Heimilistíminn - 14.11.1974, Page 33

Heimilistíminn - 14.11.1974, Page 33
 Gunhild Hesting: © i i ( a, K o tt Q ur i n n o>sLI £s n sjá. Var það gröfukýr sem fóraði ljón með hol- Um? Nei, það hlýtur að hafa verið rjómakýr sem grét yfir ijónafótunum eða gröfuljón sem mældi holur, eða..... í sama bili heyrðist undarlegt hljóð og skræk konurödd sagði: — Halló, halló, hvar er kisu- lisunisulóran hennar mömmu. — Hjálp, það er fólkið mitt, sagði Sheherasade og Bastian varð svo hræddur að minnstu munaði að hann stykki út um glugg- ann aftur, þó hann væri á fjórðu hæð. — Nei, hingað. Inni bókaskápinn! hvislaði Sheherasade. Bastian tók undir sig stökk og tróð sér siðan inn i bókaskápinn, i bilið fyrir aftan bækurnar, sem var alveg mátulega breitt fyrir hann. Hann reyndi að heyra hvað sagt var i stofunni, kona og karlmaður töluðu, en hann heyrði ekki orðaskil, þvi bækurnar voru svo þykkar. Skömmu seinna fóru Sheherasade og fólkið inn i annað herbergi og allt varð hljótt umhverfis Bastian. Hann var að velta fyrir sér, hvort hann ætti að læðast fram aftur, en þá heyrði hann örmjóa, skraufþurra rödd við eyrað á sér. Röddin sagði: — Kakkalakki, kakósúpa, kaldi, kaktus... — Hver ert þú? spurði Bastian. — Bókaormur, svaraði röddin. Ef þú vilt vita meira um mig, þá talaðu við félaga minn i B-unum. Það er næsta hilla fyrir ofan og þrjú bindi til vinstri, en ekki trufla mig meira. Bless. Ég held áfram: Kalahari, Kalabas, kalkipappir... — Ég heiti Bastian, sagði Bastian — Já, en þá áttu ekki að tala við mig, heldur félaga minn, sem ég nefndi áðan. — Hann er i deild B. Hillan fyrir ofan og þrjú bindi til vinstri. Bless, Kalarasch. — Ég heiti ekki Kalarsch, ég heiti Bastian, sagði Bastian. — Æ, þcgiðu nú og hættu að trufla mig, skrjáfaði i bókaorminum. — Kalarasch er eitt af orðunum, sem ég á að lesa hérna, — Hvers vegna? spurði Bastian. — Af þvi ég er bókaormur. — Hvað þýðir Kalarasch? — Það veit ég ekki og langar ekkert til að vita það. — En mig langar til að vita það. Viltu ekki segja mér það? — Jæja, þá stundi bókaormurinn, — ef þú lofar að hætta svo að trufla mig. Lofarðu þvi? — Lofa þvi, sagði Bastian. Svo byrjaði bókaormurinn að lesa upphátt: — Kalarasch eða Kalarasi eða Calarasj eða Calarastsj eða Calarasi eða Stirbey, er borg i Rúmeniu, skammt frá Kalaraschvatninu stóra. — Þakka þér fyrir, sagði Bastian. — Er forvitni þinni þá svalað? spurði bóka- ormurinn. — Já, ég hef engan áhuga lengur. — Það var gott. — Hvaða bók er þetta annars? spurði Bastian aftur. — Það er alfræðibók. Bókaormurinn var orðinn snúinn. — Hvað er alfræðibók? — Það veit ég sko ekki, hreytti bókaormur- inn út úr sér. — Það veit félagi minn i deild A, næstu hillu fyrir ofan, fjögur bindi til vinstri, Viltu gjöra svo vel að hypja þig. Kalasiumklórid, Kalevala, Kalli á Hóli.... Bastian reyndi að sofna, en það var ekki nokkur leið fyrir skrjáfandi rödd bókaormsins rétt við eyrað á honum. Hann komst ekki hjá þvi að heyra hvert orð og i hvert sinn fór hann að velta fyrir sér hvað þau þýddu. Svo lá hann og hlustaði á allt frá Kalisaltpétri til Kazakstan, kálfsfætur og kabyssur, kamfóru- 33

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.