Heimilistíminn - 14.11.1974, Side 6

Heimilistíminn - 14.11.1974, Side 6
Lambið fór líka í sumarleyfí Það siðastnefnda stafar liklega af þvi, að hann hafði lifandi áhuga á öllum, sem hann hitti. Stundum var áhuginn jafnvel svo mikill, að fólk fór hjá áer. Þegar Georg konungur IV. lyfti glasi til heiðurs honum, greip Scott glasið á eftir og lædd- ist með það burtu, vafið innan I jakkann sinn. Þá hitti hann annan rithöfund fyrir utan og hafði svo mikinn áhuga á honum, að hann settist niður til að spjalla við hann, án þess að gæta að sér. Hann spratt upp aftur með hljóðum, þvi hann hafði sezt á glas konungs og brotið það. Vinátta var Scott mikils virði og það átti eftir að koma honum illa. Lengi hafði hann átt hluta i prentverki einu, sem gamall skólabróðir hans, James Ballan- tyne, rak. En fyrirtækið gekk illa og loks lýsti Ballantyne sig gjaldþrota. Scott hefði getað gert slikt hið sama, eins og venja var i slikum tilfellum, en maður I hans stöðu gat ekki viðurkennt, að hann gæti ekki greitt skuldir fyrirtækisins og þvi tók hann á sig skuldabyrðina, sem þá nam 130 þúsund pundum og eyddi allri ævinni til að greiða hana upp. Skriftir höfðu alltaf verið tómstunda- starf Scotts, en eftir þetta varð hann að skrifa til að lifa. Hann sat dögum saman i örvæntingu og bækurnr flæddu úr penna hans. Fólk fylgdist áhyggjufullt með þessu bókaflóði, fullt samúðar, en gat ekki aðhafzt. „Höfundur Wawerley” er gjaldþrota, sagði einhver. „Allir, sem hann hefur veitt ánægju með bókum sinum, skulu gefa honum sixpence og hann vaknar að morgni, auðugri en Rotschild. Sennilega hefðu allir aðdáendur Scott gefið honum sixpence með ánægju til að leysa hann úr skuldunum. Að minnsta kosti voru auðugir vinir hans nógu ákafir i að bjóða honum aðstoð. En hann neitaði öllu. Þetta var einkaskuld og heiðursmað- ur átti að greiða slíkar skuldir sjálfur. Hálflamaður og örvæntingarfullur sat Scott og skrifaði á Abbottsford. Kona hans var dáin og með honum I höllinni voru að- eins þjónn og ekill, sem beitti hestunum fyrir plóginn ef svo vildi verkast. Allt sem Scott hugsaði orðið um, var að greiða skuldina, áður en hann dæi. Það munaði ekki miklu. Og hann vissi ekki betur en að honum hefði tekizt það. Dag einn árið 1832 bað hann um að verða borinn að skrifborðinu. En það var ekki til neins, hann gat ekki lengur haldið á penn- anum. Tárin streymdu niður andlit hans, er hann sagði: „Vinir, berið mig i rúmiö. Þaö er eini staðurinn sem eftir er”. Hann lézt um nóttina. Undir það siðasta var hugmyndaflug Scotts farið að hlaupa meö hann I gönur i sögunum og verk hans voru aðeins skugg- inn af þvi sem þau höfðu áður verið. En til hins siðasta var hann hógvær, heiðarleg- ur, hreinskilinn og dáður. „Herramaðurinn”, eins og það var orð- að, „lifði snillinginn af”. 6 BÆÐI starfsfólkið og farþegarnir I einni af lestunum til baðstandarbæjarins Poole á suðurströnd Bretlands rak upp stór augu siðla I sumar. Lamb var með sem farþegi. Það kúrði þarna I rimlakassa en fór að gerast órólegt, þegar á ferðina leið. Loks þegar lestin nam staðar I Poole, eftir mörg hundruð kilómetra ferðalag, átti starfsfók stöövarinnar fullt i fangi með að halda lambinu rólegu, þangað til þvl var hleypt út úr kassanum. Á stöðvar- pallinum hljóp það ljómandi af gleði til móts við roskinn mann og endurfundirnir voru hjartnæmir. Lambið og húsbóndi þess voru saman á ný. Frank Georges, sem á heima i Walstall I Staffordshire, haföi nokkrum mánuðum áður keypt lambið á markaði I heimabæn- um, vegna þess að honum fannst leitt til þessaðvita, að það lyki ævinni sem kótel- ettur og lærisneiðar. Þá var lambið, sem Frank skirði „Lucky” aðeins nokkurra vikna. Hann mataði það og þau urðu óað- skiljanleg. En nokkrum dögum eftir að Frank var farinn I sumarleyfi og „Lucky” var I gæzlu hjá vinafólki hans, fór lambiö að þrá húsbónda sinn ákaft. Það setti upp sorgarsvip og neitaöi að éta nokkuö. Fósturforeldrarnir fundu ekki annað ráð en senda lambið llka I sumarleyfi til Poole. Þau keyptu lestarmiöa og hringdu til Franks og sögðu honum, að lambið væri á leiðinni og hann gæti hitt það á brautarstöðinni. Allt sumarleyfið gengu slðan Frank og Lucky um baðströndina, öllum feröa- mönnum til mikillar undrunar og þeim yngri til óblandinnar ánægju, þvl Lucky hafði ekkert á móti þvi að leika við börnin og lofa þeim að gefa sér að drekka.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.