Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 9
Endurskoðandi hreppsreikninga og sýslu- sjóðs V-Barðastrandasýslu 1921-43. Póstafgeiðslumaður og simstjóri 1920-42. 1 skattanefnd 1923-42. 1 stjórn BUnaðarfélags Ketildalahrepps 1925-42. Meðal stofnenda Samvinnufélags Ketil- dalahrepps og framkvæmdastjóri þess frá stofnun 1932-43, þá sameinaðist félagið Kaupfélagi Arnfirðinga á Bildudal og var Böðvar kaupfélagsstjóri þess 1943-53. Pormaður skólanefndar á Bfldudal i 4 ár. Fluttist til Reykjavikur 1953 og vann eftir það á Skattstofu Reykjavikur til 1966. Þau Böðvar og Lilja eignuðust 3 börn tvö þeirra komust upp: Þóra f. 9. febr. 1918, átti Asgeir f. 28. febr. 1916, d. 6 mai 1950 húsasmiðameist- ára IReykjavik Guðmundsson, Helgason- ar. Auöi f. 19. ág. 1922, gift Héðni Finnboga- syni lögfræðingi i Reykjavik. Pállf.6. des. 1919,d. 23.ág. 1921. Ennfremur ólu þau upp Svanhildi er fæddist hjá þeim á Bakka sem kallaði þau ulltaf pabba og mömmu. Móðir hennar Sigrún Jónsdóttir kom til þeirra 9 ára gömul er þau bjuggu á Bildudal og fylgdi þeim eftir Ut að Bakka og ólst þar upp hjá þeim. Ennfremur ólu þau upp Sölva Jónasson er komin til þeirra að Bakka 10 ára gam- áll. Þau SigrUn og Sölvi voru hjá þeim allt til þess aö þau hófu bUskap á Neðrabæ i Selárdal árið 1940. Var Svanhildur hjá þeim á Neðrabæ um á ár uns hUn kemur til Böðvars og Lilju aftur og fermist þaðan frá þeim. Hjá þeim var og systir min Guðbjörg Sigurrós i nokkur ár og fermdist frá þeim. Undirritaður kom aö Bakka 1934 16 ára ab aldri og átti þar heimili til 1942. Heimili þeirra var æ siöan sem mitt annað heim- ili, hvort sem var á Bildudal eöa hér i Beykjavik. Okkur uppeldissystkinunum var hann góður heimilisfaðir enda maður mjög barngóður og kom það fram i atlæti þvier hann sýndi i uppeldi Svanhildar,þar sem hann reyndist henni sem besti faðir og hUn minnist þess gjarnan með gleði og þakklæti. Böðvar hafði sérstakt skap til að bera einkum i samskiptum við fólk, sveitunga sina sem sitt frændfólk. Hann var öllu fólki góður er hann um- gekkst mikill drengskaparmaður i öllu sinu viðmóti og hafði mikla mannkosti að hera og komu þeir best fram i þeim hlut- yerkum sem uppalandi og heimilisfaðir, jafnt eigin barna sem annarra. Hann var maður dagfarsprUður, jafn- lyndur og glaðlegur og hrókur alls fagn- aðar á mannfundum. Eftir lát Lilju 1965, bjó Böðvar með Þóru dóttur sinni áfram að Leifsgötu 6. SambUð þeirra var yndisleg og hallaði aldrei þar orði á milli þeirra. Hann var þar áfram hinn elskulegi heimilisfaðir og islendingaþættir reyndist dætrum sinum Þóru og Auði hinn elskulegasti faðir og börnum þeirra reyndist hann sem öldungur frábær afi. Ég þakka Böðvari Pálssyni fyrir upp- eldið, fyrir allt hans hlýlegt viðmót i garð minnar fjölskyldu. Vammi firrður var hann og vitalaus, skapfestu og drenglundaður maður, traustur og vinafastur. Th. ólafsson. + f dag er til moldar borinn Böðvar Páls- son kaupfélagsstjóri frá Bakka. Þegar lit- ið er til baka yfir 60 ára kunningsskap og farsæla samfylgd, er margs að minnast og margt að þakka hjtínunum Lilju Arna- dóttur og Böðvari Pálssyni er hófu bUskap að Bakka 1920 og voru þar i ein 20 ár en fluttu þá i burtu. Milli húsanna Vinaminni og Skipholts en þar áttu nefnd hjtín heima var örstutt leið enda samgangur mikill milli heimil- anna alla tið og sannast að segja fannst manni að Skipholt væri okkar annað heimili svo góður kunningsskapur og náið samband var milli þessara fjölskyldna og bar margt til þessa. Börnin fundu fljótt hina sönnu góðvild og hlýhug þessara hjóna. Það var mikils virði og lærdómsrikt að kynnast þessu heimili og manni sem Böövar Pálsson var og eiga með honum margra ára samfylgd og vináttu þessara hjóna meöan þeirra naut við á Bakka og einnig eftir að þau fluttu þaðan. Fjögur þurrabúðaheimiU voru i landi Bakka i tið Böðvars og Lilju. Eins og að likum lætur, þurfti þaö fólk margt til Böðvars að sækja og hans heimilis. En i þeim viöskiptum var Böðvar hinn óeigin- gjarni maður og ráðgjafi og hjálparhella þessa fólks. Og Böðvar.þessi dagfarsprUði og háttvisi maöur sagöi allt vera sjálf- sagt, ef hann annars gæti greitt götu manna. Vist er að oft var ekki hægt um greiðslu fyrir veitta aðstoð og hjálp en Böövar var einn af þeim mönnum sem ekki hugsaöi um slika hlutief meöþurfti og til hans var leitað meö fyTÍrgreiðslu margvislega. Það vissu þeir best, sem samleið áttu með honum. Böðvar hafði oft i mörgu að snUast,auk bóndastarfsins hafði hann á hendi ýmis ábyrgöarstörf fyrir sitt sveitarfélag. Hann var lengi oddviti hreppsins og kaup- félagsstjóri eftir aö Samvinnufélag Ketil- dala var stofnað. Böðvar var vel menntaöur maður. Hann hafði mikla reynslu og þekkingu á verslunarmálum. Hann var samvinnu- þýður maður og sanngjai'n.átti ofur hægt með aö samlaga misjafnar skoöanir manna á ýmsum málum. NU er þessi ágæti vinur og félagi fluttur yfir móðuna miklu,yfir þau landamæri verðum við öll aö fara. Undir þá ferð veit égaðBöðvarvar vel búinn og sennilegt er aö hann hafi verið farinn að þrá hvildina, maður á tiræðisaldri. Lilju konu sina missti hann fyrir mörgum árum og var það honum þung raun. NU að leiðarlokum skal þeim hjónum færðar innilegustu þakkir frá fjölskyld- unni i Vinaminni fyrir allt og allt. Við munum ætið minnast þeirra með hlýhug og virðingu. Blessuð sé minning þeirra. Systrunum Þóru og Auði og skylduliði þeirra, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Lá rus, E lin og börnin frá Vinaminni t Þegar min kæra frænka Þóra Böövars- dóttir hringdi til min og tilkynnti mér lát föður sins held ég að ég hafi sagt: ,,ÞU gast sagt mér verri fréttir.” Lif okkar er háð þvi lögmáli að öll erum við i heiminn komin til þess að deyja þó missnemma sé. Þegar ég hugsa um lifs- feril mins kæra frænda, langar mig til þess að minnast hans, hann er siðastur af fóðursystkinum minum sem nú kveður þennan heim. Guð blessi minningu þeirra allra. t huga minn kemur eftirfarandi uppáhaldssátmur ömmu minnar, móður Böðvars, þegar hún heyröi látgóös vinar: Guð allur heimur, eins og i lágu og háu er opin bók sem fræðir mig um þig. Hvert eitt blað á blómi jarðar smáu, erblaösem margterskrifað áum þig. Ef ég á að draga saman i fáum oröum lifsskoðun Böðvars og stefnu, þá byggist hún fyrst og fremst á trú, trú á guð og trU ámanninnog hæfileika hans og vilja til að verasifelltbatnandi. Hann hafði einlægan vilja og áhuga að taka sem lengst þátt I þvf umbótastarfi. — Minningin vakir i brjósti okkar sem hann þekktum. Hvar sem hans leiðir lágu vakti framkoma hans og gjörfuleiki athygli. Hann var framUrskarandi ástrikur eiginmaður, faöir, afi og siðast en ekki sist skemmti- legur frændi og ógleymanlegur vinur og félagi. Allt þetta gefur okkur mátt og trU á kærleika guðs og handleiöslu um horfin vin sem kveður nU. Böðvar Pálsson var fæddur á Prest- bakka I HrUtafirði, Strandasýslu, 12. febr. 1889. Foreldrar hans voru séra Páll ólafs- son prófastur.siðast i Vatnsfiröi i Norður- Isafjarðarsýslu og kona hans, frú Arndis Pétursdóttir Eggerz. Aldamótaáriö flytja foreldrar hans frá Prestbakka að Vatns- firði við Isafjarðardjúp er faðir hans fékk veitingu fyrir þvi prestakalli og þjónaði þvi til dauöadags, árið 1928. Heimili for- 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.