Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 10
Steinunn Eyjólfsdóttir Pétursey Mýrdal Góö og elskuleg kona er nil kvödd meö sárum söknuöi. „Sveitin min” Mýrdalur- inn hefur nú ekki sama aödráttarafl og áöur. bar er brostinn mikilvægur streng- ur, sem i fjöldamörg ár var einskonar akkeri okkar i fjölskyldunni. Minningarn- ar, sem tengjast Steinunni Eyjólfsdóttur, og eiginmanni hennar Sigurjdni Arnasyni ogheimilisfólkinu öllu i Pétursey eru ljúf- ar og góöar. Þaö bar aldrei skugga á þá vináttu, sem rikti milli heimila okkar i áratugi. Ógleymanleg veröur mér ætiö sú stund, er ég kom i Mýrdalinn fyrsta sinni. Bærinn Pétursey stendur undir hinu sérkennilegaog fallega fjalli, sem ber lika nafniö Pétursey. Mjög hlýlegt og fallegt er heim aö lita á þeim staö og er ég kom þangað í sumarstarf fyrir mörgum árum minnist ég þess sérstaklega hve falleg mér þóttu húsin,hvitmeö rauöum þökum og ótal burstum. Steinunn, væntanleg húsmóðir min, tók á móti mér i dyrunum, stór og glæsileg kona, meö þessar lika finu þykku fléttur. Hún tók mér svo inni- lega, aö mér leiö strax vel 1 návist henn- ar. Það er erfitt fyrir ungling aö koma aleinn á nýjan staö og þekkja engan. Þetta skildi Steina vel og brást hún svo sannarlega ekki i þessu efni frekar en öörum. Við uröum strax mjög góöar vin- konur og gátum talað saman langtimum. Steina virtist einhvernveginn skilja alla hluti og finna á sér ýmislegt sem aörir leiddu ekki hugann aö, kimnigáfa hennar var lika alveg sérstök og meö henni var hægt aö skellihlæja og skemmta sér yfir öllu mögulegu. — Margs er aö minnast, en sum atvik standa ljósar fyrir hug- skotssjónum, en önnur. Man ég glöggt hve gaman þaö var aö handmjólka kýrnar á móti Steinunni. Auövitaö reyndi ég þá aö ná þvi aö mjólka kýrnar á sama hátt og hún og meösama hraöa. Þetta voru góöar samverustundir. Ég minnist þess lika hve skilningsrlk Steina var, þegar haldið var ball i sveitinni. Hún vissi að ég þekkti fáa, en hana grunaöi, aö mig langaöi á balliö. Er á kvöldiö leiö reyndi ég aö finna mér ýmislegt aö gera og meöal annars fór ég út fyrir til aö hengja þvott á snúrur. Ég stóö þarog mændi i átt til dansstaöarins á þessari björtu sumarnóttu, var þá ekki Steina allt I einu komin út til min og hún talaöi viömig á þann veg aö ég gleymi þvi ekki enn þvi svo þakklát var ég fyrir þá elsku, sem hún sýndi mér þá sem oftar, i efni sem i þá daga skipti unglingsstúlku heilmiklu máli. Aldrei féll eitt einasta 10 styggöaryröi okkar á milli. Eitt sinn reiddist Sigurjón mér, og þaö var lika auöskiljanlegt. Mér þótti ákaflega spennandi aö fá aö sækja kýrnar, á hest- baki. Sigurjón, sem var alltaf svo ákaflega góöur við mig var hálftregur til að leyfa mér þaö, en lét svo auðvitað und- an ýtninni i mér, i þetta sinn sem oftar. Nú vildi svo til að einhver galsi hljóp I hestinn, erkom heim og fór hann að eltast viö kýrnar og geröi þær hálfsturlaöar af hræöslu. Ég varð lika dauðhrædd, en þarna var Steina sem ætið hinn mikli sáttasemjari ogerum við þrjú oft búin aö hlæja aö þessu atviki. beir dagar eru liönir aö ég sentist um Mýrdalinn á fýla- veiðum eöa klöngrist upp á fjallið Péturs-' ey, en stutt er siöan að synirnir okkar voru i minum sporum. Steinunn og Sigurjón tóku sonum okkar jafn opnum örmum og mér á sinum tíma og þeir þakka þaö eins og við. Þaö var aldrei nokkur vafi, þessu góöa fólki var hægt aö trúa fyrir börnum sinum. Þeir minnast þess ennþá hversu fortakslaust þeir gegndu Steinunni, þegar hún lagði blált bann viö þvi að þeir færu upp á fjall fyrr en þeir heföu aldur og þroska til aö fara varlega. Eins var með fýlaveiðarnar, hún varaöi mjög viö öllum hættum, þegar hanagrunaöiaöfljótfærninmyndileiöa þá I ógöngur, i kappinu viö aö veiöa fýlinn. Heimili þeirra Steinunnar og Sigurjóns hefur ætið verið annálað fyrir rausn og höfðingsskap. Þaö var mér þvi mikiÖ gleöiefni aö fylgjastmeöþvi þegar einn af sonum þeirra, Eyjólfui' og hans kona Erna tóku við búrekstrinum og ráku þetta heimili áfram meö sama myndarskapn- um. Mikið var lika notalegt aö sjá hve vel fór á meö þeim öllum og hve Steinu leið vel i návist barna sinna, tengdabarna og barnabarna og þá á ég einnig viö börn Sigurjóns frá fyrra hjónabandi, sem Steinunn tók ætiö sem sin eigin og voru henni llka mjög góö. Heimilislifiö I Pétursey hefur alltaf verið til fyrirmynd- ar og þaö varð engin breyting á þvi, er ungu hjónin tóku viö og milli Steinu og Ernu tengdadóttur hennar rikti einlæg vinátta og voru þær mjög góðar hvor viö aðra. Ingveldur systir Steinu bjó með þeim I Pétursey eftiraðhún varð ekkja og var einkar kært með þeim systrunum. Steinunn Eyjólfsdóttir var fædd 1. mai 1910 á Miö-Hvoli I Mýrdal. Foreldrar hennar voru hjónin Arnþrúöur Guöjónsdóttir frá Þórustööum i Eyjafiröi og Eyjólfur Guðmundsson, Ólafssonar frá Eyjarhólum. Eyjólfur faöir Steinu var skáld gott og eftir hann hafa komið út margar bækur. Steina ólst upp hjá for- eldrum sinum á Hvoli og átti hún þar heimili til 1947, er hún giftist Sigurjóni Arnasyni bónda í Pétursey og var hún seinni kona hans. Aður en Steinunn giftist stundaði hún nám við Samvinnuskólann i einn vetur og einnig sótti hún námskeið í Húsmæöraskólanum I Réykjavik. Hún stundaði ýmis störf i Reykjavik um vetr- artimann, verslunarstörf og matsölu- störf, en annan árstima var hún heima hjá foreldrum sinum. Steinunni var mjög létt um nám, ritfær vel, bókhneigð og víö- lesin, enda er mér vel minnisstætt hve margar bækur ég las hjá henni og hve vel hún leiöbeindi mér meö lestrarefni. Steinu var einkar sýnt um hjúkrun og liknarstörf, enda voru þau ekki ófá börnin i Mýrdalnum, sem hún tók ámóti, hún vildi öllum liknaog hversmanns böl bæta. Börn Steinunar og Sigurjóns eru Eyjólfur nú bóndi I Pétursey, kvæntur Ernu ólafsdóttur og eiga þau fjögur börn. Sigurður starfsmaöur hjá Kaupfélagi Skaftfellinga, hann er ókvæntur. Steinunn eignaöist dreng áðuren hún giftist, hann heitir Bergur örn Eyjólfs og er vélvirkja- meistari, starfsmaöur hjá Kaupfélagi Skaftfellinga,og erókvæmtur. Fyrri kona islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.