Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 14
ÁRNAÐ HEILLA Bernódus Finnbogason bóndi í Þjódólfstungu, sextugur Sigrún kona hans hafa ferðast nokkuð á vegum þessa félagsskapar og meö því fengiö einstakt tækifæri til aö kynnast náttúru, bæði jurta- og dýrali'fi og fegurð hinna ólíkustu landa i' friðlöndum, þar sem þessi samtök styrkja rannsóknir eins og t.d. á Galapagoseyjum i ýmsum rikj- um i Afriku og i Bhutan i Himalayafjöll- um. Árið 1978 flugu þau hjón til Suður- skautslandsins með Bemhard prinsi i einkaþotu hans. Sturla var kjörinn félagi i Visindafélagi Islendinga 1960 og var forseti þess félags árin 1965-’67 og er einnig formaður Ásu- sjóðssem stofnaöur var á vegum Visinda- félagsins 1968en sjóður þessi veitir árlega einum islenskum vísindamanni heiðurs- laun. Hin margþættu visindastörf sem Sturla hefur unnið að siðustu 20 árin utan við aðaiverksvið hans hjá Rannsóknarstofn- un landbúnaöarins, hafa að sjálfsögðu þráttfyrir iðjusemi og ástundun hans tek- ið tima frá aðalstarfinu og er þó hlutur hans I þvf mikill og góður. Ritstörf hans auk alls þess sem að framan getur, eru ótrúlega mikil og merk. Auk grasræktar- starfa hans, sem enn eru i fullum gangi eru hérlendar vistfræðirannsóknir hans að minum dómi mikilvægastar. Hann hef- ur rannsakað áhrif ræktunar á vistkerfið. Sérstaklega hefur hann rannsakað áhrif áburðargjafar og grassáningar á sanda og fundiö hve dýralifið verður fjöl- skrúöugra með ræktun landsins. Þá er hann aö kanna áhrif framræslu og upp- þurrkunar mýra á lifriki þeirra. Hafa birst merkar áfangaskýrslur um það efni. Kynni min af Sturlu Friðrikssyni hafa i senn verið mér ánægjuleg og mikils virði. Hann er sérstæöur og ógieymanlegur per- sónuleiki, myndarlegur og fumlaus i framgöngu dulur innhverfur og óáleitinn, fjölgáfaöur, fróður og hugmyndarikur seintekinn ikynningu en manna skemmti- legastur er komið er innfyrir yfirboröið enda i" senn hagorður vel og fyndinn. Sturla erenginn félagshyggjumaður og er ivið tortrygginn, enda hefur hann átt þvi að venjast að samferöamenn veltu frem- ur steinum igötuhans en úr. Er mér sllkt ráðgáta, þvi aldrei veit ég til þess, að hann hafi að fyrra bragði gert á hlut nokk- urs manns. Sturla er traustur og fastheldinn. Hann telur skyldu sina að gæta þess vel, sem honum er trúað fyrir, er því sparsamur og fastur á fé, en gerir það myndarlega sem hann leggur fjármuni i. Hann hlaut eignir i arf og hefur aldrei litið á þær sem eyöslufé, heldur skulihann varöveita þær og skila þeim auknum til eftirkomenda. Samt hefur visindahneigð Sturlu oröið auðhyggjunni yfirsterkari. Hann hefur hvorki lagt I brask eða atvinnurekstur til auðsöflunar, en hefur aðeins gætt að slnu. Sturlu þykir vænt um sin veraldlegu verö- mæti og ann landeignum slnum svo, að þær eru ekki falar við fé. Væri betur að 14 Þegar ég nú renni huganum vestur á firði sem mér er bæði 1 júft og skylt minn- ist ég þess að vinur minn og stéttarbróðir Bernódus Finnbogason bóndi I Þjóðólfs- tungu Bolungarvik er nú 60 ára. Hann er fæddur I Bolungarvík 21. febrú- ar 1922. Foreldrar hans voru hjónin Sessi- lia Sturludóttir og Finnbogi Bernódusson sjómaður, verkstjóri og fræðimaöur dá- inn háaldraður 1980. Þarna i námunda við brimbrjótinn I Bolungarvik ólst Bernódus upp í stórum systrahóp8 að tölu en hann var eini sonur- innsem lifði. Þá voru engin dagheimili né sálfræðingar, bömin fundu sér allstaðar verkefni og þroskuðust á eðlilegan hátt I dagsins önn eftir þvi sem aldur og atorka fleiri landeigendur sýndu landinu slíka virðingu og tryggð. Sturla er hamingjusamur í einkalífi kvæntur Sigrúnu Laxdal, Eggertsdóttur listmálara glæsilegri og fjölhæfri konu sem er honum samhent. Þau eiga eina dóttur, Sigrúnu Asu, giftg Þór Gunnars- syni. Þau eru bæði liffræðingar, nú við framhaldsnám i' Durhamháskóla i Eng- landi. Þau eiga eina dóttur Emblu. Þau Sigrún og Sturla búa við Skerja- fjörð I glæsilegu húsi sem þau byggðu. Heimilið er sérstætt og ber vott smekks þeirra beggja i senn prýtt nútima lista- verkum og fornum munum. Þau eiga sumarbústað á bakka Norðurár i landi Laxfoss f Stafholtstungum. A sama stað byggðu foreldrar Sturlu sum arbústaö 1907 svo vandaðan og vel gerðan að Sturla kaus heldur að byggja nýja bústaðinn utanum þann gamla og varðveita hann þannig, heldur en rifa hann. Minningar frá gamla bústaðnum voru honum svo kærar. Slika tryggð er vert að virða. Um leið og ég árna Sturlu Friðrikssyni og fjölskyldu hans allra heilla á þessum tlmamótum, þakka ég honum og þeim hjónum báöum vináttu og ótaldar ánægjustundir frá liönum árum og störf hansl þágu landbúnaðarins og þjóöarinn- ar. Halldór Páisson leyfði.Langt fyrir innan fermingu var Bernódus farinn að standa í krónum og beita. Þannig vandist hann sjómennskunni eins og flestir drengir gerðu i sjávarpláss- um. Siðar var ytt úr vör og sjómennska stunduð á mörgum skipum um fleiri ár frá Akranesi og viðar. En 1952 verða þáttaskil illfi þeirra hjóna. Þau flytja af mölinni I Bolungarvik og kaupa jörðina Þjóðólfstungu sem er skammt frá Vik- inni. Jörðin var illa hýst, túnið óhrjálegt á grjóthólum með mýrarsundum á milli- Þama var mikið verkefni fyrir ungu hjóninenda varfljótlega tekið tilhöndum, að sinna ræktunar- og byggingarmálum- Næstu árin reyndi mikið á dugnað og þrek hans ágætu konu Elísabetar Sigur- jónsdóttur frá Granda i Dýrafirði sem lik- lega var kveikjan að þessari ágætu bú- skaparsögu. Þar sannast sem oftar um okkur að við erum ein nema hálfir ef kon- an er ekki með i leiknum. Matthias Jochumson stórskáldið okkar orðaði það svo I samsæti sem Hannes Hafstein hélt honum ásamt fleirum ,,að konan væri pipar á lifsins plokkfiski”. Mörg fyrstu árin vann Bemódus utan Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.