Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 5
Fétur Jónatansson bóndi í Neðri-Engidal Hann Pétur i Engidal er ldtinn, við verðum vist að trúa þvi, en þetta gerðist svo snöggt, daginn áöur var hann aö spila íneð eldra fólkinu i góðum félagsskap Ut á Isafirði, á heimleið lenti hann i erfiðleik- um á jeppanum sinum vegna snjókomu, varð þreyttur, fékk lungnabólgu um nótt- ina og var flutttur I Sjúkrahíis fsafjarðar að morgni 14. janúar, þá hress og kátur Hnifsdal er siðar átti eftir að verða leik- völlur og starfssviðEinars ogþeirra syst- kina um langa ævi. Einar sagöi mér svo frá þessum bú- ferlaflutningum: ,,Mér fannst það mikið ævintýri að koma i Hnifsdal úr fásinninu að norðan og fá að ganga þar i barnaskóla i tvo vetur.” En vorið 1909 verða önnur þáttaskil i lffi Einars. Þá fer hann 12 ára gamall alfar- inn úr föðurhúsum og i' fóstur hjá merkis- hjónunum Guðbjörgu Kristjánsdóttur og Guðmundi Sveinssyni kaupmanni, bónda og útgerðarmanni i Hni'fsdal. Fyrst var hann smali og sat yfir ánum á sumrum, þvi þá voru fráfærur ekki aflagðar. Einar sagði mér margt frá þessum smalaárum en þá strax vann hann sér traust fyrir þá samviskusemi og dugnað að láta aldrei vanta af ánum. Seinna lá leið hans i Núpsskóla og þar varð hann fyrir hollum og góðum áhrifum hjá þeim mikla skóla- og kennimanni, sr. Sigtryggi Guðlaugssyni. Þessu næst fer hann i Verslunarskóla Islands og útskrif- ast þaðan árið 1920. Heim kominn i Hnifsdal fer hann fljót- lega aö takast á viö fjölbreyttari við- fangsefni ibyggðarlaginu. En hér er fljótt farið yfir sögu og næst staðnæmst við árið 1946, er Einar verður framkvæmdastjóri við Hraðfrystihúsið i Hnifsdal og þar starfaöi hann i 30 ár. Þar eö ég var aðfluttur i sveitina hófust kynni okkar Einarsekki að marki, fyrr en ég tók sæti i hreppsnefnd Eyrarhrepps þar sem Einar var fyrir. Þá komst ég fljótlega að raun um, hversu Einar var traustur andaður og mikill drengskapar- maður og velviljaður sinu byggðarlagi. Einarvar40ár i hreppsnefndinni og þar af 21 ár oddviti. Þá var hann syslu- nefndarmaður i 24 ár eða þar til Eyrar- hreppur var sameinaöur Isafjarðar- kaupstað árið 1973. Hann átti sæti i sóknarnefnd Hnifsdalssóknar um árabil og góður liösmaður var hann Ungmenna- félaginu Þrótti i Hnifsdal. Má þvi með islendingaþættir að venju,en dóþá snögglega um tólfleytið. Pétur Jónatansson bóndi i Neðri-Engi- dal, var fæddur á Efstabóli i önundarfirði 5. janúar 1894. Foreldrar hans voru hjónin Kristin Kristjánsdóttir ogJónatan Jens- son, bóndi, Efstabóli. Þarna ólst Pétur upp meö foreldrum sinum til 14 ára aldurs, fermdist i Holtskirkju en þá um vorið 1908veröaþáttaskil ilifi þeirra, fjöl- sanni segja að Einar kom viða við byggðarlagi sinu til uppbyggingar og eflingar sem hann unni svo mjög. Ég á margar góðar og skemmtilegar endurminningar um samstarf okkar Ein- ars i hreppsnefndinni. Við vorum ekki^ samflokksmenn en aldrei minnist ég þess' að ég fyndi það i tilsvörum hans eöa hand- taki, þó að eitthvað skærist i odda. Enda tók ég alltaf málstað Einars þegar á hann var deilt af ósanngirni. Einar kvæntist 3. desember 1938, Olöfu Magniísdóttur, mikilli ágætiskonu og mannkostamanneskju frá Hóli i Bolung- arvfk. Hún lést 1968 fyrir aldur fram eftir mjög erfiða sjúkdómslegu. Þau hjón tóku stúlkubarn á fyrsta ári I fóstur og ættleiddu siðan Hansinu Einars- dóttur sem nú er gift á ísafirði Kristjáni Jónassyni framkvæmdastjóra og eiga þau 5 börn. Til þeirra fluiti Einar árið 1973. Þau Einar og ólöf ólu upp Einar Val, elsta son Hansinu og Kristjáns til 12 ára aldurs og einnig tóku þau i fóstur dreng, Agúst Jónsson, nú búsettan i Neskaupsstaö kvæntur Birnu Geirsdóttur og eiga þau 3 börn. Mjög létu þau hjónin sér annt um öll þessi börn og þar sem Einar var vanur að drifa mig heim með sér I mat og kaffi, kynntist ég þvi vel hversu hans ágæta kona bjó honum hlýlegt heimili. Nú þegar ég lit yfir farinn veg verður mérefst f huga þakklæti og virðing fyrir þessum ágæta samferðamanni sem var svo heiðarlegur og traustur i öllu sem honum var trúað fyrir og gekk með áhuga og eldmóði að hverju verki án þess að hugsa um launin að kvöldi. Einar var trúmaður, tilfinningarikur og vinfastur. Með slikum mönnum er gott að eiga samleið. Við hjónin sendum Hansinu og Agústi og fjölskyldum þeirra ásamt öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Hjörtur Sturlaugsson Fagrahvammi skyldan flytur þá noröur að Neöri-Engidal i Skutulsfirði, þar sem Pétur átti óslitið heima til leiksloka. I nóvember 1921 deyr Jónatan faðir hans, eftir þaö býr Pét'ur meö Kristi'nu móður sinni til ársins 1930 að hann fær unga heimasætu úr Arnar- dal, Guðmundu Katarinusdóttur, sem siðar varð dginkona hans og traustur lifs- fórunautur, sem aldrei bognaði þótt oft reyndi mikið á, þvi Pétur var heilsutæpur um fleiri ár, þoldi illa kulda og vosbúð sem oft var i' mjólkurfhitningum til ísa- fjarðar i ófærð og hrlöarveðrum. Þetta breyttist mikið þegar teknir voru upp sameiginlegir mjólkurflutningar á bil. Pétur og Guðmunda hafa umbylt jörð sinni, sléttaö allttúniö, reist steinsteypt i- búðarhús, byggt öll gripahús og hey- geymslu úr steinsteypu, raflýst öll hús fyrir löngu og búið þarna góðu búi. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur: Kristmu, gifta Gunnari Hjartarsyni, Isafirði, eiga þau einn son; Sólveigu, hún var gift Jó- hanni P. Ragnarssyni, bifvélavirkja, Efri Tungu f Skutulsfiröi, eignuðust þau tvö börn en Sólveig andaöist árið 1964 langt fyriraldur fram og var öllum harmdauði. Þriðja dóttirin er Geröa, gift Asvaldi Guðmundssyni bónda i Astúni, Ingjalds- sandi. Þau eigaþrjá syni. Yngster Katrin búsett i Reykjavik og á hún tvær dætur. Ennfremur ólu þau upp dótturdóttur sina, Helgu Siguröardóttur, og reyndust henni alltaf sem bestu foreldrar. Til þeirra hjóna var gott að koma, við- 5 .

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.