Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 14.11.1974, Blaðsíða 34
dropa, kammertónlist og Kamsjaktaskaga. — Koma ekki bráðum einhver orð sem byrja á S eða R? spurði Bastian loksins. — Nei, svaraði bókaormurinn úrillur. —Það eru félagar mínir, sem sjá um þau. Kerta- stjaki, kennslukona... Bastian stakk löppunum i eyrun og reyndi aftur að sofna. En það er erfitt að sofna með lappirnar i eyrunum svo hann tók þær út aftur. Þá var bókaormurinn kominn að Konstantin- ópel. — Viltu endurtaka þetta orð, sagði Bastian og geyspaði. I — Alveg sjálfsagt, svaraði bókaormurinn óstyrkur. — Gerðu það þá, sagði Bastian striðnislega. — Komm, komm, æ, komstu ! pinulitið. — Nei, það var ekki svona, sagði Bastian. — Það var kúnst, — kúnst.... piniriið. — Nei, það er bandvitlaust, hóstaði bóka- ormurinn, þvi honum hafði svelgzt á þessu erf- iða orði. — Hvað i ósköpunum á ég nú að gera. — Taktu þér fri, sagði Bastian. Þú ert orðinn allt of þreyttur. Ef ég væri i þinum sporum, færi ég i verkfall. — Já, ég held, að ég geri það bara og það strax! — Góð hugmynd, sagði Bastian, sem nú fékk loksins frið. Hann lagðist út af og steinsofnaði á stundinni. EN Bastian fékk ekki að sofa lengi. Einhvern- tima um miðnættið vakti hann rödd, sem sagði: — Hæ, Kowsky! Komdu og segðu mér eitthvað heimskulegt, sem ég get hlegið að. Mér leiðist svo að ég get ekki sofið. Auðvitað var þetta Sheherasade. — Láttu mig vera, sagði Bastian og sneri sér syfjaður á hina hliðina.—Þegiðu eða ég kalla á fólkið þitt. En Sheherasade hélt áfram að biðja og nú tók hún upp aðra aðferð. — Elsku Sebastian, mjálmaði hún. — Hvernig geturðu verið svona vondur? Ég er svo einmana og liður svo skelf- ing illa. Komdu til min. Bastian gerði sér grein fyrir, að hann fengi ekki að vera i friði, svo það var eins gott fyrir hann að fara strax niður úr hillunni. Þegar hann var kominn, breytti Sheherasade strax um bardagaaðferð. Látum okkur nú sjá, sagði hún. — Um hvað vorum við nú að rifast siðast? Já, það voru þessar heimskulegu kýr með ljónafætur. — Hvenær er borðaður náttverður i þessu húsi? spurði Bastian. — Ég meina bara sild og svoleiðis snarl. — Við vorum ekki að tala um það, hvæsti Seherasade. — Góða nótt! sagði þá Bastian. Hann stökk aftur upp í hilluna og lagðist á bak við alfræði- bókina. En þá byrjaði Sheherasade að mjálma. — Elsku Sebastian. Komdu nú og fáðu þér portúgalska sardinu i olivuoliu. — Eina? spurði Bastian i syfjulegum tón. — Tvær,svaraði Sheherasade. — Þrjár! stakk Bastian upp á. — Allt i lagi, sagði Seherasade, en dillaði rófunni svolitið órólega. — Þú færð þrjár sardinur, en þá verðurðu líka að flýta þér. Þá flýtti Bastian sér. Þau fóru fram i eldhús- ið. — Þær eru i krukkunni uppi á háa skápnum, sagði Sheherasade. — Ég veit bara ekki, hvernig við eigum að ná i þær. En Bastian velti þvi ekkert fyrir sér, hann tók bara undir sig stökk upp á skápinn. — Mikið stekkurðu fallega, sagði Shehera- sade hrifin, og i fyrsta sinn fannst Bastian, að hún meinti það sem hún sagði. Bastian teygði fram klærnar á hægri framlöppinni og veiddi sardinurnar upp úr krukkunni, eina og eina i einu. Tveimur fleygði hann niður á gólf til Sheherasade og sjálfur sporðrenndi hann fjór- um eða fimm með það sama. — Bara, að ég gæti stokkið svona hátt, sagði hún á eftir, — en þegar ég reyni það, festi ég alltaf feldinn einhvers staðar og það er vont. Getur þú annars opnað dyr? Það get ég. Bastian varð að viðurkenna, að hann gæti ekki opnað dyr. — Viltu ekki kenna mér það? spurði hann. — Það gæti komið sér vel að kunna það. — Já, nú skaltu bara sjá, sagði Sheherasade. — Það erfiða er bara að hanga á einni löpp, meðan maður snýr handfanginu með annarri. Og svo stökk Sheherasade upp á hurðarhún og Framhald. 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.