Heimilistíminn - 14.11.1974, Side 37

Heimilistíminn - 14.11.1974, Side 37
an, áður en hann setti það í töskuna. Svo leit hann spyrjandi í kring um sig.Skyldi hún þurfa eitthvað fleira? Honum fannst hann allt í einu ákafiega fá- f róður. Janet hef ði vitað upp á hár, hvað hann hefði vanhagað um við sömu aðstæður, en hann var eins og sauður. Hann greip töskuna og gekk að dyrunum inn í sitt herbergi. Hann opnaði og mundi þá, að hún hafði sagt að þær hefðu aldrei verið læstar. Hún treysti honum. Treysti því að hann stæði við sinn hluta af samkomulaginu, sem þau höfðu gert og ólæstar dyrnar báru þess greinilegan vott, hversu vel hún treysti honum. Hann blótaði lágt og skellti hurðinni, en gekk svo út að bílnum, feginn að sá Ray hvergi bregða fyrir. Nú stóð hann frammi fyrir henni, í þetta sinn á annarra manna heimili. En Janet var sú sama, ró- leg og i jafnvægi, þrátt fyrir atburði dagsins. Hún fullvissaði hann um, að frú Stack yrði fljótt frísk aftur og að hún svæfi. — Mér datt í hug að skreppa yfir, sagði hann vandræðalega — svona til að athuga hvernig hún hefði það. — Henni finnst áreiðanlega gaman að sjá þig. Janet gekk á undan honum inn i dagstofuna, þar sem John Stack var að stinga vasaklútnum í vasann aftur. Hann vissi ekki hvað hann hafði snýtt sér oft þennan daginn. — Er þér ekki sama, þó ég verði hér nokkra daga, Neil? spurði Janet lágt. — Auðvitað. Hvers vegna ætti ég að hafa á móti því? Hann hafði ekkert annað að segja. Ef hestur hefði kastað Janet af sér, hefði frú Stack orðið fyrsta manneskjan til að bjóða aðstoð sína og manni hennar fundizt það sjálfsagt. — Já, það er rétt. Ég tók með mér eitthvað af dóti í tösku handa þér. Vona, að ég haf i f undið það sem þig vantar, en ég vissi ekki, hvar ég átti að leita. Hann forðaðist að líta framan í hana og hún sá hann f yrir sér leitandi í skápum hennar og skúf f um og brosti, þegar hún skildi við hann hjá frú Stack. Hún f ór með töskuna inn í herbergið, sem hún haf ði fengið til afnota, opnaði hana og athugaði innihald- ið. Nú gat hún ekki annað en brosað aftur. Ekkert af þessu átti saman. Þarna var bleikur undirkjóll og annar blár, þrennar nærbuxur, þrennar nátt- ermar, einar prjónaðar, sem hún hafði komið með frá Englandi, en aldrei notað. Sex pör af nælon- sokkum, engir skór. Bezti náttkjóllinn og náttbuxur en enginn jakki. Hvorki biússa né pils en hins vegar einn af beztu kjólunum, sem hún hafði keypt i bæn- um nýlega. — Ó Neil! hvíslaði hún bliðlega og vissi ekki hvort hún átti að hlægja eða gráta yfir árangrinum af viðleitni hans. En engin svipbrigði var að sjá á andliti hennar, þegar hún kom aftur inn í dagstofuna og heyrði Johan Stack hrósa henni með mörgum orðum. — Ég var einmitt að segja Neil, hvað hann er heppinn! sagði hann og Janet roðnaði lítið eitt, þeg- ar Neil leitá hana. — Þaðeruekki margir, sem eiga svona duglega og einstaka konu, ég vona bara að þú gerir þér grein fyrir því sjálfur, drengurinn minn. Hann veifaði vísifingrinum að Neil. — Það er að koma annar bíll, sagði hann svo. — Ég vona, að læknirinn... — Nei, sagði Janet hraðmælt.— Nú er það Luke. — Til hvers f jandans er hann að koma hingað? sagði Neil vð sjálfan sig meðan hann horfði á frænda sinn koma inn úr dyrunum. Luke gekk beint að John Stack og rétti fram höndina. — Mér þykir leitt, það sem gerðist, sagði hann blátt áfram. — Vonandi er kona þín ekki alvarlega slösuð. — Brotinn handleggur, Luke, svaraði John dap- urlega. — og svo fékk hún lost, svo læknirinn varð að gef a henni pillur. Þakka þér f yrir að koma... — Ég hefði verið kominn fyrir löngu, ef talstöðin hefði ekki bilað. Venjulega vita allir um leið, þegar eitthvað svona gerist, en í þetta sinn sveik sam- bandið.— Halló, Ijúfan. Hann sneri sér brosandi að Janet og rétti fram báðar hendurnar og greip um hennar. — Ég hefði mátt vita, að þú værir hér. — Hvers vegna? spurði Neil og Luke lyfti brún- um. — Er hún ekki líklegasta manneskjan til að senda eftir, þegar eitthvað er að? Hún lærði hjálp í viðlög- um og slíkt kemur að gagni, hún fer aldrei út af sporinu og ég er viss um að hún hef ur ótrúlega góð áhrif á sjúklinga. — Já, það hef ur hún, sagði John. — Arabella vildi ekki að neinn annar kæmi nálægt sér. Hún vildi bara Janet... ekki satt, vinan? Heldurðu að gestirnir vilji ekki te? — Auðvitað. Janet stóð upp og brosti til hans. Það var eins og hún tilheyrði f jölskyldunni og hún brosti ánægð þegar hún gekk fram í eldhúsið. Luke leit oft forvitnilega til Neils, sem sat í stól meðóræðan svip á andlitinu. Það var heppilegt, að John talaði stöðugt, þá tók hann ekki eftir þögn Neils. Luke hafði heyrt sögusagnir í bænum um að eitthvað hefði gengið á á Burnettia. Jim dvaldist í bænum þessa dagana og hann hafði ekkert gott að segja um fyrrverandi húsbónda sinn. Ef það væri satt, að Jim hef ði sagt upp, væri það svo sem ekkert tap fyrir Neil og það eitt gat ekki verið ástæðan fyrir þessu þunga skapi. Það var Luke sem stóð upp og hjálpaði Janet, þegar hún kom inn með tebakkann og hann kinkaði kolli í viðurkenningarskyni. Þó hún væri í ókunnu húsi, hafði hún fundið fallegan dúk og gengið frá öllu, eins og hún var vön. Þó að hún f ullvissaði John um að kona hans væri sofandi ennþá, varð hann að líta inn til hennar. Það var ekki sagt eitt einasta orð ídagstofunni á meðan hann var inni. Þau sátu bara og drukku teið þegjandi. Luke leit til skiptis á Janet og Neil og komst að þeirri niðurstöðu að Neil væri öllu fremur feiminn en i vondu skapi. Og það var eins og Janet væri einum um of kæruleysisleg. Skyldu þau hafa rifizt? John kom aftur og settist niður með þungu and- varpi. — Hvað ætlarðu að vera hérna lengi, Janet? spurði Luke og það brá f yrir glampa í augum hans. — Svo lengi sem f rú Stack vill hafa mig og þarf n- ast mín, svaraði Janet. Þau höfðu áreiðanlega rif izt, hugsaði hann. Janet Framhald

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.