Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 1
ISLENDIIUGAÞÆTTIR Miövikudagur 3. mars 1982 - 9. tbl. TÍMANS Jóhann Jónasson forstjóri frá Öxney, sjötugnr I Morgunblaðinu fyrir 20 árum stóð m-a- eftirfarandi i afmælisgrein eftir Sgurð Bjarnason, sendiherra i London. ..Jóhann Jónasson, forstjóri Græn- metisverslunar landbúnaðarins á i dag fimmtugsafmæli (2. mars 1962). Þessi heiðursmaður er kominn af kjarnmiklu og góðu bændafólki i Breiðafjarðareyjum. Þaðan hóf hann sóknina á menntabraut- 'ia i Menntaskólanum á Akureyri, þar sem hann lauk stUdentsprófi voriö 1936. Mikið vorum við glaðir þegar þeim á- fanga var náð, og öll ætluðum við að vinna stórvirki, þegar út i lifið kæmi. Við áttum veröldina skuldlausa. Jóhann Jónasson frá öxney var mest kempa á velli af okkur öllum. Hann var lika næstelstur, góður drengur, vel greindurog ágætur félagi. Hann hóf fyrst "óm i Háskóla Islands og Kennaraskólan- um og lauk þar heimsspekiprófi og kenn- araprófi vorið 1937. 1 svipaðan mund hóf hann landbúnaðarnám við landbUnaöar- háskólann i Asi i Noregi og dvaldi þar sumarið 1937 við undirbúningsnám i land- búnaöarfræðum. Um haustið hóf hann nám i landbúnaðarkennaraháskólanum i Sem i Asker. Þaðan lauk hann kandidats- prófi i árslok 1939 og komst hingað heim öl tslands aftur i janúar 1940. Gerðist hann siðan ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Kjalarnesþings og starf- a6i hjá þvi og Reykjavikurbæ sem ræktunarráðunautur til ársins 1946. Þá gerðist hann bústjóri á forsetabúinu á Bessastöðum.Stundaði það starftil ársins 1956. Hafði hann þar m.a. merkilega for- .ystu um kornrækt sem lánaöist m jög vel á forsetabúinu undir forystu hans. Ræktaði hann aðallega bygg en gerði jafnframt athyglisveröar tilraunir með linrækt, sem einnig gekk vel. Arið 1956 var Jóhann ráðinn forstjóri viö hina nýju Grænmetisverslun land- búnafearins”. 1 framhaldi af þvi sem Sigurður Bjarnason skrifar um Jóhann Jónasson fimmtugan þáer óhættað undirstrika að búsjisla þeirra hjóna, Margrétar Sigurðardóttur og hans á Bessastöðum var þeim til sóma. Þau gerðu forsetabúið og. þetta gamla höfuðból þannig Ur garði að öll þjóðin var þakklát fyrir. Það var tekið til hendi á Bessastöðum 1946 þegar Jóhann tók þar við bústjórn enda að mörgu sem þurfti aö hyggja eftir margra ára deyfð og vanrækslu á jörðinni Bessastaðabýli var unnið frá órækt i kjör- rækt. Ræktunarframkvæmdir og upp- bygging staðarins var byltingu likust svo ótrúlegar voru framkvæmdir örar og djarfar á þeim árum. Valdar kýr voru settar á hvern bás i f jósi og hænsnabúiö var einnig til fyrirmyndar á þeim tima. Stolt staðarins, Bessastaðatjörn og æðarvarpið i kring, gleymdist heldur ekki. Krian fékk einnig sitt friöland svo þaðan má segja að Bessastaðanes hafi endurvaknað sem ósnortin náttúra Para- dis þrátt fyrir ágang og nærveru vaxandi þéttbýlis. maður og náði hann fljótt trausti og góðu samstarfi við úrvalsbændur i sveitinni. Þaö var honum lika ómetanlegur styrkur i aium þeim framkvæmdum sem uröu fyrstu ár hans á Bessastöðum. Alþekkt er bæöi hérlendis og erlendis, hvaö þau bústjórahjón á Bessastöðum voru gestrisin. Þau blönduðu geði við gesti og gangandi. Þráttfyrir óþrjótandi verkefni i bústjómarvafstri frá morgni til kvölds, þá virtust þau hjón og aöstoðar- fólk þeirra hafa nægan tima til að sinna gestum sem skoöa vildu bii og stað. Og ekki stóðá að gera nábúum greiða efkost- ur var á, og var þaö gagnkvæmt frá hlið sveitunga þeirra einnig, sem leiddi til ó- metanlegsstuðnings við alla uppbyggingu búskapar á þjóðarjöröinni Bessastööum. Forsetabúið aö Bessastöðum var stolt þjóðarinnar á þeim tima. þar var staðar- legt bæði utanhiíss og innan. Grænar grundir og búfé á beit var táknrænn rammi utanum látlaust stilhreint forseta- setur islensku þjóðarinnar, sem hefur i aldaraöir taliö sig bændaþjóðfélag. Þaö er þvi söknuður okkar samtiðar og leitt til þess að vita að vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna, ólæknandi verðbólgu með fleiru var ekki mögulegt aö búa litlu fyrirmyndarbúi þar nema i um tvo ára- tugi. Stutt sögubrot það? Crvalsbú- peningur frá Bessastaðabúi sést ekki lengur á beit i haga eða á gróskumiklu ræktunarlandi, það er liðin tiö. Uppbygg- ing Jóhanns Jónassonar þar hefur boriö lægri hlutfyrirdýrtið og kröfu um frekari þróun i landbúnaði. Ahugasvið Jóhanns hefurfyrstog siöast verið i landbúnaðar- málum og þegar hann hverfur frá bú- stjórn á Bessastöðum og gerist forstjóri Grænmetisverslunar landbúnaöarins 1956, þá sest hann að með sina 8 manna fjölskyldu að Sveinskoti á Alftanesi. Þar stundaöi hann m.a. nokkurn fjárbúskap heima fyrir en auk þess haföi hann „beitarhús” á föðurleifð sinni útii öxney á Breiðafiröi. Svo það má segja að sauökindin hafi veriö honum nokkuö kær. A þessum árum annaðist Jóhann Jónas- Jóhann er að mörgu leyti félagslyndur * Arnað heilla

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.