Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 16
Jón Tómasson frá Hrútatungu Hin langa þraut er liöin nú loksins hlaustu frihinn og allt er oröiö rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak viö dimma dauöans nótt. Jón Tómasson siöast til heimilis aö Alfaskeiöi 64 i Hafnarfiröi, lést i Landa- kotsspítala 22. janúar síöastliöinn eftir áralanga vanheilsu. Hann var fæddur i Hrútatungu i V- Húnavatnssýslu, 27. desember, áriö 1900, sonur hjónanna Tómasar borsteinssonar og Guörúnar Jónsdóttur er þar bjuggu. Þau hjón eignuðust þrjú börn, ólöfu, sem dvelur á Sjúkraskýlinu á Hvamms- tanga, Þorgeröi, sem er látin, var gift Sæ- mundi Björnssyni bónda i Hrútatungu og Jón, sem hér er kvaddur. Jónólstupp hjá foreldrum sinum viö öll algeng sveitastörf svo sem þá var titt. Hugur hans stóö til náms, en þess var ekki kostur og deildi hann þar hlutskipti með mörgu ungu alþýöufólki i aldarbyrj- un. Engu aö siöur varö Jón vel aö sér eftir þvisem kosturvaraf sjálfsnámi, var góð- ur skrifari, reikningsmaöur ágætur og prýöilega sögu-fróöur. Jón vann á búi foreldra sinna uns hann 8. október 1939 gekk aö eiga Ósk Þóröar- dóttur frá Uppsölum í Seyöisfiröi viö ísa- fjarðardjúp, sem þá var ekkja. Þau hófu þá sjálfstæðan búskap og bjuggu i tvibýli viö Þorgeröi, systur Jóns og Sæmund mann hennar, i Hrútatungu til ársins 1947, er þau brugöu búi og fluttust til Hafnar- fjaröar, þar sem þau áttu heimili siðan. Þau Jón og Ósk eignuöust einn son, Þórö, sem er rafvirkjameistari og búsettur i Hafnarfiröi. Kona hans er Halldóra Þor- varöardóttir frá Söndum i Miöfiröi, og eiga þau tvö börn. Einnig ólst upp hjá þeim dóttir Óskar af fyrra hjónabandi, Anna Dóra Agústsdóttir og reyndist Jón henni ástrikur faöir. Anna Dóra er gift Ingólfi Halldórssyni, yfirkennara viö Fjölbrautarskóla Suöur- nesja og eiga þau þrjú börn. Meöan Jón var bóndi i Hrútatungu gegndi hann margvislegum trúnaöar- störfum fyrir sveit sina og héraö. Hann sat i hreppsnefnd var sýslunefndar- maöur um tima og formaöur sjúkrasam- lagsins f heimasveit sinni, er þaö var stofnaö. öll voru þessi störf og fleiri, sem Jóngegndi utan búskaparins timafrek, en hann haföi af þeim mikla ánægju, enda sérstakur félagshyggjumaöur aö eölis- fari. Hann hafði mikla unun af laxveiöi og var happasæl grenjaskytta. Eins ogáður segir, fluttust þau Ósk og Jón til Hafnarfjaröar áriö 1947 og bjuggu þar æ siöan, siöustu árin aö Alf askeiöi 64. Jón hóf störf viö Bifreiðastöð Sæbergs, siðar Nýju Bilastöðina ogvannþar meðan honum entist heiisa, en hann var sjúkling- ur mörg sföustu árin. Þó aö hann væri fluttur búferlum úr sveitinni sinni var hugurinn oft bundinn fyrir noröan. Hann unni átthögum sínum fölskvalaust. Var sönn ánægja aö heyra hann þótt aldraður væri og farinn aö kröftum, segja frá fólki og staöháttum norður i Hrútafirði. Frásagnargáfa hans varlifandi og myndræn og augun ljómuðu er hann sá í anda æskuslóöir sinar. Þegar ég kynntist þeim hjónum, Ósk og Jóni voru þau farin aö reskjast og heilsa Jóns tekin aö bila. En andlegum kröftum hélt hann vel og gaman var aö starfa meö honum aö sameiginlegum áhugamálum. Hann haföi ákveðnar skoöanir á mönnum og málefnum, var hógvær i tali en fastur fyrir. Vinum sinum sagöi hann kost og löst og reyndist þeim ætið drenglundaöur. Hann var mikill framsóknarmaöur og starfaö mikiö og vel aö félagsmálum Framsóknarmanna i Hafnarfirði, svo lengi sem kraftar leyfðu. Jón var gæfumaöur í einkalifi sinu. Hann átti góö börn, efnileg barnabörn og trausta eiginkonu, sem reyndist honum þá best er mest lá við. t áralöngum og erfiöum veikindum eru þeir dagar telj- andi, sem hann lá á sjúkrahúsi. Hann unni heimilinu sinu og þar vildi hann vera. Þar annaöist Ósk hann nær til hinstu stundar af ástúö og þreki, sem ótrúlegt er hjá svo aldraöri konu. Þaö er ein hinna óskráðu islensku hetjusagna. Að leiðarlokum þakka ég Jóni Tómas- syni fyrir trausta vináttu. Astvinum hans bið ég allrar blessunar. Ragnheiöur Sveinbjörnsdóttir Látið myndir af þeim sem skrifað er um fylgja greinunum 16 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.