Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Qupperneq 9
Valdimar Jónsson
veggfóðrarameistari
Fæddur 13. maí 1921
Dáinn 5. janúar 1983
Foreldrar Valdimars bjuggu að Fossi í Hrúta-
firði og hétu Sigríður Björnsdóttir og Jón
Marteinsson. Þau hjónin líkt og flestir af þeirra
kynslóð börðust við óblíð kjör sinnar samtíðar,
við kreppu, sjúkdóma og óvæginn aldaranda.
Með afburða dugnaði og þrautseigju stóðu þau
samt meðan stætt var. Þeim varð 11 barna auðið
3 dóu í æsku, sonurinn Pétur lést í blóma lífsins
árið 1953 og nú hefur Valdimar kvatt okkur.
Valdimar var áttunda barn foreldra sinna og
hin óblíðu kjor sem ég hef getið um urðu til þess
að hann var látinn í fóstur að Hrútatungu í sömu
sveit til þeirra Guðrúnar Jónsdóttur og Tómasar
Þorsteinssonar sem þar bjuggu ásamt börnum
sínum. Hann var mikið yngri en börn hjónanna
og má með sanni segja að hann hafi orðið
eftirlætið á bænum. Af þessu gamla Hrútatungu-
fólki lifir aðeins ein, Ólöf Tómasdóttir, sem
háöldruð dvelur á elliheimilinu á Hvammstanga.
Umhyggja hennar og tryggð við Valdimar hélst á
meðan nokkrir kraftar leifðu.
Þrátt fyrir það góða atlæti sem Valdimar hafði
í fóstrinu var langt frá því að böndin slitnuðu við
foreldrahúsin enda stutt bæjarleið fyrir léttstíga
fætur til fundar við föður, móður og systkini. Þar
af leiðandi átti hann með þeim sameiginlegar
minningar sem oft voru rifjaðar upp á góðum
stundum, minningar um snjóhús og silungsveiðar,
minningar um æsku og sólskin.
Árin liðu. Árið 1942 hélt Valdimar til Reykja-
víkur líkt og svo margir ungir menn, þar sem
sveitir lands voru flestar I sárum vegna sauðfjár-
sjúkdóma og því ekki margra kosta völ. Um þetta
Márus Guðmundsson
neinum neitt, gat séð fyrir sér og sínum á
sómasamlegan hátt, og er það ekki einmitt það
ntesta lán sem hverjum og einum hlotnast.
- Það kann að vera hjáleit huggun syrgjendum
að hafa yfir þær ljóðlínur úr sálminum alkunna,
sem er upphaf þessa greinastúfs, - og þó -
„Gleðinnar hátíð vér höldum í dag, Hér þótt sé
dapurlegt víða“ - Höggið, sem sláttumaðurinn
mikli slær er vissulega þungt fyrst í stað og
sárindin mikil, mest hjá þeim nánustu, eftirlifandi
eiginkonu og börnum.
Græðandi verður þó ætíð að hugsa til þess, að
góður maður er kvaddur, maður, sem ekki mátti
vamm sitt vita í neinu, maður, sem gerði meiri
kröfur til sjálfs sín en annarra. Slíks manns er gott
að minnast.
Og vita má Hjörtína það, að hún mun ætíð
verða umvafin ástúð, hlýju og virðingu sinna
nanustu meðan hún bíður endurfundanna.
Bjarni Gíslason.
‘Jlendingaþætiir
leyti var svo komið að foreldrar hans og systkini
höfðu fluttst til borgarinnar í leit að bctri
tækifærum. Þá var það að fjölskyldan sameinaðist
aftur hér sunnan heiðar og myndaði heimili fyrst
að Hverfisgötu 88. Þarna var oft margt um
manninn. Fólkið vinsælt og vinmargt, þar að auki
búsett I þjóðbraut. Glatt var á hjalla sem vonlegt
var, lífið svo aö segja allt framundan, hægara að
hlynna að heilsulítilli móður og atvinnumöguleik-
ar dágóðir. Fyrst stundaði Valdimar almenna
vinnu eftir því scm til féll, cn hóf síðan nám hjá
Hallgrími Finnssyni veggfóðrarameistara og þá
iðn stundaði hann til æviloka. Hann var vandvirk-
ur iðnaðarmaður. langhentur og útsjónarsamur -
bar virðingu fyrir verkum sínum.
Valdimar giftist Ebbu Þorgeirsdóttur, dugmik-
Gunnsteinn Gíslason
Framhald af bls. 16.
vakti almenna athygli. Kom þar margt til. En ég
hefi sagt það áður og endurtek það hér, að sú
hjálp og fyrirgreiðsla sem Gunnsteinn veitti okkur
þá átti ekki minnstan þátt í hvað vel tókst til.
Hann tók á sig og kaupfélagið alla fyrirgreiðslu
um efniskaup og launagreiðslur vegna manna-
ráðningar. Það var svo vel leyst af hendi að aldrei
varð töf að eða vandræði með greiðslur. Það var
stórra þakka vert.
Á afmælisdaginn var fjölmennt heima hjá
Gunnsteini. Þar var gestum hans búin vegleg
veisla. húsráðendum til sóma. Þar voru honum
illi konu ættaðri vestan af Breiðafirði og var
heimili þeirra alltaf í Reykjavík. Þau eignuöust 9
börn sem eru þessi: Marteinn sveitastjóri í
Búðardal, giftur Maríu Eyþórsdóttur húsmóður,
þau eiga 3 dætur. Hugrún tannsr.iiður Kvíarhóli
Ölvusi, gift Gunnari Baldurssyni kennara, þau
eiga 3 dætur. Sigríður iðjuþjálfari Osló, gift Róar
Wik skipamiðlara, þau ciga 2 drcngi, Þorgeir
veggfóðrari Reykjavík giftur Sigurbjörgu Norð-
fjörð húsmóður, þau eiga 2 dætur. Björgvin
veggfóðrari Reykjavíks, giftur Elínu Ásgríms-
dóttur fóstru, þau eiga einn son. Anna hjúkrunar-
kona Ólafsvík gift Guðmundi Svavarssyni sjó-
manni, þau eiga einn son. Jón vélstjóri Suðureyri
við Súgandafjörð giftur Ragnheiði Guðmunds-
dóttur bankastarfsmanni. Yngstu börnin Hafdís
og Börkur eru ennþá við nám. Þctta er stór og
fallegur hópur sem liefur tileinkað sér kosti
foreldra sinna. kjark og dugnað, blíðlyndi og
þægilegt viðmót.
Eftir að þau Ebba slitu samvistum bjó Valdimar
fyrst cinn en hóf síðan sambýli rheð Önnu Laxdal
að Hólmgarði 3 hér í borg. Anna hafði misst mann
sinn og komið upp börnum sínum. Þetta er vcl
gerð og greind kona scm nú á við þung veikindi
að stríða. Innan veggja sjúkrahúss fékk hún þessi
sviplegu tíðindi, tíðindi sem allir eiga von á en
cnginn er viðbúinn að fá. Ég vil scnda Önnu
innilegar samúðarkveðjur og ósk um góðan bata.
Ég las eitt sinn greinarkorn eftir Halldór Laxness
þar sem hann lét þá skoðun í Ijós að eftirmæli
væri frekar bautasteinn þess sem skrifar en þess
sem skrifað er um. Það væri afstaða þess sem
skrifar er kæmi skírast í Ijós. - Þá það - Ekki
minnkar minn vegur þó afstaða mín til Valdimars
mágs rníns komi í Ijós. Ég man mest og best þetta
þægilega viðmót. Ég man glæsilega klæddan mann
á hátíðastundum, skcmmtilegan ferðafélaga og
ákafan veiðimann. Ég man umhyggjusaman
tengdabróður. Ég scndi börnum Valdimars,
tengdabörnum, barnabörnumog sysikinunt mínar
bestu samúðarkveðjur.
llanna Haraldsdóttir.
færðar þakkir sveitunganna fyrir mikið og heilla-
drjúgt starf fyrir sameiginlega hagsmuni byggðar-
lagsins, sem hvílt hefur á herðum hans á þriðja
áratug, og árnaðaróskir.
Um leið og ég þakka Gunnsteini vini mínum
fyrir persónulega vináttu og samstarf á liðnum
árum óska ég honum og fjölskyldu hans allra
heilla og blessunar. Ég lifi í þeirri von að honum
auðnist að bæta enn drjúgum við það starf, sem
hann hefur varið bestu árum ævinnar til
framgangs.
Lifðu heill í gæfu og gengi utn ókomin ár, góði
vinur og frændi.
Guðmundur P. valgeirsson.
9