Heimilistíminn - 03.06.1976, Síða 14

Heimilistíminn - 03.06.1976, Síða 14
Þessi mynd olli uppþoti Gætu glæpamennirnir verið svo heimskir að láta taka myndir af sér með þýfið og senda þær til framköllunar á venjulegan hátt? Lögreglumenn áttu úr vöndu að ráða, en létu loks til skarar skríða. - - - Verkinu var lokiö. Eitt hundraö þúsund þýzk mörk lágu i tösku á borðinu. Toni Gallus, 19 ára, greip 100 marka seðil, stakk honum inn I kertalogann og kveikti sér i sígarettu. Vinur hans, Gerd Mross, sem alltaf hafði þurft aö spara, lét sér nægja 10 marka seðil. Siðan litu þeir hvor á annan og skellihlógu. — Veiztu hvaö, Toni? sagði Gerd. — Við verðum að eignast myndir af þessu. Þetta nægir ekki. Hugsaðu þér áhrifin, maöur, dreifum seðlunum út um gólfið, svo við getum almennilega sýnt, hvað við erum rikir. Það verður einhver fyrir áfalli! Já, það varð einhver fyrir áfalli. Fyrst starfsfólkið i ljósmyndafyrirtækinu, sem framkallaði myndirnar. Það hringdi til lögreglunnar og sagöist hafa myndir, sem bentu til bankaráns. Svo varð lögreglan fyrir áfalli. Hvernig höfðu þessir piltar getað rænt öllum þessum peningum, án þess aö nokkuð hefði fregnazt af þvl? Lauslegt yfirlit yfir hrúguna á myndinni bentitil aðum 100.000 mörk væriaö ræða. Hvernig gátu ræningjarnir verið svo heimskir að taka myndir af sjálfum sér með þýfið, láta framkalla þær úti i bæ og skilja þar eftir nafn og heimilisfang? Lögreglumennirnir klóruðu sér I höfð- inu og ákváðu að halda vörð um Gerd, þvi filman vará hans nafni. Það varð að kom- ast að þvi hvort piiturinn hafði framiö rániö einn, eða átti sér vitorösmenn. Gerd var eltur allan sólarhringinn og haft var eftirlit meö ibúð móður hans. — Pilturinn gekk ekki eitt skref án þess aö viö vissum það, sagði lögregluforinginn I Köln siðar. — En hann hagaði sér dálitið undarlega — það er aö segja eðlilega — en slflct er undarlegt i okkar augum. Hann fór til vinnu sinnar á hverjum morgni klukkan hálf sjö. Var það til aö vekja ekki grun? Klukkan hálf fimm fór hann heim. Allt, sem hann keypti greiddi hann með litlum seölum og hann keypti ekki annaö 14 en það sem hann hefði að öllu jöfnu haft ráð á. Við töldum, að hann væri að láta ránsfenginn ,,kólna” svolitið. En hvaðan voru peningarnir? Spurzt hafði Verið fyrir um allt land, en án árangurs? Gerd var ekki á skrá hjá lög- reglunni og hvernig sem leitað var, tókst ekki að finna neina félaga hans þar heldur. En allt varð þó einu sinni fyrst.... Þaö kom tilkynning frá Frankfurt. Tveir menn höföu rænt þar banka og kom- izt á brott meö 60.000 mörk. Myndirnar sem piltarnir höfðu sjálfir tekið, voru sendar til Frankfurt, til að vita, hvort nokkur ibankanum þekkti þá aftur. Fleiri menn voru settir til að gæta Gerds. Menn voru vissir um aö lausn málsins væri I nánd. Ný tilkynning kom frá Frankfurt. Bankastarfsmaöur taldi að hann þekkti Gerd aftur sem annan ræningjann. Þá lét lögreglan til skarar skriöa. Gerd var handtekinn á vinnustað og f æröur til yfir- heyrslu. • — Ég botnaöi ekki neitt Ineinu, sagði Gerd. — Ég vissi, að ég haföi einhvern tima lagtbilá rangt stæði.en aðtveir lög- reglumenn kæmu þess vegna, skildi ég ekki. Þeir vilduekki segja mér fyrir hvað ég var handtekinn. Þeir sögðu, að ég ætti að tala. Um hvað? spurði ég. Ég hafði engan slegið, engan drepið og ekki rænt banka.... — Sjáum til, sagði annar lögreglu- þjónninn og fleygði myndum á borðiö framan við Gerd. — Hvað er þetta þá? Þá rann ljós upp fyrir Gerd. Myndirn- ar! Og allir þessir peningar! Það var þá þess vegna, sem hann haföi ekki fengið myndirnar úr framköllun. Hann gat ekki annað en hlegið. Lögreglumennirnir störðu á hann. — Hver er hinn? Gerd hafði enga ástæöu til að halda nafni og heimilisfangi Tonis leyndu, svo ekki leið á löngu, unz hann var lika færður á stöðina. Þó ekki væri auðvelt að sannfæra lög- regluna um hið rétta i málinu, tókst það að lokum. Toni og Gerd höföu ekki rænt neinn banka. Gerdhafði hins vegar — i óleyfi að vlsu — notaö ljósritunarvél á vinnustað sinum ogtekið ljósrit af einum 100 marka seðli og nokkrum 10 marka seðlum mörg- um sinnum.Enaðeinsaf annarrihliðinni, hann þurfti ekki að nota báðar. Hann ætlaði aðeins að nota peningana sem veggfóður á hálfan vegg f herbergi si'nu, og myndirnar hafði hann tekið til að striða vinum slnum. Það var ekki fyrr en lögreglan haföi fundið seðlana I töskunni heima hjá Gerd og séð með eigin augum, að enginn gæti ruglazt á svona seðlum og venjulegum bankaseðlum, aö þaö rann upp fyrir rétt- vlsinni, að ef til vill hefði verið farið heldur geyst i málið. Með kurteislegum afsökunarbeiðnum var félögunum sleppt lausum. Myndirnar fengu þeir aö taka með sér og fyrirtækiö vildi ekki heyra minnzt á laun fyrir að framkalla þær. Vinnuveitandi Gerds sagði heldur ekk- ert, þótt hann hefði getaö skammað strák duglega fyrir mikla notkun dýrrar véiar. Eina manneskjan, sem sagði eitthvað, var móðir Tonis og hún sagöi: — Sagði ég ekki? — Mæður hafa alltaf rétt fýrir sér, andvarpaði Toni. — Þegar ég sýndi henni seblana mina og sagði hvað ég ætlaði að gera viö þá, aftók hún þaö. — Engasvonavitleysu imlnum húsum, sagði hún. — Ef þú veggfóðrar með þessu, verður lögreglan komin á hælana á þér, áður en þú veizt af. Það getur enginn leik- ið sér með peninga án þess að lenda I klandri...

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.