Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 24.05.1980, Blaðsíða 7
hluti af ömmu og viö hlýju þeirra er eins og ylurinn komi frá henni. Ég vil aö lokum þakka elsku ömmu fyr- ir allt þaö sem mér hlotnaöist undir henn- ar verndarvæng og ég hlakka til aö fá aö sjá hana aftur, þvi hún var svo góö. Þó rósirnar fölni og falli og fjtiki um hæöir og mel, þó ævinnar hádegi halli, i huganum iiöur mér vei. Þó héli um hauöur aö nýju og hætturnar umkringi mig, þaö veitir mér himneska hlýju, aö hugsa um voriö og þig. (Gisli ólafsson). Jóhann Kjartansson + Ég kynntist Júllu, eins og hún var ávallt kölluö af slnum nánustu, þegar ég var átján ára og i þann veginn aö giftast bróö- ur hennar Hallgrimi. Mér fannst ég ótta- legur krakki og ófær um aö taka aö mér húsmóöurstörf, en enginn hjálpaöi mér betur fyrsta áfangann en Júlla. Hún var yndisleg húsmóöir, allt sem hún tók sér fyrir hendur var jafn vel af hendi leyst og gestrisnara og hlýlegra heimili hef ég vart komiö inn á en hjá Júllu og Magnúsi. Þau hjónin voru ævinlega nefnd saman, enda voru þau meö afbrigöum samrýnd og samtaka. Ef maöur heimsótti þau, fór maöur þaöan sæll i hjarta, svo innilega var alltaf tekiö á móti manni, raunar eins og þaö væri hátiö hverju sinni. Eins og stundum er oröaö, bestu ár ævinnar var þaö mikill samgangur milli heimila okkar, aö þaö má segja aö börnin okkar hafi alist upp saman, svo margs er aö minnast. Júliana haföi meö afbrigöum fágaöa og ljúfa framkomu, svo öllum sem viö hana áttu skipti, var mjög hlýtt til hennar. Þau Júliana og Magnús áttu tvö börn, Kjartan Magnússon lækni, kvæntan Snjó- laugu Sveinsdóttur og Katrlnu Magnús- dóttur, gifta Þorsteini Baldurssyni og hafa þau systkini bæöi þessa ljúfu fram- komu, sem þau eru alin upp viö. Magnús átti son áöur en hann kvæntist, Kristinn og var hann hjá þeim, fyrst er ég kynntist þeim og var hagur hans ekki siöurborinn fyrirbrjósti en hinna systkin- anna. Og nú er Júlla horfin okkur og mest missir eftirlifandi eiginmaöur hennar Magnús Guö styrki hann, börnin og barnabörnin I sorg þeirra. Ég þakka Júllu minni, fyrir alla þá hlýju og vináttu, sem hún hefur sýnt mér °g minni fjölskyldu alla tiö. Guö leiöi hana til ljóss og friöar. Aldis Þóröardóttir isíendingaþættir Guðbergur Fæddur 21. aprll 1896 Dáinn 13. janúar 1980 Hinn 13. janúar s.l. lést 1 Landakots- spltalanum Guöbergur DavIBsson, eftir langa og stranga veikindabaráttu. Hann fæddist I Alfadal I Dýrafiröi, sonur hjón- anna Jóhönnu Kristlnar Jónsdóttur og Davlös Davlössonar. Hann ólst upp I for- eldrahúsum, en fór ungur aö heiman og vann ýmsa vinnu. M.a. var hann tvær vertlöir austur á Stöövarfiröi. Einnig var hann I kaupavinnu, og þaö var I kaupa- vinnu hjá Guömundi heitnum bónda á Lögbergi, aö hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Svanhildi Arnadóttur, ættaöri úr Landeyjum. Þau gengu I hjónaband ár- Davíðsson iö 1918. Fyrstu árin voru þau I hús- mennsku á Mýrum. Þau bjuggu nokkur ár I Neöri-Hjaröardal, en meöfram þeim bú skap stundaði hann sjómennsku. Hann var einnig um árabil refaskytta, fyrst meö Guömundi heitnum Einarssyni, frægri refaskyttu, en slöar einn aftir aö Guömundur hætti. A þessum árum var oft þröngt I búi og erfiö kjör, en 1930, þegar þau höföu eign- ast fimm börn, fluttust þau aö Höföa I Dýrafiröi, sem þau tóku á leigu af Gunn- laugi Þorsteinssyni héraöslækni á Þing- eyri. A Höföa fæddist sjötta barniö. Guö bergur mat Gunnlaug mikils, og voru þeirra samskipti mjög góö. Eftir aö þau fóru aö búa á Höföa hætti Guöbergur að fara til sjóróöra, en var verkstjóri hjá Kaupfélagi Dýrfiröinga I sláturtiöinni. Ariö 1946 hættu þau búskap á Höföa og fluttust til Reykjavlkur, en þá var Gunn- laugur læknir dáinn fyrir aldur fram. 1 Reykjavlk vann Guöbergur fyrst hjáVöl undi og Kassagerö Reykjavlkur, en viö opnun Þjóöleikhússins 1950 réöst hann þangaö sem dyravöröur og vann þar af trúmennsku uns hann varð aö láta af störfum vegna aldurs. Um svipaö leyti varö hann fyrir veikindaáföllum, og náöi aldrei fullri heilsu eftir þaö, og varö aö liggja löngum I sjúkrahúsum. Var harka hans I þeirri baráttu ótrúleg, enda var honum ekki fisjaö saman. Ég kynntist Guöbergi fyrst 1949 og alla tlö síöan voru samskipti okkar góö. Hann var maöur hreinskiptinn, staöfastur og einstaklega trúr starfsmaöur. Þegar ég kveö hann aö sinni, þakka ég honum allt, sem hann hefur fyrir mig gert, og ára- langa vináttu fullviss þess aö viö hittumst slöar. Astráöur Ingvarsson. Ekki eru birtar greinar sem eru skrifaðar fyrir önnur blöð en Tímann Látið myndir af þeim sem skrifað er um fylgja greinunum

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.