Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 2
mins og vinar, þó ég hins vegar væri bú- inn aö gera mér grein fyrir þvi, aö hverju stefndi. Mér finnst nú skarö fyrir skildi I frænda- og vinahópnum er Gunnar er allur. Gunnar var fæddur á Flögu I Skaftár- tungu 10. október 1902, sonur þeirra mætu hjóna Sigriöar Sveinsdóttur og Vigfúsar Gunnarssonar, sem þar bjuggu lengi og náöu bæöi háum aldri og geröu þar garö- inn frægan. Ekki er þörf aö lýsa þeim nánar hér, þau voru landsþekkt fyrir gestrisni og höföingsskap. bau hjón eignuöust sjö börn þrjá syni og fjórar dætur, og var Gunnar næstelsta barn þeirra. Er nú fariö aö fækka i þeim myndarlega systkinahóp, sem ólst upp á Flögu, þar sem nú eru þrjú þeirra syst- kina látin, eftir standa þrjár systur og yngsti bróöirinn. Gunnar ólst upp hjá for- eldrum sinum á Fiögu til tvitugsaldurs viö hin venjulegu sveitastörf og var fljótt liötækur viö þau störf og heföi eflaust oröiö gildur bóndi heföi hann lagt þaö starf fyrir sig. En hann mun hafa haft hug á aö leita sér einhverrar menntunar. Fór hann i Samvinnuskólann i Reykjavik, sem þá haföi mikiö orö á sér undir stjórn Jónasar Jónssonar. Mun hann þar hafa mótast af hugsjón samvinnustefnunnar og varö þaö hlutverk hans og lifsstarf aö vinna aö heill hennar. Gunnar var ákaflega heilsteyptur maöur, þar var enginn flysjungur á ferö, og prúömenni i allri framkomu og mikill starfsmaöur. Ariö 1923 fór hann verslunarmaöur og bókhaldari til Kaupfélags Hallgeirseyjar er siöar varö Kaupfélag Rangæinga og starfaöi hjá þvi félagi til ársins 1936, fór þá til Kaupfélags Arnesinga og starfaði þar sem skrifstofustjóri þar til hann hætti störfum fyrir tæpum tveimur árum. Ariö 1928 giftist hann fyrri konu sinni Mariu Brynjólfsdóttur frá Syöri-Vatna- hjáleigu en missti hana eftir f jögurra ára sambúö. Meö henni eignaöist hann tvo syni: Karl Jóhann, nú verslunarmann, búsettan i Kópavogi, giftan Oddnýju Þóröardóttur. Þau eiga þrjá syni og eina dóttur. Karl var aö mestu uppalinn hjá Agústu i Suöurvik, systur Gunnars. Yngri sonurinn er Sveinn Páll, bóndi á Flögu. Hann er giftur Sigrúnu Gisladóttur og eiga þau fimm sonu. Sveinn kom 4ra ára aö Flögu til afa sins og ömmu og hefur verið þar siöan. Siöari konu sinni, Oddbjörgu Sæmunds- dóttur frá Eystri-Garösauka, giftist hann árið 1934. Eftir aö þau fluttust aö Selfossi áttu þau fallegt heimili aö Arvegi 6. Hún dó fyrir tæpum fjórum árum. Þau eignuö- ust ekki börn. Ég hygg aö Gunnar hafi oft unniö langan vinnudag, hafi ekki alltaf fariö eftir klukkunni, heldur eftir verkum þeim sem fyrir lágu. Annars ætla ég ekki aö fara út i aö lýsa verkum hans hjá kaup- félögunum, þaö ætla ég öörum aö gera. Tómstundir sinar mun hann hafa notaö til fræöiiökana, sérstaklega haföi hann mik- 2 inn áhuga á ættfræði. Hygg ég aö hann hafi átt allmikiö safn, sem hann hafi ætlað sér aö fullvinna þegar hann væri hættur öörum störfum, ef aldur og heilsa heföu leyft. Sumarfri sin notaöi hann til feröa- laga um landiö, hann var mikill náttúru- unnandi. Sveit sinni og bernskuheimili unni hann mikiö og gaft sér alltaf tima til aö dvelja þar áriega einhvern tima, og hin siöustu ár var hann farinn aö þétta ferö- irnar þangaö. Nú þegar Gunnar er horfinn af þessu jarövistarlifi eru mér efst I huga þakkir frá okkur hjónum til hans, þessa dreng- skaparmanns og konu hans fyrir margar ánægjustundir, sem viö áttum saman, og eftir aö ég fluttist út I Landsveit var ég tiöur gestur hjá þeim, og alltaf voru sömu höföinglegu móttökurnar hjá þeim, og er ég kom að Selfossi fannst mér aldrei er- indunum lokiö fyrr en ég var búinn aö koma til þeirra. Siöastliöiö ár var hann mjög heilsu- tæpur og naut hann aöstoöar sinna ágætu systra og nánustu ættingja. A siöastliönu sumri fór hann i Landakotsspitala, fékk bót I bili, en varö fljótt að fara þangaö aftur. Þar dó hann 6. febrúar. siöastliðinn. Vigfús Gestsson. Í" Þá er ég frétti lát Gunnars Vigfússonar frá Flögu varö mér hugsaö til löngu liö- inna ára, kaupfélagsáranna f Hallgeirsey. 1 minningagreinum um Gunnar hefur raunar veriö minnst á störf hans I Kf. Hallgeirseyjar (seinna Kf. Rangæinga), en eöli málsins vegna meira um 40 ára störf hans I Kaupfélagi Arnesinga, þar sem hann var lengst af skrifstofustjóri. Ég vil þvi minnast örlitiö áranna hans I Kaupfélagi Hallgeirseyjar. Gunnar Vigfússon var fæddur 13. okt. 1902 I Flögu I Skaftártungu. Hann andaö- ist 6. febrúar 1980 i Reykjavik. Gunnar var kominn af traustum bændaættum. Faöir hans var Vigfús Gunnarsson (f. 1870), Vigfússonar og konu hans Þuriöar ólafsdóttur bónda á Steinsmýri. Vigfús kvæntist áriö 1900 Sigríöi Sveinsdóttur (f. 1879) prests I Asum Eiríkssonar. Móöir séra Sveins f Asum var Sigríöur Sveins- dóttir lækni^ i Vik Pálssonar, en kona hans var Guöriöur Pálsdóttir, prófasts i Hörgsdal. — Börn séra Sveins og Guöriöar uröu þjóökunn, meöal þeirra voru Gisli sýslumaöur og alþm. I Vik og Páll menntaskólakennari. Gunnar réöst til starfa hjá Kf. Hall- geirseyjar áriö 1922 sem skrifstofu- og af- greiöslumaöur. Þaö hafa sjálfsagt veriö nokkur viöbrigöi aö koma úr Skaftár- tungu, fagurri sveit meö skógarangan, i hinar blautu Landeyjar. En fögur fjalla- sýn bætti þetta upp. Gruöbrandur Magnússon, kaupfélagsstjóri I Hallgeirs- ey 1920-28, segir I bókinni Island i máli og myndum: „Kom okkur Hallgrimi (Krist- inssyni) saman um, aö á allri leiö okkar um byggöir I þessari för, heföum viö upp- lifaö stórbrotnasta náttúrufegurö á þess- ari okkar siöustu dagsleiö, og kannski ein- mitt þar, sem nú var komið i náttstaö — aö Hallgeirsey. Þaöan blasti viö Eyjafjallajökull, Tindafjallajökull, Þrihyrningur og Hekla meö Fljótshliöina fyrir framan sig, allt I 'æskilegri nálægö, svo fegurö þessara fjalla fengi sem best notiö sin, siöan aíiur fjallahringurinn vestur á Reykjanesfjali- garö, en jafnframt sá austurmeö Eyja- fjöllum til Péturseyjar og Höttu, sem er fjall austan Vlkur i Mýrdal, en Vest- mannaeyjar i allri sinni fjölbreytni eins og álfaborgir í suöri”. Jónasi frá Hriflu þótti illa fariö meö Guöbrand aö senda hann austur til okkar Landeyinga. Hann kemst svo aö oröi I Samtölum: „Viö breyttum ekki vel viö Brand. Hann var sendur i hina verstu út- gerö, þá aöbúa til kaupfélag á Söndunum. Þaö sýnir hvaöa timabil þetta var aö senda Brand út I þessa óvissu. Mönnum mundi finnast þaö eins og tugthú'svist I dag”. Seinna I samtölunum viö Indriöa segir Jónas: Eitt af þvi versta sem viö uröum aö gera var aö senda hann Brand út á Sandana. Hann var nú prentari. Guðbrandi féll þó „útgeröin á Söndun- um” ekki verr en svo, aö hann kvaöst minnast meö ánægju áranna átta i Hall- geirsey. Þessi ár voru þó enginn dans á rósum. Aödrættir voru meö afbrigöum erfiöir. Sveitin einangruö milli straum- vatna. Vöruflutningar allir sjóleiöina og uppskipun viö brimaströnd. 1 fyrstu um- skipun I Eyjum og dýrir flutningar meö vélbátum, svo millilandaskip upp aö söndunum og stanslaus uppskipun i tvo sólarhringa og vörurnar bornar á bakinu uppá kampinn, flutningar á klyfjahestum I pakkhús á Affallsbökkum. Verri var þó sifelld barátta viö skuldasöfnun I mis- jöfnu árferöi. Ég tel aö Guðbrandur og samstarfsmenn hans hafi unniö þrekvirki á frumbýlisárum Kaupfélags Hallgeirs- eyjar. Með kaupfélaginu færöist fjör I lifiö I Landeyjunum. Meö þvi komu nýir menn meö hressandi gust i fjarlægö. I búöinni voru málin rædd, þar komu menn viöa aö. og frétta var spurt. Þá var gaman aö „hittast 1 kaupfélaginu”, enginn kjör- búöabragur i þá daga eins og nú þar sem menn standa i biöröö til þess aö komast aö kassanum. Þá var fátt um fjölmiöla og þvi var vel þegiö fjölritaða kaupfélags- blaöiö, útgefiö i Hallgeirsey, og hét Augnablikiö. Þá var gaman I kauptiöinni aö horfa á vagnalestirnar úr Hvolhrepp og Fljóts- hlfö, og nokkur tilhlökkun ef einhver spennti frá og kom heim til aö fá sér kaffi- sopa. Þaö var mikiö happ fyrir Guöbrand og kaupfélagið aö fá Gunnar Vigfússon til starfa. Hann var mikilvirkur afgreiöslu- og skrifstofumaöur, rithöndin skýr og falleg. Þaö var aldrei óöagot á honum viö störfin þó búöin væri full af fólki, en hon- íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.