Heimilistíminn - 14.11.1974, Síða 18

Heimilistíminn - 14.11.1974, Síða 18
Langir dagarnir eru henni kvöl AAargar konur þrá að lifa eins og hún, en hún er ekki hamingjusöm. Börnin eru farin og henni finnst lífið tilgangslaust. Hræðslan og einmannakenndin aukast með hverjum deginum... DAGURINN hefst seint. Eiginlega hefst hann þó snemraa meö þvi aö hún vaknar og vekur Eirik. Sjálfur hefur hann vaniö sig á aö fara á fætur og búa til morgun- matinn. Hún liggur kyrr i rúminu. Sú var tiöin, aö hún fór lika á fætur. Það var þegar börnin voru litil, en það er langt siöan. Nú er hún 45 ára. Venjulega sofnar hún aftur, þó aö hún sé I rauninni búin aö sofa nóg. En þvi lengur sem hún sefur, þeim mun styttri verður dagurinn. Hún vaknar klukkan tiu, liggur og hlustar á hljóðin aö utan og hugsar um, hvernig þaö væri aö vera sjálf ein af þeim, sem skapa þessi vinnuhljóö. Svo fer hún i baö, og gefur sér góöan tima. Hún boröar svolitinn mat, hægt og rólega og les blaðið vandlega. Hún hefur nægan tima og þaö er mikilvægt að fylgjast meö, en staöna ekki. Þá er þaö ibúöin. Það þarf aö laga til og hún dundar viö aö ryksuga, þurrkar lengi af og tekur löng hlé inn á milli. Fær sér sigarettu og hlustar svolitiö á útvarpiö. 1 fréttunum er sagt frá slysum, stjórnmálum og framandi fölki, en hún hlustar með athygli á þaö allt, þó þaö komi henni ekkert viö. Bráölega þarf hún út aö verzla og lagar sig vandlega til áöur. Hún er óróleg. Þaö er undarlegt að þurfa út og vera allt I einu umkringd fólki. Hún, sem er svo míkiö ein. Þaö er alltaf svo loftlaust I stóru verzluninni, en þaö er ekki um neitt annað aö ræöa hér. Hana svimar svolitið viö tilhugsunina. Hún verzlar. Þaö er ekki mikiö, sem þarf til heimilishalds handa tveimur. Það var annaö, þegar börnin voru litil. Þá haföi hún ekki tlma til aö velta fyrir sér löngum biðrööum og slæmu lofti. Þá haföi hún aldrei nógan tima. Núhefur hún allt of mikinn tíma. Hún er fljót aö velja vörurnar, þvi hún veit nákvæmlega hvaö hún ætlar aö fá. Biðrööin er sem betur fer ekki löng i dag. Hún fiýtir sér út og flýtir sér heim. Heim til hvers? Siðdegisins, þar sem hún situr meö drykk I glasi og hugsar svolltiö, les kannski eitthvaö. Eirikur er vanur að segja henni aö eignast einhver áhugamál. En þaö er ekki svo einfalt. Sumt fólk hefur bara áhugamál, án þess aö leita þeirra. Þaö fólk hefur áhuga á aö leita þeirra. Þaö fólk hefur áhuga á að hannyröa, lesa eöa baka. En hún sjálf? Aúðvitað finnst henni gaman aö lesa og hún er búin aö læra aö hekla. En þaö er baraekki nóg fyrir heilan dag. Hún er heldur ekki sú manngerö, sem stundar heimsóknir. Hún hugsar um móöur slna. Fimm börn átti hún og fjöldann allan af vandamálum, en enga peninga. Var hún þó ekki alltaf glöö? Hún haföi eitthvaö aö gera, leysa vandamál, útvega peninga. Þaö var þó eitthvaö. Velferöin er ekki alltaf til bóta. Með henni koma þessir löngu, daufu dagar, sem viröast aldrei ætla að taka enda. Búa til mat handa tveimur, biöa eftir Eiriki. Biöa eftir kvöldinu, sjónvarpinu og- hekldótinu. Biöa, meö allar hugsanirnar um lifiö og einmanaleikann aö félags- skap. Stundum reynir hún aö tala viö Eirik. En Eirikur er þreyttur og þá fer svo margt I taugarnar á honum. Þá verður þaö aldrei að neinu, nema spurningu um hvernig hafi gengiö i vinnunni i dag og slðan þögn, þvi Eirlkur vill alltaf horfa á sjónvarpib. Svo hátta þau og liggja hvort viö annars hliö. Þá veltir hún þvi fyrir sér, hvort hann sé aldrei einmana I þessari svokölluöu sambúö. En hún spyr hann ekki, þaö er of seint. Vaninn hefur tekiö völdin fyrir löngu. Vinna. Auövitaö gæti hún fengiö sér vinnu. Eirikur bannar henni þaö ekki, þó að hann segi, aö þau hafi ekkert meira upp úr þvl fjárhagslega. Hvað ætti hún svo sem aö gera? Hún hefur enga mennt- un. Hún viðurkennir að hún er hrædd. Hrædd viö að duga ekki til neins. Þess vegna verður dagurinn á morgun alveg eins og dagurinn I gær. Og næsti og næsti... Ef einhvers staöar væri til staöur. Staöur handa konum eins og henni. Þar sem einhver gæti sagt henni eitthvað um möguleika hennar, ef einhverjir væru. Svona einhvers konar tengiliöur viö at- vinnulifiö. Þar sem hún gæti talað viö ein- hvern um einmanaleikann, óttann, öryggisleysiö. Talað um allar þær hugsanir, sem hún losnar aldrei viö. Ef þannig staöur væri til, gæti dagurinn á morgun oröiö svolitiö betri en dagurinn i dag. 18

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.