Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 8
Hermann Jónsson f. 12. des. 1891, d. 30. sept. 1974. Elín Lárusdóttir f. 27. febr. 1890, d. 26. mars 1980. í Því fdlki fækkar nú óðum sem fætt er & seinasta tug nltjándu aldarinnar, eöa þaðan af fyrr. Llfiö hefur sinn gang og eitt sinn skal hver deyja. Dauðann eigum vio öll visan, þaö er raunverulega það eina sem við vitum ao framtlðin ber I skauti sér til handa hverjum og einum. Heiðurshjónin þau Hermann Jónsson og Elin Lárusdóttir á Ysta-Mói voru oröin_ aldurhnigin er þau gengu & vit feðra sinna. Ég vil nú minnast þeirra meö nokkrum llnum. Hermann var vestfirskrar ættar, fædd- ur á Bildudal 12. des. árið 1891, sonur hjönanna Nlelsar Jóns Sigurðssonar verkstjdra, og Halldóru Bjarneyjar MagnUsddttur. Hermann lauk prófi frá Verslunarskóla Að námi loknu réðst hann til verslunar- starfa hjá versiun Popps á Hofsósi. Her- mann stundaði slðan verslunarstörf á Hofsdsi og Sauöárkróki fram til ársins 1914. Hinn 31. ágUst 1912 gengu þau Hermann og Elln I hjónaband. Arið 1914 fluttu þau bdferlum I Málmey, er liggur skammt undan landi austan megin Skagafjarðar, og bjuggu þar næstu fjögur árin. Vafalltið hefur Hfsbarátta þessara ungu hjóna verið allhörö, ekki slöur en margra ann- arra á þessum árum. Fljdtin eru tveir ystu hreppar Skaga- fjarðarsýslu það er Holts og Haganes- hreppur. Þessi sveit var afskekkt þar til fyrir fáum árum að komst á varanlegt vegasamband. 1 Fljótum er sumarfagurt en þar er llka oft mikið vetrarriki. Fljótamenn uröu að bjarga sér hver eftir sinni bestu getu. Sjósókn var þar mikil, sennilega að flestir bæir hafi notið gdðs af. En það varð að gjalda Ægi æði stdrra fdrna oft á tíðum. Vorið 1922 fórst þilskipið Marlanna og með henni tólf menn, allur Ur Fljótum, og tlu þeirra voru Ur Haganeshreppi. 1 þessa afskekktu sveit fluttu þau Her- mann og Elín voriö 1918 er þau fluttu að Ysta-Mói, landnámsjörð Hrafna-Flóka, en að Ysta-Mói var heimili þeirra ætlð frá þessu. Fyrstu biiskaparár sln á Ysta-Mói voru þau með jörðina á leigu, en festu kaup á henni árið 1927. 8 Hermann valdist snemma til forystu fyrir sveit sina og sýslu. Hann var greindur, mælskur vel og öruggur I fram- komu. Hann var mikill framsóknar- og samvinnumaður. Skapmaður var hann og fylginn sér. Hann vildi sveitungum sfnum vel. Hann barðist fyrir og lagði óllum þeim málum lið er hann taldi til hagsbóta fyrir sveit slna og hérað. Hermann gat einnig orðiö þungur I skauti og óvæginn andstæðingum sínum ef svo bar undir. Hermann var hreppstjóri Haganes- hrepps I tugi ára, eða frá 1924 til 1970. Jafnlengi sat hann i sýslunefnd Skaga-, fjarðarsýslu 1 hreppsnefnd sat hann f 39 ár og þar af oddviti I 26 ár. Onnur trUnaðarstórf er Hermanni voru falin fyrir sveit slna og hérað ætla ég ekki að teljaupp, þaöhafamérfremrigert. Síöustu ár ævi sinnar var Hermann blindur. Þrátt fyrir það fylgdist hann vel meö málefnum sveitar sinnar og héraðs. Sýslufund sat hann bótt sjónina vantaöi og heyrt hef ég aö hann gæfi hinum alsjáandi litt eöa ekki eftir hvaö málefni og mál- flutning varöaði. Þau Hermann og Elln nutu þess að sjá sveit slna byggjast upp og veröa að einni bUsældarlegustu sveit Skagafjaröar. Hér gæti þvl átt við aldamótaljóö Hannesar Hafstein er hann orti: „SU kemur tíð aö sárin foldar gróa sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa menningin vex I lundi nýrra skóga." Elln var fædd 27. febr. árið 1890 að Vatni á Höföaströnd, dóttir hjdnanna Lárusar ólafssonar og Margrétar Jónsdóttur, er lengi var ljdsmdöir í Hofshreppi. Elln dlst upp hjá foreldrum slnum, en hUn var einkadóttir þeirra, en þrjá hálf- bræður átti hUn. A þessum árum var llfsbaráttan hörö og Hermann skýrir frá þvl að fyrsta sumar islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.