Heimilistíminn - 25.09.1975, Qupperneq 34
Hann stóð upp og tróð síðustu tómu flösk-
unum í pokann. Siðan batt hann spotta um og
bar pokann út að kerru, sem stóð utan við
skúrinn.
— Nú legg ég af stað, sagði hann og strauk
skeggið. — En þið megið koma i heimsókn
seinna, þegar þokan er ekki svona svört.
Hann tók kerruna og hélt af stað, en Magnús
og Patti stóðu og horfðu á eftir honum. Þá tóku
hundarnir að geita aftur og Magnús flýtti sér
að draga Patta með sér aftur upp á sléttuna.
— Við komumst aldrei út að höfn, ef þú
heldur áfram að hlaupa svona i allar áttir,
sagði hann strangur.
— Nei, svei mér þá, sagði Patti.
— Nú flýtum við okkur, þvi klukkan er orðin
margt og frændi minn má ekkert vera að þvi að
biða eftir mér allan daginn. Skilurðu það?
— Já, svei mér þá, sagði Patti.
Magnús andvarpaði og hélt áfram i áttina að
stórum kolahrúgum, sem glitti i gegnum
þokuna. Hann ákvað, að strax og hann kæmi
aftur i bæinn, ætlaði hann að fara og heim-
sækja skipstjórann. Honum fannst skipstjórinn
vera dálítið einmana. Magnús gat lika sagt
honum fréttir frá Hænueyju.
Þeir flýttu sér framhjá kolahrúgunum og
innri hluta hafnaripnar. Siðan héldu þeir
áfram meðfram svörtum og sótugum hafnar-
bakkanum. Þar voru bara tvö svört og sótug
skip, annað frá Póllandi og hitt frá Belgiu. Háir
kranarnir stungu gini sinu niður i lestar þeirra
og sóttu í það kol. Það skrölti og buldi i, þokan
var þétt, sjórinn i höfninni svartur og járn-
brautarvagnarnir, sem stóðu i röðum og biðu,
voru líka svartir. Þegar Magnús leit i kringum
sig, sá hann allt í einu, hvað allt var svart og
stórt i þessari þoku. Það eina ljósa var eitthvað
hvítt, sem sást lengra burtu milli járn-
brautarteinanna, eitthvað sem leit út eins og
blað eða ullarreifi.
Annars sást beint yfir ána yfir á nesið fyrir
handan. Þar mátti sjá stór skip á leið upp eða
niður fljótið og svartar og hvitar ferjur á leið til
bæjarins eða frá. Sólin var vön að skina yfir
litla fiskiþorpið þarna hinum megin, þar sem
gamlir sjómenn og konur þeirra áttu heima i
rauðum og gráum húsum.
En i þetta sinn var ekki hægt að sjá meira en
svolitinn hluta af hafnarbakkanum, svörtu
bátana, kranana sem hurfu upp í þokuna og
kolabingina. Magnús óskaði þess allt i einu að
pabbi hans eða mamma hefðu verið með
honum. Hann var skelfing einmana og það
stoðaði ekkert, þó hann héldi i hönd Patta.
34
Patti var allt of Iítill. Ef það hefði að minnsta
kosti verið Matthias, sem var sautján ára og
stór og sterkur, i leðurjakka. En nú var
Matthias fluttur i annan bæ, sem var marga
kílómetra i burtu.
Magnús andvarpaði aftur og hélt áfram með
Patta út með hafnarbakkanum. Það skrölti allt
i kringum þá og Magnúsi féll allur þessi hávaðl
illa. Maður gat fengið illt i eyrun af þessu. En
Patti gekk hægt og dró á eftir sér fæturna.
Þegar þeir nálguðust þetta hvita, sem lá á
milli járnbrautarteinanna, sáu þeir að það var
ekki blað og heldur ekki ullarreifi. Það var
gamalt flekkótt skinn, sem einhver hafði týnt.
En þegar þeir komu enn nær, virtist það heldur
ekki vera skinn, en eitthvað ennþá annað.V
Magnús nam varlega staðar.
— Hvað er nú? spurði Patti.
— Það er eins og... sagði Magnús. — Það er
eins og það liggi eitthvað þarna. Hann sleppti
hönd Patta og benti.
— Ég held, að það sé bezt fyrir okkur að snúa
við, sagði Patti. — Þetta er kannski eitthvað
hættulegt. Pabbi segir, að það séu margir
hættulegir hlutir við höfnina.
— Það ér næstum eins og þetta sé hundur,
sagði Magnús. — Og þeir eru næstum alltaf
hættulegir. En ef við snúum við, komumst við
ekki þangað,sem Frans frændi bíður eftir mér,
þvi hann er úti i smábátahöfninni.
— Nú veit ég það! hrópaði Patti. — Við
göngum bara hinum megin við skemmuna
þarna og þá komum við á aðra götu, sem liggur
út að smábátahöfninni. Ég veit það, því ég hef
oft gert það, þegar ég hef verið hjá ömmu.
Magnús kinkaði kolli. Ekki af þvi hann var
hræddur við hundinn. Auk þess virtist hann sofa
og þá vaknaði hann kannske ekki og þá gerðist
ekkert. En ef hann hefði bara Iokað augunum,
án þess að sofa, þá yrði hann ef til vill gramur,
þegar þeir kæmu, þyti á fætur og færi að gelta.
Magnús tók i hönd Patta og þeir lögðu af stað
i hina áttina.
— Halló, hrópaði maður, sem stóð við
bakkann. — Urðuð þið hræddir við hundinn?
Magnús og Patti svöruðu ekki. Þeir stóðu og
horfðu á manninn, sem að likindum var að
vinna við einhvern vagninn. Hann var i bláum
vinnufötum og með derhúfu og hélt á rauðu
flaggi.
— Farið bara, hann er ekki hættulegur,
sagði maðurinn. — Hann er búinn að liggja
hérna i tvo daga.
— En við getum alveg eins farið hinum
Framhald