Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Side 13
Hellismannaþáttur —
og óðal þeirra
En hana langaði að verða móðir og lét það eftir
sér. Um það bil hálffertug eignaðist hún efnilegan
dreng. Hann var nefndur Baldur Sveinsson f. 13.
september 1932. Og Valdís naut í nokkur missiri
mikillar móðurgleði.
■ Valdís Gísladóttir.
Mér er í minni vetrarnótt ein snemma nýárs
1936. Um háttumál kom Gísli í Helli ríðandi á
fund minn út að Brekkum og bað mig að aka
austur að Hvoli eftir Helga lækni Jónassyni.
Urengur Valdísarsystur Gísla hafði veikst hastar-
lega. Þegar ég kom að Stórólfshvoli var Helgi
læknir genginn til náða, en var eigi að síður
viðbragðsfljótur að vanda. Við komum um
lágnætti út að Helli og stóðum við drjúga stund.
Þarna mátti læknir lítið , barnið var með
heilabólgu, sem dró það til dauða eigi löngu síðar,
23/1 1936. Penísilín- og sulfatöflur voru ekki
komnar til sögu þá. Þetta kostaði okkur nafna
hálfa vökunótt. Helgi læknir var slíku vanur, en
mér var það skemmtileg tilbreyting.
Örlög manna eru einatt ógnar miskunnarlaus.
Guðrún í Króki fékk að halda fjórtán börnum
sínum, en varð að hverfa - fyrr en hún vildi - frá
þeim flestum ungum. Systir hennar varð, að sjá
af sínu einkabarni - og harma það meira en
helming langrar æfi. Kunnugir sögðu, að sá
harmur væri sár og þungur. Valdís í Helli létti
hann - held ég - með því að sýna skepnum sínum
ástúðlega nærgætni og vinsemd. Ég hitti hana ekki
°ft, en alltaf Ijúfa og prúða.
Y.
Gísli Gíslasoii bóndi í Árbæjarhelli.
Fæddur 3/9 1899. - Dó 3/5 1974. Hann varð
átján ára gamall ráðsmaður eða verkstjóri á búi
móður sinnar - og hafði það starf á hendi í 20 ár.
Eftir það var hann 36 ár talinn fyrir félagsbúi
þeirra systkina í Helli. Allmörg síðustu æfiárin
var hann vanheill og lítt eða ekki fær til
erfiðisverka. Hann andaðist 74 ára, ókvæntur og
'slendingaþættir
barnlaus. Þannig hljóðar. í stuttu máli æfisaga
Gísla. Og líklega sýnist mörgum manni þar litlu
við að bæta. Á langri æfi fór li'tið fyrir honum.
Hann var fámáll, fáskiftinn - og stóð aldrei í stríði
við nokkurn mann. Enda markaði hann engin
spor, sem entust lengur en hann. Líklega var hann
nokkuð líkur Valtý afa sínum, sem sagt var að
iðkaði fornar dyggðir í hugsun og heimilisháttum
- og mótaði búskaparhætti í Helli langt fram á
nýja öld.
Kannski blundaði í brjósti Gísla framfaravon
og umbótaþrá, sem aldrei fékk notið sín. Móðir
hans mun hafa meðan hún lifði, ráðið mestu
heima þar í Helli. Þegar hún féll frá sýnast þau
systkin hafa skort samhug til allra stórfram-
kvæmda á jörðinni. Túnið var að vísu sléttað og
stækkað svo að það nægði búi þeirra. En gamli
bærinn var látinn standa og lítið endurbættur. Því
ollu líklega fornar dyggðir, runnar Hellisfólki í
merg og bein: Hófsemd og nægjusemi. Heilis-
systkin bjuggu nógu stórt. Höfðu nóg að bíta og
brenna, án þess að níða sjálf sig né bújörð sína.
En það er betra eftirmæli, en nú er hægt að segja
um margan bónda.
■ Gísli Gíslason.
Ef til vill var Gísli í Helli lengi æfi andlega
vansæll maður. Ég man ekki eftir að ég sæi hann
brosa. Ungan henti hann sú raun, að standa góðan
granna sinn, að grófu lagabroti. Hann hikaði heilt
ár við að kæra manninn. Og harmaði svo til
æfiloka, þegar aðrir knúðu hann til þess.
Það var mælt, að Gísli hefði eitt sinn bundið
ást við myndarstúlku, en misst hana síðan
einhvernveginn aftur úr fangi sér. Ef til vill var
hann af því lostinn æfilöngum harmi, sem hann
bar í hljóði upp frá því. Vammlaus maður virtist
fara þar sem Gísli gekk.
VI.
Hvort skal kjósa Helli heldur: Sígrænan skóg
eða síníddar meranögur?
Árbæjarhellir var önnur af tveimur fornum
hjáleigum höfuðbólsins Árbæjar í Holtum. En er
fyrir Iöngu orðin sérstök jörð.
Árbær var 20 hundruð að fornu mati. Sú jörð
má nú muna fífil sinn fegri. Sex ættliðir stórrar
ættar bjuggu þar svo að segja samfcllt, um það
bil 200 ár - og því næst tengdafólk sjötta ættliðar
rúmlega hálfa öld - framyfir 1890. Þá var jörðin
seld Páli Briem sýslumanni, sem bráðlega hvarf á
brott. Síðan hefur hún fjórum sinnum gengið
kaupum og sölum. Var þó lengstum setin
þokkalega. En nú hefur heiðri hallað hroðalega.
Vansæmd þess gamla ættaróðals er orðin slík, að
þar stendur eigi lengur steinn yfir steini. Þar hafa
öll hús önnur en kirkjan verið jöfnuð við jörð.
Reykvískir merardellugreifar hafa gert höfuð-
bólið að trypparíki.
Árbæjarhjáleiga, 12,5 hundruð, önnur bújörð
Árbæjarhverfis, var nokkur ár í eign lyfsala, sem
eyddi nokkru af stórgróða sínum, til þess að ala
þar upp ær og stóðhross, rækta tún og reisa
fénaðarhús.
Þegar hann sá dauðann við dyrnar, gaf hann
biskupi jarðeign sína sér til sálubótar. - En biskup
seldi hana jafnskjótt reykvískum merargreifum.
Og þeir stofnuðu þar hið snarasta: Sjálfstætt
trypparíki!
Hellir er minnst og lægst metin bújörð
Árbæjarhverfis - 7,5 hundruð að fornu mati. En
jafnframt er hann fallegastur frá ræktunarsjónar-
miði. Víðlendur grasmói skammt frá bænum - og
inn með ánni hálfdeig mýri, sem hallar móti suðri.
Vafalítið ágætt land til nytjaskógræktar á næstu
öld. En þá verður skógrækt eflaust orðin
atvinnuvegur hér á landi - og samhliða henni
kornrækt í skjóli trjánna. Og hvorutveggja
lífsnauðsyn íslendinga í heimi ört minnkandi
skóga, hálfum af hungruðu fólki.
Hellissystkin Guðbjörg og Guðmundur gerast
nú nokkuð gömul og elli móð. Þó verður eigi
verkefni mitt, að mæla eftir þau. - Og óvíst er
hvort aðrir gera það. Þau hafa lifað svo langa æfi,
hávaðalaus og sátt við guð og menn.
Marga grunar, að merargreifar hiakki til, að
hremma óðal þeirra. Vera kann að þau sætti sig
við það: En ekki gerði ég það í þeirra sporum.
Ég óska þess af heilum huga, að þeim auðnist að
ráðstafa svo eftirlátnum eigum sínum, að þær
verði upphaf og undirstaða vöxtulegs sígræns
skógar á Hellislandi.
Nytjaskógrækt er Islendingum þjóðarnauðsyn,
sem ekki þolir bið. En það þarf til þess þrjár
kynslóðir, að ala upp nytjaskóg!
Ef sú elsta leggur fram land og nokkurt fé til
plöntukaupa, gerir hún mæta vel og verður lofuð
um langa framtíð. Og það skyldu allir gamlir gera,
sem eiga jarðir og aðrar eignir, en enga niðja til
að erfa þær. Sá hefur eigi til lítils lifað, sem leggur
skógarteig í þjóðarbúið. Og eins þótt aðrir planti
trjánum, ef hann hefur sjálfur lagt fram landið
undir skóginn.
(Ritað sumarið 1982)
Helgi Hannesson.
13