Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 14.11.1974, Qupperneq 20

Heimilistíminn - 14.11.1974, Qupperneq 20
Ódýr húsgögn í brúðuhúsið Hér eru ódýr og ágæt húsgögn i brúöuhúsiö, búin til úr eggjabökkum pappa, basti, eld- spýtnastokkum, pipuhreinsurum, limi, leir og litum. Sófinner geröur úr báöum endum á loki af eggjabakka. Neöri hlutinn er klipptur þannig aö fjórir fætur myndist og efri hlutinn er limdur á. Klippiö pappastykki og leggiö i set- una. Stóllinn meö fótunum eru tvö horn af loki af eggjabakka og aðferðin viö hann er sú sama og viö sófann. Stóllinnmeö stallinum er úr tveimur toppum úr eggjabakka, sem limdir eru saman á toppunum. Boröiöer meö plötu úr pappa, en undir er limdur toppur úr eggjabakka fyrir fót. Gott er aö fylla hann af leir, svo boröiö veröi stööugra. Hillan er eldspýtustokkur, sem innan i er limd papparæma fyrir aukahillu. Lampinner pipuhreinsari, sem stendur á toppi úr eggjabakka. Fóturinn er fylltur af leir, eftir aö gat hefur veriö gert á toppinn og pipuhreinsaranum stungið gegnum þaö. Skermurinn, sem lika er toppur úr eggjabakka hvilir á pipuhreinsaranum, sem bezt er aö beygja i krók aö ofan. Blómapotturinn er lika toppur úr eggjabakka og utan um hann er vafið basti. Blómin geta veriö úr grænu basti eða grænum pipuhreinsara eöa bara bréfi. Svo er aö lita þetta eins og smekkurinn segir til um. SETJIÐ þrjú glös á borðið eins og myndin sýnir og látið miðglasið standa á hvolfi. Spyrjið kunningjana, hvort þeir geti látiö öll glösin standa á hvolfi eftir þrjár um- ferðir, með þvi að snúa tveimur glösum i einu I hverri umferð. Þetta virðist ekki flókiö, en vill þó vefjast fyrir mörgum. Reyndu sjálfur. Lausnin er á bls. 39. — Þetta er klúbbbindi nýja fiskveiöi- klúbbsins. 20

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.