Heimilistíminn - 25.09.1975, Side 5
Ein af fáum sjálfsmyndum, sem til eru af Leonardo og sýnir hann sem virOulegan,
roskinn vitring.
vatni milli skinns og hörunds á fólki, og
þetta fór hann meö inn i herbergi sitt.
í hálfmyrkri og fýlunni af dýrunum
skapaði Leonardo meistaraverk, skelfi-
lega ófreskju, sem spýtti eitri og galli,
meöan eldur og reykur vall út úr kletta-
sprungu. Þegar faðirinn kom til að sækja
skjöldinn, setti Leonardo hann upp við
vegginn úti i horni, þar sem ljósrák féll á
hann frá glugganum.
Faðirinn hrökk til baka, skelfdur af
þeirri ógn sem stóð af málverkinu. Þegar
hann hafði jafnað sig, ákvað hann að eiga
þetta snilldarverk sjálfur og kaupa annan
skjöld handa vini si'num. Auk þess ákvað
hann að koma syni sinum i læri. A þeim
tima var málaralistin ekki talin gagns-
laust starf, eins og margir álita nú á tim-
um. Það var góð, traust iðn, sem notuð
var til að skreyta kirkjur, hallir og góð,
borgaraleg heimili.
Leonardo var örvhentur og það er dæmi
úm frjálslegt uppeldi hans, að enginn,
hvorki faðir hans né kennarar reyndu að
hreyta þvi. Hann skrifaði ekki aðeins með
vinstri hendi, heldur skrifaði hann frá
hægri til vinstri — á austurlenzkan máta
— og spegilskrift.
Allsherjarsnillingur
Þegar Leonardo var 15 ára, fór faðir
hans með hann til málarans, mynd-
höggvaransog gullsmiðsins Verrochiosar
i Flórens og bað hann taka drenginn i læri.
Verrochi var einn fremsti listamaður
þeirra tima og hann var frábær læri-
meistari hins verðandi snillings. Hann lét
Leonardo mála engilinn til vinstri á hinni
frægu mynd sinni Skirn Krists.Þá varð
málarinn svo hugfanginn af fegurð engils-
ins og snilld nemandans, að hann gerði
sér grein fyrir ófullkomleika sinum og
sagt er að hann hafi sjálfur hætt að mála
eftir það.
Leonardo, sem var einn af hæfi-
leikamestu ungum mönnum i Flórens,
heyrði til kliku borgarinnar af lifsglöðum
og vinsælum piparsveinum. Hann var
skinandi lútuleikari oghafði fallega söng-
rödd. Flórens i þann tið var ein af fjörug-
ústu borgum Evrópu, leikvöllur þeirra
riku og glöðu og miðstöð listarinnar,
verzlunar og visinda. Þetta var frjáls
borg og þar var nær hvað sem er leyfilegt.
Hópar glaðra ungra manna skemmtu sér,
héldu veizlur, fóru úr einni i þá næstu,
sungu á götunum, héldu hestaveðhlaup,
skiptust á ástkonum og reyndu sitt af
hverju.
Leonardo var einn þeirra fjörugustu,
bezt klæddu og hann bar af sem
skylmingamaður, knapi og listamaður.
Aðeins var eitt, sem hann hafði engan
áhuga á — konur. Alla sina ævi kaus hann
fremur að umgangast unga pilta og fram
hafa fariö miklar umræður um það öldum
saman, hvort hann hafi verið kynvilltur,
án þess aö nokkuö hafi veriö sannað eða
afsannaö. Þegar hann var 24 ára, varö
nafnlaus tilkynning til þess að honum og 4
úngum vinum hans var stefnt fyrir
rétt, ákærðum um að haa haft mök við 17
ára kunningja sinn. Málið tók 10 mánuði
og Leonardo var haldið i fangelsi á með-
an. Fallið var frá ákæru, en auðmýkingin
haíði mikil áhrif á Leonardo. Hann fyrir-
gaf Flórens þetta aldrei.
Leonardo hafði áhuga á öllu, sem hægt
er að vita. Hann var ekki aðeins listamað-
ur, heldur var á furðulegan hátt saman-
komin i honum svo fjölþætt snilld, að
aldrei hefur fyrr né sfðar komið fram
annar eins persónuleiki. Hann var lista-
maður af guðs náð, stærðfræðingur,
stjörnufræðingur, arkitekt og verk-
fræöingur, hann gerði merkilegar upp-
götvanir i li'ffærafræði, grasafræði,
Þegar Leonardo málaði engilinn á mynd
Verrochiosar af skirn Krists, varö málar-
inn svo hugfanginn af fegurð engilsins og
snilld nemanda sins, að hann hætti sjáifur
að máia upp frá þvi.
flatarmálsfræði, landafræði, vatnsorku-
fræði og fann upp ýmsa hluti i vopn og til
hernaðar. Hann var hljóðfæraleikari, tón-
skáld, söngvari, sérfræðingur i að halda
finar veizlur og skipuleggja götupartý.
Hann fann upp ótal verkfæri, hann
dreymdi um að smiða flugvél og kafbát og
hann fann upp fallhlifina. Snilligáfa hans
virtist ekki hafa önnur takmörk en þau
sem timinn og aðstæður settu.
Leonardo eyddi æskuárunum og fyrstu
fulloröinsárunum i Flórens. Á þessum ár-
um fyllti hann þúsundir blaðsiðna með at-
hugasemdum um rannsóknir sinar,
hugsanir sinar og uppfinningar. A hverju
blaði eru margfaldar teikningar og skiss-
ur til að koma mynd á hugsanirnar. Mikill
hluti þessara blaða er varðveittur i lista-
safni Bretadrottningar i Windsorkastala.
Segja má, að Leonardo hafi lifað i
þremur heimum: Hann hafði náið sam-
band við föður sinn, sem var mikils met-
innlögfræðingurhjá borgarstjórn Flórens
og fulltrúi góðra borgara. Þegar náminu
hjá Verrochio lauk, dvaldi hann lengi hjá
honum og deildi með honum vinnustofu
þar sem jafnaðarlega komu saman mestu
snillingarnir og skörpustu heilarnir. Auk
þess var Leonardo heimilisvinur hjá
æðstu fjölskyldu borgarinnar, Medici-
fjölskyldunni. Hún var sterkasta vald
þeirra tima og átti sand af fé.
Sérfræðingurinn
Það var á þessum árum, að hann byrj-
aði á einu af stærstu og merkustu lista-
verkum sinum, Tilbeiðslu vitringanna.
Þrátt fyrir að þvi varð aldrei lokið, er það
talið eitt mesta meistaraverk endur-
reisnartimabilsins. Nú hangir það hálfút-
máö af timans tönn i Ufizzi-safninu i
Flórens.
5