Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 14.11.1974, Qupperneq 15

Heimilistíminn - 14.11.1974, Qupperneq 15
biðja Mariu eftir ailt saman? Rasmusi leið eins og hann roðnaði svo- litið, en sá það ekki fyrir sápunni. Maria. sem var 72 ára, var ein þeirra fáu á heim- ilinu, sem hann hafði tengzt vináttubönd- um, auk Lars. Lars striddi honum svolitifi á Mariu, en það skipti hann ekki máii. Þau þurftu ekki endilega að gifta sig, þó þau mætu hvort annað mikiis. Þau hittust á hverjum degi og gátu verið saman þeg- ar þau vildu. En Lars hiaut að spyrja, fyrst hann mundi ekki að afmælið væri i dag. Kannski mundi enginnn eftir þvi. En Lars iét kannski sem ekkert væri, bara tii að striða honum svolitið. Hann um það. Bráðum kæmi forstöðukonan með af- mæliskaffið og á fengi Lars eitthvað annað að hugsa um. Eftir raksturinn þvoði hann sér og klæddist siðan Lars til mikillar undrunar hvitri skyrtu og bindi og fér I dökku spari- fötin. — Heyrðu, hvaða dagur er I dag? spurði Lars og settist upp i rúminu. — Tölfti, tilkynnti Rasmus meö veikri von um að Lars skildi samhengið. En Lars klöraöi sér skilningsvana ) skallanum og Rastnus yfirgaf herbergið án þess að virða hann frekara viölits og gekk niður i borösalinn, til að gá hvort bú- iö væri að leggja á morgunverðarborðið. Svo var ekki og það var tömt og hljött þar inni. Rasmus settist dapur á stöl við svaladyrnar og beið þess að einhver kæmi. Á meðan eyddi hann timanum viö að at- huga þrestina og hina fuglana i garðinum, sem hoppuðu I grasinu og sátu i runnun- um. Loks heyrði hann dyr opnast og þegar hann sneri sér við, sá hann, að það voru þrjár af starfsstúlkunum, sem komu með dúka og bollapör. Ein þeirra brosti vin- gjarnlega tii hans. — Það er naumast, að maðurinn er flnn. Rasmus brosti feimnislega. — ööru hverju veröur maður að lita vel út, ekki satt? Stúlkan kinkaði kolli og þær föru ailar að athafna sig i salnum. Rasmus horfði á þær. Engin þeirra hafði óskað honum til hamingju. Kannski vissu þær heldur ekk- ert. Tvær þeirra voru bara lausráðnar, en þegar forstöðukonan kæmi, fengju þær og allt hitt starfsfóikið að vita, að i dag var sjötugasti afmælisdagurinn hans. Vistmennirnir komu einn og einn inn i salinn og settust við morgunverðarboröið. Auövitað tóku þcir eftir hvitu skyrtunni og bindinu hans Rasmusar, en kinkuðu að- eins kolli til hans eins og alla hina morgn- ana, rétt eins og hann gengi i sparifötun- um á hverjum degi. Brátt var setiö við öil borðin og for- stöðukonan kom inn og bauð góðan daginn eins og hún var vön. Hún ieit lltið eitt undrandi á Rasmus, en gerði enga at- hugasemd. Nú, jæja, það gat svo sem verið að eng- inn af vistmönnunum vissi hvaða dagur var og forstöðukonan gat lika hafa gleymt að merkja við á dagataiinu sinu. Þvi meiri yrði undrun þeirra, þegar vinnufé- lagar hans kæmu til að óska honum til hamingju, eða ef eitthvert barnanna birt- ist seinna um daginn. Auðvitað yröi for- stöðukonan ieið yfir að hafa gleymt degin- um, en hann skyldi fyrirgefa henni það. Venjulega sat hann við sama borð og Lars, Maria og heyrnardaufur, gamall vistmaöur, en nú var stóll Marlu auöur. — Manstu ekki hvað hún sagði I gær? sagði Lars hissa. — Hún sagöist ætla að heimsækja bróðurdóttur slna og er áreiö- anlega farin til hennar. Rasmus kinkaði koili. Já, hann var bú- inn að gleyma þvi eða kannski hafði hon- um bara fundizt hún segja, að hún ætlaði að heimsækja hana einhvern daginn. Eftir morgunverðinn fóru margir vist- manna út i garöinn og settust I sólina. Rasmus fann sér lika sæti og þar sat hann meöan klukkustundirnar liöu og starði stöðugt á garðshliðið. Alltl kring um hann var veriö að tala, lesa og prjóna og ein- staka fékk sér blund. Enginn skipti sér af Rasmusi, sem sat þráðbeinn I baki og beið. Nokkrum sinnum um morguninn kom Lars og þeir skiptust á nokkrum orð- um, en Rasmus hlustaði ekkert sérstak- lega á hann og svaraði með eins atkvæðis oröum. Rétt fyrir hádegið gekk hann einn hring um garðinn, aðallega til að hreyfa fæt- urna svolltið og gera eitthvað annað en bara sitja og blða. Hann skrapp lika rétt út fyrir hliðið til aö horfa til beggja hliða, en eins og alltaf var gatan auð á þessum tima. örlltiö bætti það úr skák, að Marla var komin aftur, þegar setzt var að hádegis- verði. Hún var þrifleg, lifsglöö kona og hafði fallegt, grátt hár. Hún leit upp, þeg- ar hann kom aö borðinu, og horfði á fötin hans viðurkenningaraugum. — Mikið ertu finn I dag, Rasmus, sagði hún brosandi. Hann dró fram stólinn og settist varlega Hann vissi ekki alveg, hvað hann átti að segja, þvl hann kærði sig ekki um að segja frá, hvers vegna hann var svona finn. Það væri óviðeigandi. Kannski yrðu allir leiðir yfir að hafa ekki munaö eftir afmælinu hans. Nei, það væri ómögulegt. Lars varð á undan honum: — Rasmus er áreiðanlega bara að reyna að ganga i augun á þér, sagöi hann við Mariu og hlé striðnislega. — Ja, hérna. Maria brosti ánægjulega. — Hvernig dettur þér það i hug? — Maður verður aö geta upp á ein- hverju, lýsti Lars yfir. — Lars er svo góöur aö geta, sagöi Rasmus með hægð. Þetta var fariö að fara i taugarnar á honum. Maria laut að honum og klappaöi hon- um vingjarnlega á handarbakið. — Það er falieg hugsun, sagði hún bllðlega. — Ég fer líka stundum I nýja kjóla, bara tii að þú takir eftir mér. Rasmus starði dolfaliinn á hana og af eintómri feimni ákvað han^að bezt væri, að ekki yrði sagt meira um þessa hluti, að minnsta kosti ekki á meðan Lars heyrði til. Alveg fram að sjónvarpstlma vonaði Rasmus, að einhver kæmi að heimsækja hann. Gömlu vinnufélagarnir gátu varla hafa gleymt honum. Kannski kæmu þeir ekki fyrr en eftir kvöldmat. Og börnin gætu ef til vill ekki farið aila þessa leið á virkum degi. Þaö var undarleg tilfinning að eiga stórafmæli og fá enga heimsókn. Bréf og kort gætu verið á leiðinni. Nú svo var llka til fólk, sem taldi sjötugsafmæli ekkert merkilegt. Hann Iangaði ekkcrt sérlega til að horfa á sjónvarpið um kvöldið, en settist á þann stólinn, sem var lengst frá tækinu, þannig að hann sá út I garðinn og hluta af gang- stéttinni fyrir utan. Þegar kaffið var boriö fram, kom Maria og settist hjá honum. — Þú ert eitthvað svo fjarrænn I dag, sagði hún. — Er ég það? Kannski eru þaö fötin, þau eru lika oröin gömul. — Nei, sagði hún brosandi. — Þaö er ekkert að fötunum. Þau yngja þig meira að segja upp. Þú ættir að vera svolitiö oftar i þeim, finnst mér. Það hafði honum ekki dottið I hug og hann horfði spyrjandi á hana. — En þá sliti ég þeim strax og hvað ætti ég þá að nota við hátiöleg tækifæri? — Ætli þú hafir ekki efni á að kaupa þér ný föt. Þú hefur bara ekki kært þig um þaö hingað til. Það er ekki nóg að hafa efni á þvi, maður þarf að hafa einhvern tii ab punta sig fyrir. — Já, já, auðvitað. Hann kinkaði kolli, dálitið léttari i skapi. — Meintirðu það sem þú sagðir viö matarborðið? Aö þú færir stundum i nýjan kjól fyrir mig? — Auðvitað meinti ég það, sagöi hún og hló aftur. — Og þegar ég sá þig I spari- fötunum, hélt ég að þú hefðir skilið það. — Já, konur taka meira eftir hlutunum en karlmenn sagði hann suglaður af þessu. Svo drukku þau kaffið og fengu sér kvöidgöngu i garðinum, áöur en þau skildu til að fara að hátta. Herbergiö var tómt, þegar hann opnaði dyrnar, en Lars var lika vanur að fara seinna að hátta. Rasmus kveikti ekki, en opnaði gluggann. Hann heyrði næturgala syngja i tré I grenndinni og einhvers- staðar frá barst ómur af tónlist, liklega úr útvarpstæki, sem stóð viö glugga. Þessi hljóð trufluðu ekki hugsanir hans, honum fannst meira að segja þægilegt að heyra þau. t stað þess að hátta sig og fara i rúmið, settist hann á stól vtö gluggann og horfði út i hálfdimmt herbergið. Svo þannig varð dagurinn þá. Nákvæmlega eins og allir Framhald á bls. 38 15

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.