Heimilistíminn - 03.06.1976, Page 5

Heimilistíminn - 03.06.1976, Page 5
Góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Bonnie Prince Charlie: Frönsk skip með vopn og gulipeninga eru að koma voru ákærðir, dæmdir og nær drepnir á staðnum, þegar irskur herforingi, sem var með þeim, játaði þjófnaðinn fyrir presti.Presturinn fékk nokkra peninga að launum fyrir að þegja yfir þvi. Eftir þetta var ákveöiö aö skipta gull- inu, og siðan var það falið á ýmsum stöö- um. Heimamenn héldu ráöstefnu og kváöust reiöubúnir að hefja baráttu á ný, þar sem þeir hefðu næg vopn frá Frökkum. En þá komu andstæöingarnir þeim i opna skjöldu svo allir flýðu til fjalla. Það uröu endalok uppreisnar- innar . Nokkru siðar var George Murray, lávaröur, sem reynt hafði aö halda upp- reisnareldinum lifandi meðal heima- manna, handtekinn á heimili sinu i Broughton i Peeblesshire. Englend- ingarnir þóttust hafa fengið frá njósn- urum sinum upplýsingar um aö mestur hluti gullsins væri i vörzlu hans. En við handtökuna fundu þeir ekkert nema smá- peninga. Hvað hafði orðiö um frönsku gullpeningana? Síðar kom I ljós, að Murray og þrir aðrir leiötogar uppreisnarmanna höföu i raun- inni grafið eitthvaö af gullinu við ytri enda Arkaig—vatns, en enginn veit, hvað um þaö varð eftir þaö. Murray lávarður var yfirheyröur i Edinborgarkastala, en harðneitaði aö segja nokkuð. Annar Skoti, AndrewFletcher, sem haldið var i Tower of London, mátti velja milli þess að deyja og skýra frá felustað gullsins. Loks var hann pindur til sagna en þegar farið var aö grafa eftir tilsögn hans, var allt sem þar fannst nýlega grafið llk. En Bretarnir höföuauguogeyruhjá sér og þóttust vissir um að eitthvaö af gullinu heflii verið fjarlægt af felustöðunum, en I hvert sinn, sem þeir ætluðu að gripa það, var það farið. Einnig þykir liklegt, aö fél- agar prinsins hafi gert sér gott af hluta þess, þvi þeir vertust hafa fé handa á milli, þegar allir aörir voru félausir. En áreiöanlegt er, aö mestur hluti gull- peninganna var ósnertur — þó ekki sé nema vegna þess aö einn af tryggustu stuöningsmönnum prinsins, sem þá var enn i útlegðinni, fór frá Frakklandi til Skotlands i þvi skyni aö gera lokatilraun til aö grafa upp gulliö. En hann var hand- tekinn og llflátinn. Þess vegna þykir sennilegt, að gullið sé ennþá grafið einhvers staðar i grennd viö Arkaig—vatn. 5

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.