Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 5
Júlíana Oddsdóttir Fædd 16. jiinl 1904. Dáin 19. marz 1980. Þegar ég nil hugleiði nokkur fátækleg kveöjuorð til JUliönu móðursystur minnar, leita á hugann margar minn- |ngar, en áleitnar veröa ekki siöur spurn- ingar og vangaveltur. Hvað er það sem mótar okkur menn- inga helzt? Er það umhverfið sem við ölumst upp i, dhrif annarra á okkur eða ýmsir eigin- leikar meðfæddir eða áunnir? Leggja allir þessir þættir sitt að mörk- um I persónugerö mannsins? JU, vissulega voru þær ólikar á margan hátt Oddssysturnar Ur Hólminum, en likar voru þær I mörgu. Allar voru þær glæsilegar, glaðlyndar og aðsópsmiklar, en dýpst var þó I þeim öllum tilfinningin fyrirheimili og fjölskyldu, virðingin fyrir lifinu. Var það sambýlið við frjósaman Breiöafjörðinn, þar sem menn og mál- leysingjar háðu lífsbaráttuna I sátt og samlyndi, sem efldu þessar tilfinningar eöa kærleikur frá móður sem slfellt gat veitt þeim sem minna máttu sin og alltaf rétti fram hjálparhönd þótt efni væri oft smá? JUlIana fæddist 26. jUnf 1904 i Stykkis- hólmi, en foreldrar hennar voru GuðrUn Hallgrlmsdóttir og Oddur Valentlnusson, hafsögumaður, ólst hUn þar upp meöal systkinanna, en þau eru Gróa Marta, Svava, Anna Sigrlður, Sigurborg og Hall- grlmur. Geir ólafur hálfbróöir þeirra fæddist þegar systkinin voru komin á full- oröinsár. Uppeldið I litla þorpinu fyrir vestan varð stór þáttur i lifi þeirra allra og þær minningar sem þau tóku með sér Ur fööurhUsunum gleymast aldrei. 15ára gömul fór JUlIana norður I HrUta- fjörö með Gróu systur sinni, sem giftist að Þóroddsstöðum. Dvaldi hUn þar I 5 ár, stundaði þar alla algenga vinnu á heimil- inu og var um skeið við nám I Kvenna- skólanum að Blönduósi. Kynni okkar frænda urðu mest hin siöari árin. Kom ég þá alloft á heimili þeirra Páls og GuðrUnar á Egilsstöðum. Samhugur fjölskyldunnar og kyrrlát glaö- værð þessara gáfuðu hjóna gerðu samverustundirnargóðar stundir, sem ég minnist með gleði. Páll Lárusson andaðist á Egilsstööum 10. nóv. s.l.. Við fráfall hans er mér efst I huga þakklæti til þessa frænda mlns og samferöamanns — samherja I vlöri merkingu. Og sendi hlýjar kveðjur til hans nánustu. vilhjálmur Hjálmarsson + Þegar samfylgdarmaður hverfur sjón- um — leitar hugur okkar gjarnan að mynd og gerö þess, sem genginn er. I minningum mlnum um Pál Lárusson, trésmlöameistara, sem andaðist á heimili slnu á Egilsstöðum á slðast liönu hausti — er ég ekki I vafa um, aö félagshyggja eöa einlæg þörf fyrir samstarf og kynni viö aðra menn var rikasti þáttur i gerð hans allri. A unglings aldri missti Páll fööur sinn og kom þvl snemma I hlut hans að styðja móöurog systkini I lifsbjargarbaráttunni. Páll var ungur bóndi á Gilsá þegar kynni okkar hófust — og þá kynntist ég fyrst ein- lægum áhuga hans á félagsmálum — þeg- ar við unnum saman að málefnum kaup- félagsins I Breiðdal. Þó aö Páll sakir kapps og dugnaðar væri vel hlutgengur við landbúnaöarstörf, mun þó hugur hans snemma hafa staðiö meira til smlða. Tel ég þaö gæfu hans, aö hannskyldi á góöum aldri hverfa frá bil- skapnum I Breiödal og hefja smíöanám fyrir sunnan. 1 iönskólanáminu hlaut hann llka aðstöðu til bóknáms nokkurs I félagsskap annara, sem óefað hefir verið honum mikils virði slik félagsvera, sem hann var. Heima á Gilsá átti hann ein- göngu kost á sjálfsnámi I bóklegum fræð- um. En Páll var alla ævi leitandi menntunar I lestri góðra bóka — og haföi góða þekkingu og skilning á móöurmál- inu, bundnu og óbundnu. Að iðnnámi loknu starfaöi Páll viö bygginga- og smlðastörf til æviloka og mun hafa unaö þvl vel, aö geta átt hlut aö þvl I félagi við aðra að láta nýja byggð risa. 1 nokkur ár áttum við Páll samleiö á Egilsstöðum og þar kynntist ég óbreytt- um áhuga hans á samvinnumálum og ýmiskonar félagsstörfum. Eftir að ég fluttist frá Egilsstööum og átti leið um Austurland vegna starfs mlns — naut ég þess nokkrum sinnum að gista á heimili Páls og hans ágætu konu Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Páll og Guörún voru bæöi greind, ræðin og skemmtileg og létu sig varða ýms þau mál er þau töldu horfa til heilla. Þá áttu þau sameiginlega I rlkum mæli þann hæfileika — að láta gestinn finna sig eiga heima hjá þeim meðan dvalið var. A þeirra heimili þekktist ekki tilgerð eða sýndarmennska, en ákveðinn vilji að láta þá, sem að garði þeirra báru njóta alls jafnt heimafólki. Meö þakklátum huga biö ég Guðrúnu og börnum hennar allrar blessunar. Björn Stefánsson. islendingaþættir Hjálpsemi og samheldni systkinanna úr Oddshúsi kom þá I ljós, en samstaða þeirra á vart sinn llka, svo sterkum vin- áttuböndum sem þau eru bundin hvert öðru. Tvltug fór Júllana suöur til Reykja- vlkur og vann I fyrstu við framreiðslu- störf I matsölu Guðrúnar Scheving I Bankastræti. Þar kynntist hún eftirlifandi manni slnum, Magnúsi Guöbrandssyni. Þann 1. jan 1927 gengu þau I hjónaband. Magnús starfaði þá þegar viö Ollu- verslun Islands, sem og alla tiö slðan, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Tvö börn eignuöust þau Júlíana og Magnús, þau Kjartan lækni og Katrlnu verslunarmann. Kristinn sonur Magnúsar var 5 ára þegar Júliana og Magnús giftu sig og gekk Júliana honum I móðurstað. Þau bjuggu sér fagurt og hlýtt heimili hér I borg, sem slfellt var opið vinum og vandamönnum. Eftir aö faöir Júllönu var oröinn ekkjumaöur og flutti til Reykja- vfkur, bjó hann á heimili Júllönu og Magnúsar og fór einkar vel á með þeim, enda var Magnús alla tið einkar áhuga- samur og velviljaöur ættingjum konu sinnar. Það er erfitt aö lýsa svo vel geröri og vandaöri konu sem Júllana var, fram- koma hennar var fáguð og bar vott um eljusemi og dúgnað. Hún var fjölskyldu. sinni stoö og stytta, leysti verk sln af hendi af festu og öryggi. Rósemi hennar og viröing fyrir llfinu, vörpuðu birtu á þá sem henni fengu að kynnast. Þrautseigja hennar og þol I bar- áttunni við erfiöan sjúkdóm siöustu árin, vekur aðdáun og lotningu fyrir þeirri sem aldrei lét bugast. Fjölskyldu og vinum er nú söknuður og

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.