Heimilistíminn - 25.09.1975, Side 17
Týnda prinsessan
EINU SINNI var kóngur, sem
átti fallega dóttur. Hún hét
Engill. Nafnið hæfði henni vel,
þvi i rauninni var hún jafn blið
og góð og engill. Þegar hún
varð fullorðin, komu biðlarnir
streymandi til 1 allarinnar.
Það voru prinsar frá löndum í
norðri og suðri, austri og
vestri, hver öðrum auðugri og
myndarlegri. En Engill prins-
essa gat ekki hugsað sér að
giftast neinum þeirra. Henni
fannst þeir allir svo merkileg-
ir með sig og leiðinlegir.
En dag nokkurn kom Leifur
prins til hallarinnar og Engli
prinsessu gazt þegar i stað
mjög vel að honum. Ekki það
að hann væri svo afskaplega
myndarlegur, eða svo mjög
auðugur. En prinsessan, sem
var vel greind, gerði sér grein
fyrir, að hann var prýðispilt-
ur, góður i sér og skemmtileg-
ur. Það fannst henni mikil-
vægara en peningar og gull.
Þess vegna vildi hún fá Leif
fyrir mann og engan annan.
En kónginum pabba hennar
likaði þetta ekki. Hann vildi,
að prinsessan veldi sér ein-
hvern auðugan prinsanna og
vildi ekki heyra á það minnzt
að Leifur prins yrði tengda-
sonur hans. Það gekk meira
að segja svo langt, að hann
rak Leif úr landi og hugsaði
með sér, að Engill myndi
bráðlega gleyma honum og
velja einhvern hinna prins-
anna.
En þannig varð það bara
ekki. Engill prinsessa varð ó-
sköp óhamingjusöm, vesling-
urinn. Hún varð bæði föl og
mögur og aldrei heyrðist leng-
ur glaðvær hlátur hennar eða
söngur i sölum hallarinnar.
Hún sat lengst af i herberginu
sinu og horfði út um gluggann,
eða fór i langar gönguferðir i
skógum föður sins.
Ennn fagran sumardag var
hún á göngu i skóginum, en sá
þó ekki öll fallegu blómin eða
heyrði glaðværan söng fugl-
anna. Hún var alltaf að hugsa
um Leif prins og óska þess að
hann væri kominn til hennar.
Eí ih- langa göngu kom hún að
vatni, sem hét Djúpatjörn og
settist á tjarnarbakkann til að
hvila sig.
Þegar kvölda tók, gerðist
kóngurinn hræddur af þvi að
Engill prinsessa var ekki
komin aftur. Hann sendi her-
menn sina út að leita. En nótt-
in leið — og næsti dagur, en
hvergi fannst prinsessan.
Þegar liðin var heil vika, gerði
kóngurinn það sem allir kóng-
ar eru vanir að gera, þegar
þeir eru i vandræðum. Hann
lofaði bæði prinsessunni og
hálfu kóngsrikinu þeim, sem
gæti fundið hana aftur. En
þrátt íyrir mikla leit, fann
enginn Engil og loks var ailri
leit hætt.
Fréttin um að Engill prins-
essa væri týnd, barst loks til
landsins, þar sem Leifur prins
átti heima. Hann skrifaði þeg-
ar kónginum, föður Engils og
bað um að fá að koma aftur til
landsins til að leita hennar.
Kóngurinn sagði strax já og
dauðsá eftir þvi að hafa vísað
honum úr landi. Leifur kom og
lagði þegar af stað út i skóginn
og hóf leitina.
Dag einn sat hann á steini og
hvildi sig, kom stór björn
lötrandi. Prinsinn varð svolít-
ið hræddur, en bangsi gekk ró-
lega tii hans og fór að sleikja
hönd hans aftur og aftur.
— Þú hlýtur að vera sér-
staklega blíður og góður
bangsi, hugsaði prinsinn — og
þú litur út fyrir að vera álíka
einmana og ég. Þeir bangsi
vu-ðu verulega góðir vinir og
bangsinn elti Leif á öllum
ferðum hans um skóginn.
Þá var það eitt sinn að þeir
komu að Djúputjörn og settust
á bakkann, einmitt þar sem
Engill hafði eitt sinn setzt. Það
var hlýtt og gott i sólskininu og
Leifur fékk sér svolitinn
blund. En skyndilega hrökk
hannupp! Tjörn in, sem verið
haíði spegilslétt, tók allt í einu
að ólga. Öldurnar stækkuðu og
stækkuðu og svo — beint
framan við prinsinn — stóð
17