Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 12
ARNAÐ HEILLA Dr. Sturla Friðriksson erfðafræðingur, sextugur Sturla Friðriksson deildarstjóri viö jarðræktardeild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins er fæddur í Kaupmanna- höfn27. febrúar 1922. bá dvöldustforeldr- ar hans þar um eins árs skeið faðirinn i umf angsmiklum viöskiptaerindum. Sturla er i senn ættstór og mikilhæfur og hefur aldrei búið við erfiðan hag. 1 allar ættir stendur aðhonum þjóðkunnugt fólk fyrir fjölhæfar gáfur, framtakssemi og auðsæld. Faðir hans Friðrik Jónsson, prestlærður stórkaupmaöur, sem tók þó aldrei vigslu, var sonur hjónanna Jóns Péturssonar, háyfirdómara og Sigþrúðar Friðriksdóttur Eggerz hins vitra og trausta breiðfirska klerks sem jafnan er kenndur við Akureyjar og gerði minningu sina ódauðlega i ritverkinu „Or fylgsnum fyrrialdar”,sem ekki var gefið út fyrr en löngu eftirhans dag. MóðirSturlu, Marta Mari'a vareigisiöur mikilla ætta. Hún var systurdóttir próf. Haraldar Nielssonar, dóttir hjónanna Sesselju Nielsdóttur, bónda á Grimsstöðum og konu hans Sig- ríðar Sveinsdóttur, prófasts á Staðastaö Nielssonar og Bjarnþórs Bjarnasonar bónda á Grenjum á Mýrum. Þeir eru al- bræður góðbændurnir Bjarnþór á Grenj- um og Ásgeir i Knarrarnesi faöir Bjarna Asgeirssonar, bónda á Reykjum I Mos- fellssveit, lengi alþingismaður Mýra- manna, ráðherra og siðar sendiherra, og afi Gunnars Bjarnasonar, ráðunauts og rithöfundar. Sturla er þvi i' móðurætt kominn af þvi ágæta fólki sem ég og fleiri jafnan nefna Mýraaðal. Bræðurnir,Sturla og Friörik Jónssynir, voru miklir athafnamenn og störfuðu i félagi að verslun samhliða umsvifamikl- um landbúnaði. Þeir gengu jafnan undir nafninu Sturlubræður og fyrirtæki þeirra voru kennd við þá. Þeir höfðu hlotið i arf jaröeignirí Stafholtstungum i Mýrasýslu og á Kjalarnesi og keyptu auk þess jaröir. Þeirátiu um skeiðauk ættaróðalsins Lax- foss I Stafholtstungum, Brautarholt á Kjalarnesi, Þerney og Þingeyrar, auk fleiri minni jaröa og land iReykjavik. Um skeiö ráku Sturlubræður stórbú að Brautarholti og fluttu mjólkina daglega með mótorskipi til Reykjavikur. A þeim árum var sifdldur mjólkurskortur i Reykjavik og þvi mikil áhersla lögð á ræktun túna I og við bæinn af þvf að veg- leysi og samtakaleysi bænda komu lengi i veg fyrir umtalsverða mjólkurflutninga til bæjarins. Búhneigðir atorkumenn sáu sér þvi leik á boröi áð stunda kúabúskap i Reykjavik. 1 þeirra hópi voru Sturlu- bræöur, sem áratugum saman ráku stór- kúabú i svonefndu Briemsfjósi, þar sem 12 nú er Smáragata og Fjólugata. Þeir öfl- uðu heyja i Vatnsmýrinni og á túnum I grennd Briemsfjóssins, en keyptu Fitja- kotáKjalarnesiog notuöu til sumarbeitar fyrir ungviöi og þurrar kýr. Umsvif þeirra bræðra voru svo mikil að lengi höfðu þeir nær 100 mjólkandi kýr i Briemsfjósi og búvit þeirra, hagsýni og auösæld var svo mikil að þeir högnuðust vel á öllu sem þeir lögðu hug og hönd á, meira að segja sluppu skaðlaust frá fossabraski i félagsskap við stórskáldið Einar Benediktsson. Þaö eru likur fyrir þvi að velgengni Sturlubræðra i búskap hafi verið hvati Thor Jensens til bú- skaparumsvifa hans á Korpúlfsstöðum. Eftir að mjólkurlögin gengu i gildi um miðjan fjórða tug aldarinnar, þótti Sturlubræðrum eins og fleirum, sem setiö höföu þvi nær einir að mjólkurmarkaön- um IReykjavik þrengt aö sér enda farnir að eldast. Styttist þá i búskap þeirra. Friðrik lést 1937 og bróðir hans Sturla hættibúskapistriðsbyrjun og seldiúrvals kúastofninn skólabúinu á Hvanneyri. Sá stofn var góðum kostum búinn og munu margirerfðavisar úr honum lifa á Hvann- eyrarkúnum og hafa borist viða um land með nautum þaðan. Sturla ólst upp með foreldrum sinum og systur I anda búskapar, framtaks, hag- sýni og sparnaöar. Hann vandist venju- legum bústörfum frá þvi að reka kýr úr Briemsfjósi I Vaínsmýrina til heyskapar á sumrum og mjalta á vetrum. Auk þess var hann I sveit á Laxfossi, hjá sr. Pétri frænda sinum á Kálfafellsstaö og á Akri hjá Jóni Pálmasyni alþingismanni. Þetta umhverfi og uppeldi beindi huga hans að landbúnaði og málefnum honum skyld- um. Að ganga menntaveginn var sjálf- sagt. Til þess skorti hvorki efni, gáfur né áhuga. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik 1941, stundaði nám við Háskóla íslands næsta ár i forspjallsvisindum hjá Agústi H- Bjarnasyni og lauk kand. fil. prófi. Ekki geðjaðist honum aö þeim námsgreinum, sem þá voru kenndar við Háskóla tslands. Hugurinn þráði náttúrufræði eða ein- hverja grein liffræöinnar, en meginland Evrópu var lokað. Hélt hann þvi til Bandarikjanna og innritaðist til náms I jurtaerfðafræði við hinn heimskunna Cornell háskóla i borginni íþöku I New York riki. Erég vará ferð i Bandarlkjun- um I erindum Búnaðarfélags tslands og Landbúnaðarráðuneytisins sumarið 1944, heimsótti ég einn af sérfræðingum Búnaðardeildar, Björn Jóhannesson, sem þá vann að doktorsritgerð I jarðvegsfræði við Cornell háskóla. Hann kynnti mig fyrir Sturlu Friðrikssyni og móður hans, er þar var i heimsókn. Það voru okkar fyrstu kynni og þótt mér féll vel við bæði móður og son, átti ég varla von á þvi að kynni okkar yrðu siðar jafnmikil og góð og raun ber vitni um. Sturla lauk meistaraprófi I sinni grein 1946. Að loknu prófi hvarf hann heim og kenndi næstu 5 árin við Kvennaskólann i Reykjavík og vann aö hluta hjá Skógrækt rikisins. Til þess þurfti sterk bein að koma úr þeirri vist litt skemmdur á sálinni I viðhorfi til landbúnaðar. Næstu kynni min af Sturlu voru óvænt seint á árinu 1950. Ég hafði á þvl ári, að ósk læriföður mins, Sir John Hammond, dvalið um 7 mánaða skeið i Cambridge við að vinna úr og rita um niðurstöður mikillar rannsóknar iminni sérgrein sem skólafélagi minn frá Argentinu hafði unn- iö að tiu árum áður, en ekki átt þess kost að ljúka. í fjarveru minni hafði dr. Björn Jóhannesson jarövegsfræöingur, gegnt deildarstjórastarfi hjá Búnaðardeild At- vinnudeildar Háskólans. A meöan höfðu þeiratburðirgerst, að sérfræðingur stofn- unarinnar i jurtakynbótum, dr. Askell Löve, hafði sagt af sér og ráðist prófessor við háskólann i Winnipeg. Svo heppilega vildi til að settum deildarstjóra tókst að fá Sturlu Friðriksson ráðinn sérfræðing i þá stööu sem Askell hvarf frá. Ég undi þess- um málalokum vel og bauð Sturlu vel- kominn til starfa, en varð að tjá honum, að ekki yrði starfiðdans á rósum, a.m.k. fyrsta skeiðið. Hann yrði að sætta sig við óforsvaranlega aðstoðu til rannsókna islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.