Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 14
Edilon Kristófersson Ólafsvik Fæddur 15. sept. 1905 dáinn 27. febr. 1980. 1 dag veröur jarösettur frá Ölafsvíkur- kirkju einn af gömlum sjógörpum Ölafs- vikur, Edilon Kristófersson. Hann lést á Landspltalanum I Reykjavik þann 27. febr. s.l. Edilon var fæddur I ólafsvik og átti þar heima alla ævina, aö undanskildu sibasta æviárinu I Reykjavlk. Foreldrar hans voru hjónin Kristófer Sigurösson, sjómaöur I ólafsvik, og Vig- dis Bjarnadóttir. Var fjölskyldan kennd viö bæinn „Kaldalæk”, þar sem þau áttu heima. Kristófer faöir Edilons var mikill sjó- sóknari I ólafsvlk, en farkostimir I þá daga voru opnir árabátar. Hann drukknaöi I fiskiróöri ásamt allri skips- höfn þar á meöal einum sona hans. Edilon var þá 13 ára. Hann varö þvi snemma aö taka þátt I haröir baráttu fyrir llfinu sem fyrirvinna heimilisins ásamt fósturbróöur sinum, Ingva Kristjánssyni, sem á nú heima IStykkishólmi, en milli þeirra hafa ávallt veriö traust og sterk vinabönd. Edilon byrjaöi sem sjómaöur 14 ára gamall og var þaö nær óslitiö I rúmlega 40 ár, þar af mörg ár á togurum, en i þá daga komust á slik skip ekki nema hraustustu fiskimennirnir. Þaö var heldur ekkert léttaverk aö róa á opnum róörarskipum frá hafnlausri strönd á þessum árum. Eftir strangan róöur þurftu þessir menn aö setja upp þunga bátana á sínu eigin afli eftir hvern róöur. Nútimafólk fær ekki skiliö hvernig þetta er hægt, en þetta varö aö vera hægt, um annaö var ekki aö ræöa, en margir báru þessa menjar alla ævina. Edilon uppliföi þar á 40 ára sjómannsævi aö vera i takt viö framfarir — vélknúin skip og hafnar- bætur. Hann tók þátt i þeim framförum I sjávarþorpinu sinu Ólafsvik af lifi og sál. Edilon haföi sérstaka hæfileika sem sjó- maöur. Hann var meöal þeirra fágætu sjómanna, sem þekkti öll miö á Breiöa- firöi og 1 kringum Snæfellsnes eins og stofugólfiö heima hjá sér. Þaö þurfti ekki mælitæki I báta sem Edilon var innan- borös á Breiöafjaröarmiöum. Hans leiösögn var örugg og veöurglöggur var hann meö afbrigöum. Eftir aö hann hætti sjósókn fræddi hann unga sjósóknara um leyndardóma miöanna. Allir undruöust hæfnihans. á þessu sviöi. Um langt árabil var Edilon fenginn til aö vera lóös á erlendum skipum, er þurftu aö sigla milli 14 hafna d Snæfellsnesi, enda fáir kunnugri um Breiöafjörö. Ariö 1933 gekk Edilon aö eiga eftirlif- andi konu slna, Lilju Agústsdóttur frá Lýsuhóli I Staöarsveit, frábæra dugnaöarkonu. Þau stofnuöu heimili I Ólafsvik. Sambúö þeirra var farsæl. Þau voru samstfga i aö komast upp úr fátækt og kreppu fyrstu sambúöaráranna, enda bæöi hamhleypur til allrar vinnu. Lilja Agústsdóttir er sérstökum hæfileikum gædd sem handiönaöarkona. Þau eignuöust fjögur börn, sem öll eru upp- komin: Aöalheiöur, gift Sveini Kristjánssyni kennara IReykjavik, Magnea, gift Hellert Jóhannessyni, rannsóknarlögrþ. Rvk. Kristófer, giftur Ásthildi Geirmundsdótt- ur, Ólafsvlk. Gústaf, giftur Bergljótu Óla- dóttur, kennara. Barnabörnin eru 13. öll eru börn þeirra myndarfólk, sem eiga traust samferöamanna hafa fengiö I arf dugnaö og mannkosti foreldra sinna. Meö Edilon Kristóferssyni er fallinn I valinn einn af tlmamótamönnum ólafs- vikur. Hann liföi I æsku tímabil fátæktar og harörar baráttu Ibúanna viö aö draga björg I bú til aö framfleytallfinu. Hann er einn af þeim sem ekki bognaöi, enda þeim eiginleikum gæddur aö sjá fremur bjartari hliöar llfsins. Hann liföi mikl- ar umbreytingar I heimabyggö tók þátt I framförum, af sönnum áhuga, þar stóöu hans rætur. Edilon var alla ævina sannur félagshyggjumaöur. Hann tók virkan þátt I verkalýösbaráttunni, var einn af frum- hverjum I réttætisbaráttu fyrir bættum kjörum I sinni heimabyggö. Hann var einn af áhugamönnum og stofnandi sam- vinnuverslunar I ólafsvlk 1943, sem rauf atvinnulega einokun á staönum meö byggingu nýtisku frystihúss og útgerö. Meö sama áhuga var hann einn af stofn- endum byggingarsamvinnufélags, sem byggöi 10 Ibúöarhús 1943-1945. Þau Lilja og Edilon eignuöust eitt húsiö, „Arnar- holt” aö Grundarbraut 14 þar sem þau áttu fallegt heimili allt til 1978, er þau fluttu til Reykjavikur aö Asparfelli 6. Eftir aö Edilon hætti sjómennsku hóf hann störf viö fiskverkun, aöallega i frystihúsinu. Vann hann svo til óslitiö fram á siöustu árin, jafnvel eftir aö hann missti heilsuna. Hann var úrvals verka- maöur viö hvaö sem hann starfaöi, vin- sæll hjá öllum, enda glaövær og tillögu- góöur. Hann lagöi ávallt gott til mála, enda gæddur miklum félagsþroska og llfsreynslu. Edilon var sérstaklega fróöur um menn og málefni, haföi stálminni, var mikill sögumaöur, hann haföi yndi af þvl aö rif ja upp atburöi liöinna ára og kunni ógrynni af kveöskap og drápum eftir ýmsa sam- feröamenn, er skaöi aö ekki skyldi hafa veriö unniö aö þvl aö skrá eftir honum þennanfágæta fróöleik. Edilon var frænd- rækinn meö afbrigöum og mikill fjöl- skyldufaöir. Ég átti þvl láni aö fagna aö eiga trúnaö hans og traust, þar sem mér fannst mest áberandi I fari hans var væntumþykja hans til umhverfisins. Saga byggöarlags- ins, örnefnin, fiskimiöin fá aö lifa meö og taka þátt 1 framförum. Allt auögaöi þetta Hf hans og tilveru, létti honum llfsbarátt- una og heilsuleysi slöustu árin. Slikir menn hafa áhrif, skilja eftir sig góöar minningar. Ég þakka Edilon samfylgdina. Fyrir hönd ólafsvlkur flyt ég honum þakkir fyrir framlag hans viöaö gera Ólafsvfk aö byggilegum staö, sem nú á bjarta fram- tlö. Trú hans á staöinn bilaöi aldrei, hann liföi þaö aö sjá þá trú rætast. Viö hjónin flytjum Lilju, börnum þeirra og öörum ástvinum hans innilegustu sam- úöarkveöjur og biöjum guö aö blessa þeim minninguna. Minningin um lif og starf Edilons Kristóferssonar mun lifa. Alexander Stefánsson. Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.