Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Qupperneq 6
Aðalbjörg Ögmundsdóttir
Fædd 1. október 1904
Dáin 1. janúar 1983
Aðalbjörg Ögmundsdóttir andaðist að morgni
laugardagsins l.janúar á Elli og hjúkrunarheimil-
inu Grund í Reykjavík. Jarðarför hennarfórfram
frá Þingmúlakirkju miðvikudaginn lljanúar. Þar
var hún lögð til hinstu hvíldar við hlið foreldra
sinna.
Kristrún Aðalbjörg Ögmundsdóttir eins og hún
hét fullu nafni var fædd á Skjögrastöðum í
Vallahreppi 1. október 1904. Foreldrar hennar
voru þau heiðurshjón, Sigurborg Þorláksdóttir
frá Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþinghá og Ög-
mundur Ketilsson frá Skjögrastöðum. Börn
þeirra hjóna voru fjögur: Bergljót, Aðalbjörg sem
hér er minnst, Hóseas bóndi í Eyrarteigi, og
Þorlákursem lést ungur. Er nú Hóseas einn á lífi.
Þau Ögmundur og Sigurborg flytja frá Skjögra-
stöðum í Eyrarteig með börn sín vorið 1912 og
búa þar sérlega snyrtilegu búi til ársins 1942.
Umgengni í Eyrarteigi var umtöluð, allt hreint og
fínt utan bæjar sem innan. Þarna ólst Aðalbjörg
upp hjá foreldrum og systkinum, og vandist öllum
■heimilisstörfum bæði úti sem inni. Skólaganga var
ekki önnur en barnafræðsla fyrir fermingu.
Aðalbjörg var félagslynd og tók virkan þátt í
ungmennafélagi sveitarinnar og einnig í kven-
félagi. Hún var að eðlisfari hlédræg, en var glöð
og innileg í vinahóp, hún var vinur vina sinna.
Hún kom oft að Flögu og dvaldi stundum nokkra
daga var þá margt spjallað bæði í gamni og
alvöru.
Heilsulcysi fór að þjaka hana á unga aldri, varð
hún að dvelja á sjúkrahúsi á Seyðisfirði vegna
bcrkla, en náði að yfirstíga þann voða sjúkdóm.
Eftir það dvaldi hún heima í Eyrarteigi við allgóða
heilsu.
En svo er það sumarið 1950 að hún veikist
hastarlega og verður að fara á sjúkrahús í
Reykjavík, og eftir þau veikindi er hún svo illa
farin að hún vistast á Elli og húkrunarhcintilinu
Grund í Reykjavík. Þar undi hún sér vel og
eignaðist marga góða vini. Eftir að hún kont að
Grund, kom hún heint að Eyrateigi tvisvar að
sumarlagi og dvaldi smátíma. Kom hún þá til
okkar að Flögu og var nokkra daga. Henni fanst
kraftar alveg þrotnir, og best væri að dvelja á
Grund, þar væri öllum svo vel hjúkrað.
Alltof lítið samband höfðum við hjónin við
okkar tryggu vinkonu, þó sendum við henni við
og við nokkrar línur og alltaf jólakort, og það
gerði hún líka. Enn í vetur brá svo við að við
fengunt ekki kort frá henni. Ekki leiddum við
samt hugann að því að kornið væri að leiðarlokunt
hennar hér á jarðríki.
Við hjónin þökkum þér margar ánægjulegar
samverustundir í gegnum árin og biðjum þér
■ blessunar Guðs.
Hóseasi og öðrum vandamönnum sendum við
kærar kveðjur.
Stefán Bjarnason
Flögu.
Ingimundur Jón
Guðmundsson
frá Birgisvík,
Árni Helgason
bónda getið frá liðinni tíð. Hafi hann hjartans
þökk fyrir samfylgdina og góð kynni.
Þetta var kærkomin lausn úr því sem komið var.
Það er sælt að mega sofna svona þjáningalaust
svefninum langa, sáttur og sæll við allt og alla.
Við Jónínu vinkonu mína vil ég segja það, að
ég ber hlýjan hug til hennar og þá móðursystur
hennar, sem var sem mín amma, því hún ól móður
mína upp, sem sitt barn. Þakkir mínar á hún kærar
í brjósti geymdar.
Það er vegsauki og vinningur að eiga samleið
með slíku fóki traustu og trygglyndu. Megi
guðsfriður umvefja ykkur allar stundir.
Aðstandendum öllum sendum við hjónin
hugheilar samúðarkveðjur.
Valgarður L. Jónsson.
Frá Eystra-Miðfelli
Fæddur 13. Október 1895
Dáin 23. janúar 1983
Það er söknuður í huga okkar. er viö kveðjum
ástkætan langafa, hinsta sinni. Við vissum að
hann gæti ekki verið hjá okkur öllu lengur - þar
sem hann var búinn að vera svo mikið veikur að
Guð hlaut að taka hann til sín. Þó eigum við bágt
með að trúa að við getum ekki oftar heimsótt
hann að Hrafnistu, en þangað getum við heimsótt
langömmu og reynt að hlú að henni.
Elsku langafi, til þín var alltaf svo gott að koma,
þú áttir þann yl og birtu er vermdi okkur. Við
gleymum ekki hlýju brosi þínu og mjúku stóru
höndunum þínum, er þú straukst okkur um vanga.
Samt erum við glöð yfir að vita að þú ert nú
laus við allar kvalirnar og kominn til Guðs - þar
sem þú tekur á móti okkur er lífshlaupi okkar
lýkur. Við höfum svo mikið að þakka þér og
söknum þín svo mikið. Við vitum að langamma
saknar þín enn meira og viljum reyna að bæta
henm upp missi sinn, meö að halda áfram að
heimsækja hana og vera henni eins góð og við
getum.
Við viljum þakka öllum er veittu langafa hjálp
og hjúkrun, í veikindum hanns. Öllu starfsfólki
að Hrafnistu í Reykjavík, þökkum við sérstak-
lega. Góði Guð, þakka þér fyrir að hafa gefið
okkur langafa og allar þær góðu minningar cr við
höfum um hann.
Við biðjum þig að taka hann í náðarfaðm þinn.
Blessuð sé minning um góðan dreng.
Einar Þór, Valborg, Svanfriður og Hulda María
6
Islendingaþættir