Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Side 4
PáU Lárusson Egilsstöðum F. 20. jan. 1919. D. 10. nóv. 1979. Páll Lárusson húsasml&ameistari á Egilsstööum var fæddur á Höskuldsstöö- um I Breiödal 20. janilar 1919. Foreldrar hans voru Þorbjörg R. Pálsdóttir frá Gils- á og Lárus Kristbjörn Jónsson, sem fædd- ur var I Papey en alinn upp I Fagradal I Vopnafiröi, bæöi af austfirzkum ættum. Foreldrar Páls fluttust aö Gilsá I Breiö- dal 1920 og þar ólst hann upp ásamt þrem- ur systkinum. Var Stefán þeirra elztur en hann dó 1940. Ariö áöur haföi hann út- skrifaöst frá Alþýöuskólanum á Eiöum. Næstur var Páll, þá Siguröur bóndi á Gilsá og yngst Lára, nú fulltrúi i mennta- málaráöuneytinu, áður húsfreyja f Húna- þingi. Fjórtán ára gamall missti Páll föö- ur sinn. Móöir hans, Þorbjörg, hélt áfram búskap á Gilsá með börnun sfnum þótt ung væru. Ég kynntist Þorbjörgu verulega, en einnig litiö eitt Ragnhildi Stefánsdóttur, móöur hennar, sem var systir Siguröar afa mlns á Hánefsstööum. Ragnhildur var nlræö þegar fundum okkar bar saman, frlö kona, frábærlega minnug, ræöin og aðlaöandi. Þorbjörg var mikil atgerfiskona, gjörfuleg, gáfuö og hjartahlý. Veikindi I fjölskyldunni, annrlki og lltil efni hindr- uöu hana ekki frá þátttöku og raunar frumkvæöi I félagslegu starfi. Hefur börn- um hennar kippt I kynið. Heimilishagir á Gilsá á unglingsárum Páls buöu ekki upp á skólagöngu. Hann vann aö búi móöur sinnar þar til hann kvæntist Petru Björgvinsdóttur frá Hllð- arenda 1940, en þau bjuggu á Gilsá þar til þauslitu samvistum sjö árum slðar. Synir Páls og Petru eru Stefán Lárus, búsettur á Akranesi, Siguröur Pálmi á Breiödals- vlk og Sigþór I Reykjavfk. Þeir eru allir skipstjórnarmenn og hafa veriö mikiö á sjó. Sföari koma Páls, Guörún Guömunds- dóttir, er frá Eyjólfsstööum áFossárdal. Þau Páll byrjuöu búskap I Keflavlk 1948. Þeirra synir eru fjórir, Siguröur Haf- steinn, nú I viöskiptáfræöi- og endurskoö- unamámi viö Háskóla íslands, Þorhallur arkitekt á Egilsstööum, Ari Már starfs- maöur Rafmagnsveitna rlksins á Egils- stööum og Guömundur nemandi I viö,- skiptabraut á Eiöum. 1 Keflavlk vann Páll viö húsasmlðar og stundaöi jafnframt iönnám I þeirri grein. Tók hann sveinspróf og hlaut slöan meist- araréttindi 1956. Páll og Guörún munu aldrei hafa kunn- 4 aö viö sig I Keflavlk. Landhættir og jafn- vel veðurfar er Austfiröingum framandi. Og nálægöin viö herstööina var báöum jafnlltiö fagnaöarefni. Ariö 1957 tók fjölskyldan sig upp og fluttist noröur á Hvammstanga. Þar hóf Páll sjálfstæöa starfsemi sem bygginga- meistari. Veitti m.a. forstöðu byggingu sjúkrahússins þar I kauptúninu. Þrem árum slöar fluttust þau svo aust- ur á Fljótsdalshéraö. Hefur þar án efa nokkru ráöiö hversu römm er sú taug sem rekka dregur fööurtúna til. Páll og Guörún höföu I fyrstu aösetur á Miöhúsum, en byggöu svo myndarlegt hús I Egilsstaðaþorpi og nefndu á Bjargi eftir staöháttum. Fjölskyldan flutti I nýja húsiö 1963 og átti þar heima slöan. Á Egilsstööum stundaöi Páll iön sína, enda verkefni næg I nýju og vaxandi kauptúni og svo I nágrenninu. Byggingar- félagiö Brúnás var stofnað af byggingar- mönnum á Egilsstööum, landnemum I hinni nýju byggö. Páll var meö frá upp- hafi og lagði fram kunnáttu slna og fé- lagsmálaáhuga ásamt tólum og tækjum. Hann starfaöi slöan hjá Brúnás I mörg ár og sá um ýmsar framkvæmdir á vegum fyrirtækisins. Seinna vann hann um hríö hjá Húsiöjunni, sem einnig er byggingar- félag á Egilsstööum. Síöustu árin varö Páll aö hægja á sér viö byggingarvinnuna vegna skertar heilsu. Var hann um skeið I hálfu starfi hjá Raf- magnsveitunum unz hann réöist húsvörö- ur viö Menntaskólann á Egilsstööum, þegar hann tók til starfa s.l. haust. Þdtt langstærsti þátturinn I ævistarfi Páls Lárussonar væri unninn I faginu, viö húsasmlöar, þá kom hann vissulega vlöar viö sögu. Má sem dæmi nefna, aö hann kenndi viö Iönskólann á Egilsstööum I mörg ár, var um skeiö yfirkjötmatsmað- ur á Austurlandi, formaöur jaröanefndar Suöur-MUlasýslu og eftirlitsmaöur rlkis- ins viö byggingu menntaskólans. Þáttur Pálsl trúnaöar- og félagsstörfum iönaöarmanna er eftirtektarveröur. Hann var meöal stofnenda Iönsveinafélags Fljótsdalshéraös og lagöi drjúgan skerf af mörkum til eflingar þeim félagsskap. Hann átti sæti á fundum Landssambands byggingarmanna, var kjörinn I stjórn þeirra samtaka, einnig I veröskrárnefnd. Var og um skeiö trúnaöarmaöur samtak- anna viö uppmælingar. Félagsmálastörf Páls voru þó slöur en svo bundin viö fagiö eitt. Ungur aö árum starfaöi hann I ýmsum félögum heima I Breiödal — af llfi og sál. Má nefna ung- mennafélag og búnaöarfélag og ekki síst kaupfélagiö. En Páll var einlægur og áhugasamur samvinnumaöur. Þaö var raunar sama hvar Páll haföi bólfestu, heima I Breiödal, á Suöurnesj- um, I Húnaþingi ellegar á Egilsstööum. Hann var ætlö reiöubúinn þegar vinna skyldi aö framgangi nytjamála á félags- legum grundvelli. Hér skal þvl einu viö bætt, aö hann var meöal stofnenda Rotaryklúbbsins á Egilsstöðum og mjög virkur félagi I þeim samtökum slöan. Snemma gekk Páll til liös viö Fram- sóknarflokkinn. Hann var maður einarö- ur, gagnrýndi hiklaust þaö sem honum sýndist athugavert I stefnumótun og framkvæmd án þess nokkru sinni aö tapa megináttum. Hér sem annars staöar var hann virkur félagi. Hvaö eftir annaö veitti hann forstööu aöalkosningaskrifstofu Framsdknarflokksins á Austurlandi eftir aö hann settist aö á Egilsstööum. Páll unni Islenskri tungu, haföi yndi af skáldskap og fögrum fræöum og kunni býsn af kveöskap, ekki slst af lausavísum og var sjálfur vel hagmæltur. A kveöjustundum og aö leiöarlokum leitar hugur gjarnan á fornar slóöir. Og ýmist er þá hugaö aö einstökum kennileit- um ellegar leitast viö aö kalla fram heildarmynd. Ég hygg aö þaö hafi auð- kennt Pál frænda minn mörgu ööru frem- ur hversu trúr hann var uppruna slnum: ættfdlki, átthögum og félagshyggju þeirri og framfaravilja, sem hann hlaut I vöggu- gjöf. Ræturnar stóöu djúpt og drógu aö þá næringu, sem íslendingur þarfnast. Þeg- ar margt drlfur á daga er stundum erfitt aö rekja rauöan þráö frá upphafi til enda. En þannig var þvl ekki variö um ævi Páls Lárussonar. Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.