Heimilistíminn - 25.09.1975, Qupperneq 3
Kæri lvitur!
Mig langar til að tá svör við eftir-
farandi spurningum:
1. Hvað heitir konan hans Kris
Kritoffersson?
2. Hvernig eiga strákur og stelpa i
fiskamerkinu saman?
3. Hver er happatala og happalitur
þeirra, sem eru i fiskamerkinu?
4. Hvcrnig er skriftin og hvað lestu úr
henni?
Mýsla.
Svar: 1. Hún heitir Rita Coolidge eða
Coolich, 'ég hef séð hvorutveggja á
prenti.
2. Þau eiga alls ekki saman og það er
vissara fyrir hana að gæta sin.
3. Happaliturinn er fjólublár, en
happatöluna finn ég hvergi þessa
stundina.
4. Skriftin er skýr og góð, úr henni les
ég ákveðni og kjark, heiðarleika og
nákvæmni.
Alvitur
Kæri Alvitur!
6g er hérna með nokkrar
spurningar:
1- Hvaða stjörnumerki á bezt við
vatnsberastelpu?
2. ffvcr er happalitur og happatala
hennar?
3. Hvernig ciga öll stjörnumerkin við
hana.
4. Er liægt að taka stúdentspróf með
þvi að vera hálfgagnfræðingur og þá
hvar?
5. Hvað heldur þú að ég sé gömul og
hvernig er skriftin.
Ein úti á landi.
svar: 1. Liónið eða vogin. 2. Happa-
liturinn er dökkblár, en ég er hættur að
birta happatölur af gildum ástæðum,
sem ég skýrði i siðasta blaði. 3. Hrútur
og vatnsberastelpa laðast gjarnan að
hvort öðru, en sambandið verður
aldrei dans á rósum, heldur eilif
barátta. Af þvi nautið er svo ólikt
henni, verða þau annað hvort ákaflega
hamingjusöm eða óhamingjusöm
saman, svo það er happdrætti. Hún
gérir lifið spennandi hjá tviburastrák,
en bæði eru þrasgjörn, svo ekki er
hætta á að þeim léiðist saman. Hún
æsir krabbastrák allt of mikið og þvi
er hætta á að þau fari fljótt i taugarnar
hvort á öðru. Skin og skúrir skiptast á i
sambandi við ljónsstrák. En þar sem
hvorugt kann vel við eilift jafnviðri,
hentar þetta báðum vel. Meyjar-
strákur og vatnsberastelpa eru bæði
metnaðargjörn, en endast illa saman,
þar sem hann er of litið rómantiskur.
Yogarstrákur vill njóta allra þæginda
lifsins og ekkert getur breytt þvi. Ef
hún gerir sér grein fyrir þvi, mun ástin
blómstra. Með sporðdrekastrák
gengur mikið á en fyrir kemur að allt
er rólegt og þá of rólegt. Bogmaður á
engan veginn við vatnsberastelpu.
Steingeitarstrákur hefur margt til að
bera,sem vekur aðdáun hennar og hún
hefur kætina, sem hann vantar, en
þeim hættir til að rifast svo neistarnir
fljúga. Samband við við vatnsbera-
strák er undir viljastyrk hennar
komið. Hann er erfiður viðureignar.
Fiskastrákur er ekkert fyrir hana.
Hún skyggir á hann að flestu leyti og
það veldur báðum leiðindum.
4. Ég veit ekki almennilega hvað hálf-
gagnfræðingur er, en ef það er yfirleitt
ekki nóg til stúdentsprófs, veit ég ekki
um annað en áframhaldandi gagn-
fræðaskólanám eða öldungadeild
menntaskóla. Ég get imyndað mér að
þú sért um tvitugt og skriftin er einkar
falleg og persónuleg.
Alvitur.
Kæri Alvitur.
Mig langar að spyrja þig nokkurra
spurninga: Hvar get ég fengið mynd af
Baldri Brjánssyni? Hvað er hann
gamall? Hvar á hann heima? Er hann
kvæntur? Hvað lestu úr skriftinni, Ai-
vitur minn og hvað heldurðu, að ég sé
gömul.
VEG.
svar: Baldur er 26 eða 27 ára, kvæntur
og á tvær dætur og á heima i Reykja-
vik. Annars geturðu fengið að vita
miklu meira um hann i Vikunni, blaði
sem kom út siðast i ágúst eða byrjun
september. Or skriftinni les ég kæru-
leysi hvað varðar daglega lifið, en hins
vegar áhuga á þvi ókunna. Þú ert
svona 13 ára.
Alvitur.
—— .........
Meðal efnis í þessu blaði:
Leonardoda Vinci..................... Bls. 4
Bjó uppi í tré í 31 ár................ — 8
/-Túpulinan" er það nýjasta........... — 10
Pop—George og Gwen McCrae............. — 12
Einkastjörnuspáin .................... — 13
Týnda prinsessan, barnasaga........... — 17
Hvaðveiztu?.......................... — 19
Börninteikna....................... — 20
Tommy, smásaga..................... — 22
Spé-speki ............................ — 25
Heklaða blúndu er hægt að nota víóa .... — 26
Sittaf hverju ísvanginn............... — 28
Eru þær eins?..................... • • • • — 30
Föndurhornið, skipalestin.............. — 31
Magnús í hættu (5) .................... — 33
Aðeinseinn kostur (11) ................ — 35
Pennavinir............................. — 38
Ennfremur Alvitur svarar bréfum, krossgáta,
skrítlur o.fl. Forsíðumyndina tók Gunnar V.
Andrésson í sumar af strákum á Djúpavogi.