Heimilistíminn - 14.11.1974, Side 9

Heimilistíminn - 14.11.1974, Side 9
og lyftu öðru hverju framfót- unum, eða hneigðu sig til fólksins. Þetta hafði enginn séð áður. — Stórkostlegt, hrópuðu allir, en Alfredo hneigði sig og sagði að venju: — Kærar þakkir. En þegar hann og ljónin voru komin út, lét hann þau inn i búrið aftur — öll nema Limbó, þvi hann var hvergi sjáanlegur. Limbó var horf- inn! Alfredo leitaði og leitaði, en gægðist svo inn i tjaldið til að gá, hvort hann hefði orðið eftir inni. Inni fyrir var dauðaþögn, þvi allir störðu upp i loftið og héldu niðri i sér andanum. Þarna uppi, 20 metra yfir gólf- inu, spigsporaði nefnilega Limbó á linunni, sem linu- dansararnir notuðu. Hann gekk fram og aftur eins og ekkert i heiminum væri auð- veldara. Þegar Alfredo kallaði til hans, renndi hann sér niður súlu og settist hlýðinn við hlið Alfredos, veifandi rófunni, ánægður á svipinn. — Hmmm. Þetta var auka- atriði, sagði Alfredo og klapp- aði á kollinn á Limbó. Brátt varð Limbó duglegt fjölleikaljón og öllum þótti vænt um litla ljónið, sem gat leikið svo margar listir. Alfredo var ánægður, en átti þó Ldálitlum erfiðleikum með Limbó, þvi hann gat aldrei verið kyrr og þurfti að athuga alla hluti. Stundum stakk hann af og fór til sæljónanna og sat timunum saman og horfði á þau æfa sig með bolta á trýn- inu. Kvöld nokkurt, þegar sæ- ljónin voru að sýna atriði sitt, kom Limbo allt i einu askvað- andl inn til þeirra. Hann náði boltanum bráðlega og sendi hann léttilega yfir til næsta sæljóns. Forstjórinn varð svo hissa, að hann datt aftur fyrir sig, en reiddist þó ekki. — Þessi Limbó! þessi Limbó! sagði hann bara ánægður, þegar hann stóð upp. Daginn eftir var Limbó að ganga á milli búranna og heilsa upp á dýrin. En þau voru öll eitthvað svo upptekin. Sum lágu og sváfu og enginn mátti vera að þvi að tala við hann. En Limbó langaði til að leika sér og hann var að hugsa um að læðast út um hliðið og vita hvort ekki væri einhver fyrir utan, sem hefði tima til þess. Hann skreið undir kassahrúgu við hliðið og beið, þangað til vörðurinn leit und- an. Þá smeygði hann sér út og skokkaði glaður eftir gang- stéttinni. En hann hafði aldrei komið i borg, greyið, svo hann gekk beint út á götuna, þegar hann fann góða lykt að hand- an. Það hvein i hemlum og vældi i flautum, þegar bilar höfðu rétt að segja rekizt sam- an og fólk hljóp skelft i allar áttir. Skritið, hvað mikið gekk á hér, hugsaði Limbó og lagði framlappirnar upp á pylsu- vagn við götuna. Konan við vagninn, missti allt, sem hún hélt á og hrópaði: — HJÁLP! Hjálp! Lög- regla! Það er ljón hérna! Svo tók hún til fótanna, sem mest hún mátti! Limbó smeygði sér inn fyrir og gæddi sér á þvi sem hann sá ætilegt, m.a. brjóstsykri og súkkulaði. Það var góð lykt af pylsunum, en þær voru of heit- ar. Þegar hann var orðinn saddur, hélt hann áfram. Maður einn tók á rás á undan honum og Limbó hélt að hann vildi leika við sig og hoppaði á eftir honum, glaður og ánægð- ur. En allir sem sáu hann, hróp- uðu á hjálp og tóku til fótanna, sumir priluðu meira að segja upp i tré. Limbó skildi ekkert i þessu. Hvað var að fólkinu? Brátt komu lögreglubilar og brunabilar með vælandi siren- ur og i einum þeirra sat maður og beindi byssu að Limbó. Uppi i gluggum gægðist fólk skelfingu lostið út, á Limbó sem stóð einn á torginu og át epli úr körfu. Allt i einu hrópaði litill drengur: — En þetta er bara hann Limbó! Drengurinn hafði oft séð Limbó i fjölleika- húsinu og nú þekktu fleiri hann. — Já, þetta er bara Limbó. Þegar Limbó heyrði nafnið sitt, hljóp hann glaður til barnanna og sveiflaði rófunni. Börnin hópuðust um hann og Framhald á bls. 38 9

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.