Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 27
Var Jón Arnórsson þá skipaður sýslu- maður i ísafjarðarsýslu, og i skipunar- bréfi hans mun hafa verið tekið fram að hann skyldi hafa yfirumsjón með salt verkinu. Reisti Jón sýslumaður jafn- framt bú i Reykjarfirði. Slðar keypti konungur jörðina Reykjafjörð I maka- skiptum fyrir Auðkúlu i Arnarfiröi og Birnustaöi. Fékk Jón Arnórsson ábúð á Reykjarfirði með venjulegum leigu- skilmálum. Var nú á næsta ári aukið við 9 saltpönn- um, stórum, og 2 litlum, og einni þurrkunarpönnu. Arið 1776 voru enn settar upp 6 pönnur. Urðu þær þá alls 30, em notaðar voru til saltgerðarinnar. Fór Walter meö þær til Islands, og þá i sfðasta skipti. Af pönnum þessum voru 27 úr blýi. Voru þær ferhyrndar um 1 1/2 metri á hverja hlið, og nálega 20 cm djúpar. Þurrkunar- pönnurnar tvær voru úr blikki, um 2 metrar á lengd, 1 1/4 m á breidd. Blýplöturnar vógu um 250 kg. Húsakostur var þá orðinn mikill i Reykjanesi, að þeirrar tiðar hætti. Voru þar talin tvö ibúðarhús, fimm suðuhús, tvö þurrkhús, tvö dæluhús, stort salthús og sjógeymsluhús. — Sjórinn var geymd- ur þar I stóru trogi eða keraldi. Það var um9metrará lengd, 6má breiddog um 2 metrar á dýpt. Sjónum var dælt i opinn stokk, er lá i keraldi, en úr botni þess lágu þiljur i öll suðuhúsin. Sjórinn hófst um 9 metra frá sjávarmáli og var um 114 metra vegur frá sjávarmáli að stóra keraldinu. Ekki var saltmagnð mikið, sem fékkst I Reykjanesinu. Frá 6. septem ber 1773 og til ársloka 1774 nam fram- leiðslan þar um 75 tunnum, er mun mega gera um 10.400 kg. Arið 1775 var fram- leiðslan talin 128 tunnur, eða um 18 1/2 smálest, og frá ársbyrjun 1776 til 13. júni sama ár 92 tunnur eöa tæpar 13 smálestir. Tölur um framleiðslumagn siðari áranna hefi ég ekki getað fundið. Magnús sýslumaöur Ketilsson, sem skýrði greinilegast frá saltverkinu i riti sinu „Islandsk Maanedstidende”, telur vonir standa til aö unnt muni að fram- leiða I Reykjanesi um 325 tunnur salt á ári, eða um 45 smálestir. Hærra var nú ekki hugsaö. Má enda telja sennilegt, að saltverkið hefði haldið áfram, ef unnt hefði reynzt að ná þvi framleiðslumarki. Eftir siöari komu Walters átti aö færa nýtt lif i saltvinnsluna. Var þá meðal annars ákveðið aðbyggja öll hús þarna úr múrsteini, því að sýnt þótti að timburhús- in fúnuðu brátt. Samningar voru gerðir viö kaupmenn um móttöku og verö saltsins. Attu þeir að taka þaö á staönum, og verð þess ákveðið 2 dalir tunnan eða um 30 krónur smá- lestin. Saltið úr Reykjanesi fékk bezta orð, þótti ágætt, bæði til fisk- og kjöfsöltunar. í Sýslumannsævum segir, að saltverkið hafi gengið vel i 13 ár en úr þvl litið verið stundað. Hafi þaö siðan veriö selt við uppboð 1798. Var Jón sýslumaður Arnórs- son þá látinn fyrir tveimur árum. Eftir þessum ummælum að dæma, virðist saltvinnslan hafa gengið sæmilega eða verkið sjálft, en framleiöslan jafnan verið rekin með tapi, of litið fengist af salti til að bera uppi kostnaö. Stjórnin hefir þvi liklega kippt að sér hendinni með fjárframlög að 13 árum liðnum eða máske fyrr. Þó var saltverkið látið lafa meðan Jóns Arnórssonar naut við. En að honum látnum var það eins og fyrr greinir selt á uppboði. Saltvinnsluna sjálfa tók enginn upp eftir þaö. Það hafa veriö húsin, sem seld hafa verið, og þau áhöld, sem einhvers þóttu nýt. Byggð i Reykjanesinu lagöist niður viö lok saltvinnslunnar. Var löngu siðar búið þar i tjöldum og timburskýlum, i manaðartima að sumrinu, meðan sund- kennsla stóð yfir. Fastir bústaðir hófust þar fyrst með stofnun barna- og héraðs- skólans fyrir 40 árum. Litilsháttar menjar saltvinnslunnar sáust á Reykjanesi fram á siðustu ár. Voru það múrsteinabrot og brotnar upphleðslur við hverina, milli núverandi sundlaugar og heimavistarskólans. Aðal-sjógeymsluhúsiö með keraldinu hefir sennilega staðið við neðri enda heimavistarhússins, og salthúsin verið þar i nánd, niður við sundlaugina. Hafa þessi verksummmerki horfið við hin nýju mannvirki i Reykjanesi. Þótt eigi verði sagt, að saltgerðin i Reykjanesi hafi orðið bein lyftistöng verklegra framfara né gefið arð, heldur þvert á móti grynnt i fjárhirzlu stjórnar- innar, þá er þó vert að minnast þessarar iönaðarframkvæmdar, sem á sinum tlma þótti miklum tiðindum sæta. Stofnun saltverksins og starfræksla sýndi augljósa framkvæmdaþrá og löng- un eftir að veröa landsmönnun að liði með nýjum atvinnurekstri og áður óþekktum hér á landi. Ekki er ósennilegt, aö saltvinnslan hafi stuðlað aö aukinni -saltnotkun, að minnsta kosti i tsafjarðar- sýslu. En saltskortur var einmitt mjög tilfinnanlegur um þessar mundir hér á landi svo matvæli eyðilögðust eöa voru etin skemmd og fiskur var ekki saltaður til útflutnings. Geta má þess og, að saltvinnslan i Reykjanesi hefir án efa opnað augu margra manna fyrir nytsemi hverahitans — þótt langt væri raunar að biða i þeim efnum. — Reykjafjarðarbóndinn haföi lengi matjurtargarða i Reykjanesi, og uppskera mun þar ekki hafa brugðizt. Upp úr miðri 29. öld (sumir herma jafn- vel um 1830) er tekið að fást viö sund- kennslu meö köflum I Reykjanesi. Fyrst mun hafa verið kennt i Hveravlkinni I sjónum, niður undan núverandi sundlaug. Um 1890 er siðan tekin upp skipuleg sund- kennsla á vegum sýslunefndar ísa- fjarðarsýslu. Sundlaug hafði þá veriö gerð ofar á Reykjanesinu, og siðar var byggt við þá laug smáhýsi úr timbri. A fyrri ófriðarárunum var svo núverandi sundlaug gerð, og hefir hún verið endur- bætt og stækkuð mikið siðan. Arið 1934 er svo heimavistarbarnaskóli reistur I Reykjanesi, er siðar varð jafn- framt héraðsskóli. Risa þarna úr þvi upp veglegar byggingar, hver af annarri. Hefst nú nýr þáttur i sögu Reykjaness, stórum glæsilegur, það sem af er. En það er önnur saga, sem ekki verður sögð hér. HVAÐ VEIZTU 1. Hvaða litir eru i NATO-fánanum? 2. t hvaða götu i London átti Sherlock Holines að hafa búið? 3. Hver er austasta eyja i Miðjarðar- hafi? 4. Milli hverra var hundrað ára striðið? 5. Hver kom'st fyrstu*á Norðurpólinn? 6. Hvað heitir skuttogari Raufar- hafnarbúa? 7. Hvar i mannslikamanum er guli bletturinn? 8. Hvaðan úr heiminum er Calypso- tónlist ættuð? 9. Bæöi Hitler og Napóleon voru hræddir viö að ráðast inn I visst land. Hvaða land? 10. ER Hornahöfði syðsti oddi Ameriku? Hugsaðu þig vandlega um — en svörin er að finna á bis. 39. 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.