Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 13
s'nna á landskika að Varmá í Mosfells- sveit, uns úr rættist með að útvega stofn- nninni nothæft framtiðarland, þar sem byggjamættiupp aðstöðu. Slikt hafði mér °g hlutaðeigandi sérfræðingum ekki tek- jst vegna tregðu og skilningsleysis vald- “afa allt frá ti'mum nýsköpunar stjórnar. ^turla tök þessu með jafnaðargeði, hóf starf við jurtakynbætur á Varmá án þess jm hafa svo mikið sem skýli til að matast •f'yrstu árin vann Sturla einkum að kal- rannsóknum og kynbótatilraunum á ýms- nm islenskum grastegundum með þeim rangri siðar aö rækta upp islenskan vallarfoxgrasstofn, sem hlaut nafnið Korpa og er harðgerður og þolnari en j*stir aðrir stofnar þessarar mikilvægu tegundar og gefur mikla og góða upp- skeru og hefur þvi mikið fjárhagsgildi jyrir islenskan landbúnað. Þá hefur Sturlu tekist að velja stofn af islenskum túnvingli sem landgræðslan hefur notað v>ð uppgræöslu örfoka mela. Sturla sýndi þolgæði, gjörhygli og yfir- ®tisleysi 1 starfi, fjölyrti ekki um, hvaö hann hyggðist láta mikiö eftir sig liggja, heldur sýndi frábæra stundvisi og ritaði Jtm niðurstöður sinar jafnóðum og þær águ fyrir, en það vill dragast hjá of mörgum. Samstarf okkarvar ágættog við hugsuðum öll ráð sem okkur hugkvæmd- lst til að bæta úr aðstöðuleysinu fyrir til- faunastöð i jarðrækt. Loks tókst um miðj- an sjötta áratuginn að £á leigða landspildu nr Korpúlfsstaöalandi fyrst til sjö ára, er sjhar tókst að framlengja sem nú er Korpa kölluö. Þangaö flutti Sturla til- munir sinar fyrir um aldarfjórðungi siöan. Þá var hafist handa með uppbygg- mgu þar og reynt að vanda hana.enhægt miðaði af þvi að allar fjárveitingar voru skornar við nögl, liklega meðal annars af Pvi aö okkur Sturlu Friðrikssyni tókst ^undum aö gera dálitið Ur næstum engu. é8 lét af starfi deildarstjóra Búnaðar- öeildar i árslok 1962 var gott geymsluhús tyrir uppskeru og vélar auk vinnuaðstöðu ^idir þaki fullbyggt og tilraunagróðurhús 1 oyggingu á Korpu. Sturlá bætti einnig við þekkingu sina á sJotta áratugnum. Hann fékk orlof til mmhaldsnárns og hélt til háskólans i ^skatoon i Saskatchewanriki i Kanada 1957 og vann þar viö kynbótatilraunir I meira en ár á belgjurtinni lusernu, einni mikilvægustu fóðurjurt i mörgum iöndum tempruöu beltanna. Vegna starfa viö “únaðardeild varð hann að halda heim öur en þessu verki var lokið en 1961 hafði ann lokið þvi og samið doktorsritgerð nm það sem hann varði þá við Saskatoon háskóla. Kér skal geta helstu tilrauna- og rann- sóknaéita Sturlu við BUnaðardeildina til 9g2. Þau eru: Samanburðartilraunir með nokkra erlenda grasfræstofna i Fjölriti únaðardeildar nr. 2, 1952, og i Ritum únaðardeildar A- og B-flokki: Rannsókn kali túna, B-fl. nr. 7, Samanburður á Kartöfluafbrigðum A-fl. nr. 9, Gras- og islendingaþættir belgjurtategundir I islenskum sáötilraun- um, B-fl., nr. 9 og Eggjahvitumagn og lostætni túngrasa B-fl. nr. 12. Auk þessara rita skrifaði Sturla fjölda leiðbeinandi greina á þessu timabili i búfræðirit eins og Frey, Arbók landbUnaðarins, Garöyrkju- ritið, Búfræðinginn og Handbók bænda og i ýmis fleiri ritinnlend sem erlend, eins og I Náttúrufræðinginn, Arbók hins Islenska fornleifafélags, N.J.F.-ritið o.fl. Þá er vert að geta þess að Sturla gerði fyrstu skipulögðu beitartilraun með kýr á Islandi á Varmá 1952 og hann var mikil- virkur meö ræktunar og notkunartilraun- ir á fóöurkáli. Fann ég, að þar var feitt á stykkinu og vann sem mest ég mátti að ná tiltrú bænda við að skapa sumarauka með kálræktun og öðru grænfóðri. A sjöunda áratug aldarinnar veröur nokkur breyting á störfum Sturlu Friðrikssonar, þótt staða hans væri óbreytt. Ahugamálum hans fjölgar og hann dreifir kröftum sinum meira en áður, enda hafði bættst við starfslið jarð- ræktardeildar með heimkomu dr. Björns Sigurbjörnssonar sérfræðings i jurtakyn- bótum og deildarstjóraskipt'urðu lika við stofnunina. NU veröur Sturla altekinn af áhuga á vistfræði og gerir sér manna fyrst hérlendis ljóst, hve mikilvæg þessi visindagrein er, einmitt fyrir land- búnaðinn. Rannsóknir Sturlu beinast I þessa veru, þótthann héldi áfram sínum jurtakynbótarannsóknum.Hann skrifaöi I auknum mæli greinar um vistfræðií ýmis ritog ruddi brautina að rannsóknum á þvi hvaða möguleikar væru fyrir hendi til uppgræðslu örfoka landa i mismunandi hæö yfir sjávarmáli, í samráði og sam- vinnu við Landgræöslu rikisins Veöurstof- una og Orkustofnun. Sérstaklega rann- sakaði hann, hvaða grastegundir kæmu helst til greina til uppgræöslu og hefur ritað um þær rannsóknir bæöi tilrauna- skýrslur og timaritsgreinar. Siðar fór annar sérfræöingur Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins sem þá var um ára- bil einnig landgræðslufulltriíi Land- græöslu rikisins inn á þetta svið án sam- starfs viö Sturlu og án þess að virða það brautryðjandastarf sem þegar hafði veriö unnið á margar vættir fiska. Fékkst Sturla littum þaö enda Island stórt og hélt áfram si'nu striki með tilraunareiti og kynbætur grasstofna. Þá um skeið vann Sturla stórvirki i kyrrþey, samningu bókarinnar Líf og land um vistfræði Is- lands.er hann gaf út á eigin kostnaö 1973. Bók þessi er að minum dómi frábært byrjunarverk, auðlesin og auðskilin bæöi leikum og lærðum, en auðvitaö hvorki fullkomin né gallalaus. Hefur rikt um þetta ágæta verk undarleg grafarþögn og virðistþað ekkihafa veriðmikils metiö er höfundur sótti um prófessorsstöðu I vist- fræði viö Háskóla íslands skömmu eftir útkomu þessarar bókar. Háar stöður og fram i byggist ekki ávallt á miklum afrek- um og viðtækri þekkingu. Myndun Surtseyjar, sem afleiðing goss- ins ihafinu suðvestanviö Vestmannaeyjar er hófst 14. nóvember 1963, var vatn á myllu Sturlu Friðrikssonar. Ný eyja var sköpuð fædd hreinúr skauti jarðar. Þar lá ljóst fyrir einstakt tækifæri til þess að fylgjastmeð og rannsaka hvernig gróður- rikið og dýrarikið hasla sér völl þar sem ekkertlifer fyrir. Rannsóknarráð rikisins lét máliö til sin taka og I samráði við nokkra náttúrufræðinga og áhugamenn stofnaði Surtseyjarfélagið sem beitti sér fyrirog vann að rannsókn þessara mála. A þann veg þróuöust málin að Sturla Friðriksson tók forystuna og leiddi lif- fræðirannsóknir á eynni, safnaði gögnum og ritaði margar greinar um, hvernig lif hófst á Surtsey. Þetta var að visu ekki i verkahring hans sem sérfræðings i jurta- kynbótum, en náttúrufræöiþekking hans samfara vistfræðiáhuganum og visinda- legri nákvæmni i starfi gerði hann sjálf- kjörinn til þessa verks. Sturla gerði yfir- litsrit um allt þetta efni á ensku undir heitinu Surtsey. E volution of life on a vol- canic island, sem Butterworths i London gaf út 1975íglæsilegri myndskreyttri bók. Hefur verk þetta aukið hróður Sturlu um viða veröld. Siðan 1965 hefur Sturla átt sæti I Erfða- fræðinefnd Háskóla Islands og veriö jafn- framt framkvæmdarstjóri nefndarinnar. Nefnd þessi var stofnuð af þeim prófessor Nielsi P. Dungal, dr. Sigurði Sigurðssyni, landlækni og Sturlu vegna ábendinga er- lendra mannfræðinga, sem bentu á að vegna einangrunar á liðnum öldum, mannfæðarogóvenju fullkomins skýrslu- halds væri sérlega góð aðstaða til mann- erfðafræðirannsókna á Islandi. Með reglugerð 1966 var fjölgaö um tvo menn I nefndinni. Nefndin hefur unnið mikið starf við aö tölvuskrá mikiö af mann- fræðiupplýsingum úr fæðingarskrám, manntölum, hjúskaparvottoröum og dánarvottorðum allt frá 1910 og ýmsar heilsufarslegar upplýsingar. Hefur þegar verið unnið úr sumum þessum gögnum ýmislegt um arfgengi blóöflokka og nokk- urra sjúkdóma o.fl. sem hér er ekki rúm til aö rekja. Sturla hefur ritaö allmargar greinar um þessar rannsóknir ýmist einn eða með öðrum til flutnings á ráöstefnum eða birtingar i' visindaritum. Sturla tók aö sér ritstjórn timaritsins Islenskar landbúnaðarrannsóknir er þaö hóf göngu sina 1968 og gegndi þvi starfi til 1972affrábærrikostgæfniog vandaði ritiö sérstaklega. Hann átti h'ka sæti i ýmsum nefndum um landbúnaðarmál og var I stjóm félaga á sviði náttúrufræði og land- búnaðar t.d. formaöur Hins islenska náttúrufræðifélags 1956-’57 og var í til- raunaráði landbúnaöarins um árabil .Arið 1973 var Sturla Friðriksson gerður félagi Alþjóðanáttúrufriöunarsjóðsins (World Wildlife Fund) en i þeim félags- skap eru bæöi náttúrufræðingar og ýmsir þjóðarleiðtogar t.d. var Bernhard prins eiginmaöur Júliönu Hollandsdrottningar lengi forseti þessara samtaka. Sturla og 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.