nú — einmitt nií — hefði veriö svo gott aö tala viö. En hver erum viö, aö beygja okkur ekki fyrir sköpum lifsins? Viö getum ekki átt allt fremur en aörir, og minningarnar veröa ekki frá okkur teknar. Gegnum þær held- ur sá látni áfram aö lifa I okkur. IV Orö eru fánýt. En stundum brjótast þau fram eins og nú, þörfin til aö þakka. Þakka allt, sem aldrei var þakkaö á rétt- um tima. Þakka trygglyndi og ræktar- semina. Þakka vináttuna viö foreldra mina. Þakka fyrir hönd okkar systkin- anna sjálfra og okkar fólks. Afkomendur Binnu og ástvinum biöjum viö blessunar. — Siguröur Hreiöar eöa til 1. október 1968. Eftir aö Jóhann Gunnar lét af embætti fékkst hann mikið viö fræöimennsku og ritstörf, en sú iöja var alla tiö yndi hans og eftirlæti þegar tóm gafst til frá embættisönnum. Jóhann Gunnar var gjörhugull, traustur og reglusamur embættismaöur. Sjálfur var hann afkastamikill og nákvæmur viö embættisstörf, og þaö fór ekkert á milli mála aö hann ætlaöist til aö starfst'ólk sitt leysti öll verk vel af hendi, enda þóttu öll skil I sambandi viö embættisrekstur hans til fyrirmyndar. A þaö er drepiö hér aö ofan, aö Jóhann Gunnar hafi lagt mikla alóö viö ritstörf og fræöimennsku. Hér veröa verk hans I þeim efnum ekki tlunduð, en þó nokkuö nefnt. Eftir hann liggja mörg ritverk um sögu, byggö, félagsmál og mannlif I Vest- mannaeyjum, svo sem: Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum I-II, Rvk. 1938-1939. Bátaábyrgöarfélag Vestmannaeyja 1862- 1937, Rvk. 1939. Kirkjurnar I Vestmanna- eyjum, Arbók Fornleifafélags Islands 1933-1936, Hafnargeröin I Vestmannaeyj- um, Timarit verkfræöingafélags Islands 1946. Verslunarstaöirnir I Vestmannaeyj- um, Gamalt og nýtt 1949-1950 og 1952. Alþýöufræösla og barnaskólar i Vest- mannaeyjum. Prentsmiöjur og blaöaút- gáfa I Vestmannaeyjum 1917-1949, 1951. Árbók Feröafélags Islands 1948, Vest- mannaeyjar, Rvk. 1948. Fjölda mörg önn- ur ritverk skráöi Jóhann Gunnar um byggö og mannlif I Vestmannaeyjum þó þau veröi ekki nefnd hér. A 100 ára afmæli bæjarstjórnar Isa- fjaröarkaupstaöar 1966 kom út bókin „Bæjarstjórn Isafjarðarkaupstaöar eitt- hundraö ára,” sem Jóhann Gunnar samdi. Bókin er 288 blaösiöur istóru broti og erþar aö finna fjölþættan fróöleik um störf bæjarstjórnarinnar á umræddu tlmabili. Þar er einnig stutt æviágrip bæjarfulltrúanna ásamt myndum. Nokkurra starfsmanna bæjarins er þar einnig getiö. A Isafjaröarárum sinum skrifaöi hann fjöld ritgerða um menn- ingarsöguleg efni I Arsrit Sögufélags Is- firöinga, Tónlistarskólann og um Byggöa- safn Vestfjaröa. Hann þýddi einnig nokkrar bækur.sem út voru gefnar. Er þó margt ótaliö héraf ritstörfum hans. Jóhann Gunnar var einn af hvatamönn- um aö stofnun Tónlistarfélags ísfiröinga 1948 og fyrsti formaöur þess, og aftur gegndi hann formannsstörfum 1963-1965, en flest árin þar til hann flutti úr bænum sat hann i stjórn félagsins. Hann beitti sér fyrir stofnun Sögufélags Isfiröinga 1953 og var þá kosinn formaöur félagsins og formannsstörfum gegndi hann i 26 ár. Hann átti manna mestan þátt I stofnun Byggöasafns Vestfjaröa 1955, var for- maöur safnsins þar til hann flutti úr bæn- um, og hann vann feiknamikiö starf fyrir þá stofnun. Ýmsum öörum menningar- málum lagöi hann liö i héraöinu. Jóhann Gunnar kvæntist 2. mars 1929 Rögnu Haraldsdóttur frá Vestmannaeyj- um, hinni mætustu konu, sem bjó manni sinum og sonum vistlegt ag ánægjulegt heimili. Hún lést 11. maí 1966. Þau eignuö- ust fimm syni og eru fjórir þeirra á lifi: ólafur, verkfræöingur, Gunnar Orn, tæknifræöingur, Hilmar, loftskeytamaöur og simvirki og Kristinn Reynir, lyfsali. Næst yngstur bræöranna var Reynir, en hann andaöist 9. júni 1944. Um langt árabil átti ég gott samstarf viö Jóhann Gunnar ólafsson og minnist þess nú meö þakklátum huga. Ég og kona min sendum sonum hans og fjölskyldum þeirra einlægar samúöarkveöjur. Jón A Jóhannsson Islendingaþættir 2

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.