Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 11
Grunnavik Amorssonar prófasts i Vatns- f'rði Jónssonar. Utanaf Sandi kom stúlkan i NUpsskóla Þeirra bræðra séra Sigtryggs og Kristins bónda át ján ára gömul og gerðist einn af fyrstu nemendum séra Sigtiyggs, sem bratug siðar átti eftir að verða eiginmað- úr hennar og lifsförunautur æ siðan alla hans daga, uns hann lést árið 1956 i hárri elli — 94 ára gamall — eftir einstætt og sÖgulegt ævistarf, sem ekki þarf að lýsa fyrir öllum þorra landsmanna. Ég var einn af þeim , Jukkunnar pamfil- sem náðu þvi að verða nemendur Núpsskóla siðustu skólastjóraár séra Sig- tryggs. Þá kynntist ég að sjálfsögðu frú Hjaltlinu, og e.t.v. betur en flestir aðrir fyrir þá sök að njóta þess heiðurs seinni veturinn minn, að vera titlaður „hús- bóndi” i talsvert fjölmennu „embættis- ruannakerfi” nemenda, sem séra Sig- tryggur skipaði jafnan með samþykki nemenda i upphafi hvers skólaárs. Sam- skipti við þau skólastjórahjónin urðu þvi nánari en ella, og er skemmst frá þeirri samstöðu og samvinnu að segja, að þrátt fyrir ekki óeðlilegar smávegis „uppá- komur” og meiningarmun, hefur fátt i lif- 'nu orðið mér lærdómsrikara og þakkar- verðara en námsdvölin á Núpi nú fyrir naeira en hálfri öld, i mótandi umönnun skólast jórahjónanna og annarra bgleymanlegra kennara. Ekki gat það farið framhjá neinum, bverjum kostum frú Hjaltlina var búin sem húsmóðiri' fjölmennum heimavistar- skóla. Sjálf var hún kennari að menntun °g kenndi, einkum handavinnu stúlkna, við skólann. Var hún frábærlega hæf á þvi sviði, enda hafði hUn aflað sér sérmennt- unar þar að lútandi, bæði á ísafirði og I fyeykjavik. Lét frú Hjaltlina vandað handbragð jafnan sitja i fyrirrúmi, en birti minna um afköst. Hún var ein af þeim, sem ekki þola á neinu sviði, að höndum sé til kaslaö i hugsunar — og hirðuleysi. Bar allt i kringum hana vott þrifnabar, nkvæmni og snyrtimennsku. var hún að þvi leyti einnig mikil og góð fyrirmynd ungu íólki. Erú Hjalth'na tók mikinn þátt i skólalif- mu og var jafnan nærstödd, hvenær sem eitthvað var að gerast, hvort sem var til bryggðar eða gleði. HUn varvel máli farin °8 ..steig istólinn”,ef þvi var að skipta og flutti þá'thyglisverðar ræður. En einkum munaði um söng hennar, þegar lagið var fekið, og það var blessunarlega oftá Núpi, ^eira og minna á hverjum einasta degi. Eg hefi oft óskað þess siðan, að i skólum ■ándsins rikti þótt ekki væri nema brot Þeirrar einlægu, lyftandi, lífgefandi söng- Sleði, sem Nupverjar uröum aðnjót- andi. Eg trúi þvi, að þá væri vandi þjóð- hfsins minniog vandamálin, raunveruleg °g Imynduð, færri. Nú hima svo viða sorg- mædd, vonsvikin og vansæl börn i söng- Vana, daufum og dauöum uppeldisstofn- ,s*endingaþættir unum, og þvi súpum við seyðið, lifum harmsögu þyngri en tárum taki. Á Núpi var timinn velnotaður og gjarna slegnar tvær eða fleiri flugur i sama höggi, ef við varð komið. 1 þessari andrá liggur t.d. nærri að nefna það, að i handa- vinnutimum stúlknanna var það ekki óal- gengt, að blessaður skólastjórinn, sem var óþreytandi söngstjóri og sjálfur tón- skáld,birtisthljóðlega idyragættinni með nótnahefti undir hendinni og spyrði var- færnislega og af mikilli hæversku: „Hjaltlina, má ég..?” Var þá ekki um ab villast: vildi hann þá komast inn i sauma- timana til raddæfinga og fékk að sjálf- sögðu jafnan,en misvel likaði þó stúlkun- um þetta, eftir þvi hversu söngvnar þær voru eða áhugasamar um handavinnu sina, og fyrirkom, að skólastjórinn fengi hógværa áminningu kennarans um að trufla samt ekki of mikið! Eitt er það m.a. sem mér gleymist ekki i sambandi við frú Hjaltlinu, en það er, hversu umhyggjusöm og nærgætin hún var gagnvart nemendum, hvenær sem veikindi bar að höndum. Fylgdist hún þá af nákvæmnimeð lifiog liðan sjúklingsins og sparaði þá ekkert, sem verða mátti til bættrar liðunar og heilsu, hvorki fé né fyrirhöfn. Mega ekki svo fáir muna frúna I þakklátum huga frá slikum stundum. Hinn frægi og fagri unaðsreitur „Skrúö- ur’ ’ og séra Sigtryggur j uku hvor á annars heiður og hrós. Sist vil ég draga úr rétt- mæti þess. En þaðætla ég þó að hlutur frú Hjaltlinu I vexti og viðgangi Skrúðs um áratuga skeið, hafi alls ekki verið metinn sem skyldi, og þakkir og viðurkenning þeirra, er nutu, verið eftir þvi. En allt það vissi og viðurkenndi séra Sigtryggur sjálfur. Hjaltlina var þó sæmd Riddara- krossi hinnar islensku fálkaorðu fyrir störf sin. Ég vil leyfa mér að draga I efa, að nokkur Islendingur hafi af meiri natni, fórnfýsi og alúð varið fleiri lifsstundum sinum til þess að búa gróöurreit „sólskært sumar undir” en frú Hjaltlina. Frú Hjaltlina var prýðilega gefin og vel menntuð kona, sem myndaöi sér ákveðn- ar og sjálfstæðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún naut lesturs góöra bóka og var sérstaklega vel að sér i fagurbók- menntum Norðurlanda, ekki sist Sviþjóð- ar. Man ég frá góðri samverustund með lifandi frásögn hennar útaf nóbels- skáldinu fræga, Selmu Lagerlöf, sem hún dáði. Leyndi sér ekki þekking hennar og skarpur skilningur. Að lokinni jarðvist frú Hjaltlinu M. Guðjónsdóttur frá Núpi, efast ég ekki um, að fjölmörgum nemendum þaðan verði hugsað til ávaxta lifs hennar og starfs, sem svo margir hafa notið og njóta fram- vegis. Fyrir utan lifsstarfið tengt Núps- skólanum og Skrúði, májel i þessu sam- bandi minna á mikilvæg ábyrgðarstörf sona hennar þjóðkunnra, þeirra Hlyns veðurstofustjóra og Þrastar skipherra. Fáir munu hafa ræktað „sinn garð”, hvernig sem á er litið, betur en frú Hjalt- lina. Hún unni öllum gróðri og allri fegurö i manni og mold. Blessuð sé minning hennar. Ég tek að lokum undir orð séra Matthiasar: „Hver dagsins geisli deyr oss hér að kveldi, en dagur Guðs á eilift sumar- veldi.” BaldvinÞ.Kristjánsson. Þeir sem skrifa minningar- eda afmælisgreinar í íslendingaþætti, verða að skila vélrituðum handritum n

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.