Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 3
um vannst ákaflega vel. Hann var staB- gengill kaupfélagsstjórans og önnur hönd, þá er hann var á feröalögum. Gunnar byrjaöi daginn á skrifstofunni °g vunn þar þangaö til fyrstu viöskipta- mennirnir komu, þá hófst afgreiöslan búöin þröng, yfirfull af vörum. Gunnar var sérlega geöþekkur maöur i umgengni og brást aldrei jafnlyndiö þó æriö væri erilsamt oft og tíöum. Þá er einhver þurfti aö nálgast þungavöru varö aö loka búö og labba vestur á Affallsbakka þar sem pakkhúsiö var. Og eftir lokun á kvöldin beiö bókhaldiö. Gunnar lumaöi á góöri kimnigáfu án gráglettni. Hann var bókamaöur og naut ég oftgreiöasemi hans í bókalánum. Hann var áhugamaöur um sagnfræöileg efni, ekki sist ættfræöi. Mun hafa tekiö talsvert • þeirri grein af alkunnri vandvirkni, en fátt birt á prenti. Einn daginn vakti athygli mina, aö aug- lýst var i búöinni ný bók, Bréf til Láru eft- >r Þórberg, og getiö efniskafla. Þóttist ég sté, aö innihaldiö væri æriö nýstárlegt. Ekki haföi ég efni á aö kaupa þessa bók ne’ aörar: stundi því upp hvort Gunnar vildi 8jöra svo vel aö ljá mér bókina og var þaö mál auösótt. Þaö var mikill viöburöur i Hfi minu aö lesa þessa bók, en þá var ég þrettán ára. Þá fyrst fékk ég nasasjón af þvi hvaö ritsnilld er. Gunnar var einlægur samvinnu'maöur. Eg held, aö hann hafi lika skiliö vel og veriö hlynntur baráttu erfiöismanna á mölinni fyrir viöunandi kjörum. Gunnar var um 14 ára skeiö starfsmaö- ur Kaupfélags Hallgeirseyjar og Kf. Rangæinga eftir aö flutt var I Hvoisvöll. Ariö 1936 hóf hann störf hjá Kaupfélagi Arnesinga þar sem hann var skrifstofu- stjóri I 40 ár og nokkru betur, virtur af samstarfsmönnum og öörum sem kynnt- ust þessum heiöursmanni. Ungur aö árum helgaöi hann samvinnufélagsskapnum starfskrafta sina og geröi þaö ekki enda- sleppt. Gunnar haföi mikla ánægju af feröalög- um og náttúruskoöun. Ég sá hann sjaldan glaöari en þá, er hann hélt af staö I stutt orlof austur í Skaftártungu og þá ríöandi fýrstu árin. Einlægar þakkir og kveöjur okkar gömlu Landeyinganna fylgja Gunnari viö brottför hans af þessum heimi. Haraldur .Guönason + Gunnar Vigfússon andaöist miöviku- daginn 6. febrúar s.l. og var hann þá á 78. aldursári, er hann lézt, en hann var fædd- Ur 13. október 1902 aö Flögu i Skaftár- tungu. Ariö 1920 fór Gunnar til náms i Sam- vinnuskólanum og útskrifaöist þaöan 1922. Réöst hann þá um haustiö til Kaup- félags Hallgeirseyjar og þar og i Hvols- velli, eftir aö kaupfélagiö var flutt þang- aö, var hann viö verzlunarstörf fram til •slendingaþættir ársins 1936, en þá flyzt hann aö Selfossi. Hóf hann störf á skrifstofu Kaupfélags Arnesinga þann 8. nóvember sama ár og þar vann hann óslitiö sem skrifstofustjóri þangaö til i april 1978, er hann lét af störf- um eftir tæplega 42 ár hjá félaginu, þá á 76. aldursari. Kynni okkar og samstarf hóf»t„er 6g kom ungur til starfa hjá K.Á. fyrir um 26 drum siöan. A öllum þessum árum kynnt- ist ég honum allnáiö, þar sem viö vorum lengi vel saman I skfifstofuherbergi. Var hann mér allt frá fyrstu tíö, sem og öllum öörum, ákaflega góöur og viömótsþýöur húsbóndi og samstarfsmaöur, sérlega hjálpsamur þeim, sem báru sig eftir aö- stoö hans. Gunnar var hæglátur og prúöur og oft glettinn i daglegri umgengni. Hann var duglegur og afkastamikill starfsmaö- ur og haföi skemmtilega og mjög fallega rithönd, var listaskrifari. Báru gömlu, handskrifuöu bókhaldsbækurnar glögg merki handbragös hans. Eins var hann afburöa töluglöggur og góöur hugarreikn- ingsmaöur og gat og geröi þaö oft aö leggja marga reikningsdálka saman I einu lagi og skipti þá oft ekki máli, hvort dálkurinn snéri rétt viö honum eöa ekki. Þessi iþrótt haföi þjálfast meö honum gegnum árin, þvi aö ekki var reiknings- vélunum fyrir aö fara i Hallgeirsey, þær komu ekki tilfyrr en hann kom til K.A. Og miklar breytingar uröu á bókhaldsstörf- um á hans starfsævi, frá þvf aö allt var handskrifaö, stórt og smátt, til nútima bókhaldsvéla og tölvutækni. En i gegnum allar framfarir og breyt- ingar nútimans var Gunnar trúr .þeirri hugsjón, sem hann kynntist i Samvinnu- skólanum og sem hann starfaöi fyrir alla sina ævi. Tryggöin var sterkur þáttur f fari Gunnars, hvort sem i hlut átti sam- vinnufélagsskapurinn f heild eöa einstak- ur maöur. Þess naut ég og fjölskylda min frá þeim báöum, Gunnari og seinni konu hans, Oddbjörgu Sæmundsdóttur, frá Eystri-Garösauka, en hún lézt fyrir nokkrum árum sföan. Goö vinátta varö milli heimila okkar og áttum viö hjónin og börn okkar alltaf vinum aö mæta aö Ar- vegi 6. Aö heilsast og kveöjast er lifsins saga. Horfinn er góöur félagi, en meö þessum fátæklegu oröum mínum vil ég minnast GGunnars Vigfússonar, vinar og áratuga samstarfsmanns meö hlýhug og þakklæti. Blessuö sé minning hans. Gunnar A. Jónsson. Guðrún Jóhann- esdóttir frá Sandvík, Akranesi Fædd 17. 5. 1889 Dáin 30. 10. 1979. Ég kveb þig amma, kveldskuggarnir falla i kringum þig og hryggja mina lund þú vildir mig og vini mina alla umvefja þinum kærleik alla stund. Þú dætrum minum varst sem viökvæm móöir þú vonargeisla kveiktir þeim f sál ég biö þig leiöi ávallt englar góöir og ætfö flytji sál þfn lofsöngs mál. Hverja stund í hjarta mínu hlýnar er hugur minn á leiöir þfnar fer vor Drottinn Jesú blessi bænir þinar þaö bæn mins hjarta á kveöjustundu er. Viö hittumst aftur ljóss f sælu sölum þá sólin okkur glatt i heibi skfn nú flytur þú úr dauöans skugga dölum þig Drottinn blessi kæra amma mfn. G.G. frá Melgeröi Anna Steina Þórarinsdóttir og d»tur. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.