Heimilistíminn - 25.09.1975, Síða 6
Þegar Leonardo var þritugur, fannst
honum Flórens hafa veitt honum allt.sem
þar var hægt að fá. Hann varð eirðarlaus
og leitaði burt. Þegar hann frétti, að höfð-
ingi Milano, Lodovico fursti vildi ráða
ýmsa listamenn — meðal þeirra hern-
aðarlegan verkfræðing, myndhöggvara,
listmálara og arkitekt — sótti hann um
allar stöðurnar.
t hinu fræga umsóknarbréfi, sem ekki
má gleyma, að var skrifað fyrir 500 árum,
setti hann fram margar stórkostlegar
hugmyndir um verkefni þau, sem hann
vildi taka að sér að leysa — öldum á und-
an sinum tima. Leonardo skrifaði eftir-
farandi um „hernaðarleyndarmál” sin:
1) Ég hef áætlanir um brýr, mjög léttar,
sterkar og hentugar fyrir flutninga...
2) Þegar setið er um stað, veit ég hvernig
á að tæma sikin og smiða haka og önnur
tæki til að komast inn.
3) Ég hef uppkast af fallbyssum, þægileg-
um og auðveldum til flutnings. Með þeim
er hægta að þeyta steinum eins og högl-
um.
4) Ef barizt er á sjó, hef ég uppdrætti af
mörgum árásar- og varnartækjum,
ásamt skipi, sem staðið getur af sér hörð-
ustu árásir.
5) Ég get lika framleitt yfirbyggða vagna
sem eru öruggir og ómögulegt er að ráð-
ast á. Þeir geta þrengt sér gegn um raðir
óvina og stórskotaliðseld. Að baki þeirra
kemur fótgönguliðið óskaddað og mætir
engri mótstöðu...
6) A friðartimum get ég boðið yður jafn
góða hluti og nokkur annar á sviði arki-
tektUrs. Hvort sem um er að ræða opin-
berar eða einkabyggingar og vatnsveitur.
Einnig get ég gert styttur i marmara og
leir og málað málverk. Starf mitt er á við
starf hvers annars, hver sem hann kann
að v era.
Ekkert af þvi sem Leonardo skrifaði
var grobb og hann fékk allar fjórar
stöðurnar. Hann olli ekki Lodovico fursta
vonbrigðum, þvi Leonardo var einn mesti
listamaður i mannkynssögunni. Úr frjó-
sömum hugarheimi hans streymdu upp-
finningar og vfsindalegar uppgötvanir
með slikum hraða, að þess eru engin
dæmi fyrr né siðar.
Hugmyndir hans voru oft öldum á und-
an samtiðinni. Brynvarin skip hans og
vagnar voru hins vegar ekki framleidd
fyrr en i fyrri heimsstyrjöldinni og
draumurinn um aðsmiða flugvél varð að
biða alveg þar til Wright-bræður flugu ár-
ið 1903.
Það var á þessum árum að Leonardo
skapaði frægustu málverk sögunnar,
Monu Lisu og Siðustu kvöldmáltiðina.
Skömmu eftir komuna til Milano bað
Lodovico fursti hann að mála kvöldmál-
tiðina á endavegginn i matsal munkanna i
litla klaustrinu, sem var tengt eftirlætis-
kirkjunni hans, Santa Maria della Grazie.
Málarinn
Til að skapa spennu i málverkið, valdi
Leonardo að mála það augnablik, þegar
Kristur segir, að einn af postulunum sé
svikari. 1 ótta og skelfingu spyr hver og
einn þeirra: — Er það ég?
Mánuðum saman reikaði Leonardo um
götur Milano og teiknaði skissur af mönn-
um, sem hann ætlaði að hafa að fyrir-
myndum postulanna. Sérstaklega olli
JUdas honum erfiðleikum, næstum eins
miklum og Kristur, sem hann kaus loks að
hafa ekki fullgerðan, heldur þokukenndan.
Arangurinn varð málverk, sem ekki að-
eins vakti geysilega athygli samtiðarinn-
ar, heldur varð takmark ferðalaga frá öll-
um heimshornum i margar aldir eftir það.
Þvi miður hefur raki, ófriður og skortur á
viðhaldi gegn um árin nær þurrkað þetta
listaverk Ut.
Meðan kvöldmáltiðin var máluð i
Milano, var Mona Lisa máluð á þriggja
ára timabili, frá 1503-1506, skömmu eftir
að Leonardo var snúinn aftur til Flórens.
Konan með dularfulia brosið er Madonna
Lisa Gherardini, eiginkona þekkts kaup-
manns i Flórens Francesco del Giconda.
Aftur og aftur sat hún fyrir hjá Leonardo i
vinnustofu hans. Hún kallaði saman tón-
Dýrmætasta og frægasta málverk heims
er málverk Leonardos af Monu Lisu, sem
nú er i Louvre-safninu i París.
listarmenn til að leika fyrir sig og
Leonardo vann að myndinni i þrjú ár.
Samt hélt hann þvi fram, að hún hefði
aldrei verið búin. Það er brosið sem hefur
aflað henni frægðarinnar. Er það bros
móður, sem hugsar um barnið, sem hún
var að missa? Er þetta tilraun Leonardos
til að sjá inn i konusál?
Leonardo lét þessa mynd aldrei frá sér.
Hann tók hana með sér, þegar hann sem
aldraður listamaður þáði boð Frakkakon-
ungs árið 1516, um að setjast að i konungs-
bænum Amboise við Loirefljótið, suðvest-
an við París. Frans I konungur keypti
málverkið og bætti þvi i safn sitt á
Fontainebleu. Nú hangir það i Louvre og
er talið dýrmætasta og frægasta listaverk
sögunnar.
Manneskjan
Hvernig manneskja var svo þessi alls-
herjarsnillingur?
Sagt er að hann hafi verið einn glæsileg-
astimaður sinnar samtiðar. Hann klajdd-
ist iburðarmiklum fatnaði, lifði rikmann-
lega, var rammur að afli og gat beygt
skeifur með berum höndum. Hann var
einkennileg blanda af bliðu og grimmd.
Hann mótmælti dýradrápi, keypti fugla i
búrum til að sleppa þeim og hann var af-
skaplega næmur gagnvart umhverfinu.
Hins vegar gat hann, til dæmis, þegar
hann var að finna upp striðsvélar sínar,
sýnt grimmd, sem gefur ekki eftir þvi
versta í sögunni. Meðan hann var
hernaðarverkfræðingur i þjónustu
Borgia-ættarinnar i byrjun 16. aldar,
stakk hann upp á að setja „voðalega ljái á
hliöar vagnanna og einn enn hræðilegri
framan á öxul. Þeir munu fella menn eins
og korn á akri....” eða ,,það er hægt að
Frh. á bls. 38
Leonardo var einstakur hernaðarfræðingur. Hér eru nokkrir uppdrættir af stríðsvélum hans — vagn með banvænum Ijáum, sem
áttu að fella óvini eins og korn á akri — og fyrsti brynvarði vagninn, sem ýtt var áfram af hermönnum, sem gengu innan í lionum.
Alla sina ævi dreymdi Leonardo um að smiða flugvél. Hér er skissa hans af þyrlu.
6