Heimilistíminn - 03.06.1976, Side 28

Heimilistíminn - 03.06.1976, Side 28
Fílaknattspyrna Sex lesta þungur Péle á harða hlaupum á knattspyrnuvelli — slíkt er hægt að sjá í Thailandi — í fílaknattspyrnu t Thailandi eru árlega haldnar filasýning- ar, svona rétt eins og viö höldum hrossa- sýningar cða hrútasýningar. Þegar allir filarnir koma saman, snúast hlutirnir ekki aöeins um filaverzlun, peningamál eða fflafegurö — eitthvaö verður að vera til skemmtunar lika. Hvaö er svo skemmtilegra en knattspyrna? Filatemj- arar hafa þjálfaö knattspyrnuliöiö. Slikt getur ekki hafa veriö einfait I fyrstu, þar sem þessir sex lesta þungu leikendur áttu iöulega til aö stiga ofan á boltann og fletja hann út, i staö þess aö sparka honum fall- cga frá sér. En filar eru námfúsir og kom- ust fljótt upp á lagiö og sýna nú alla þá leikni, sem hægt er að búast viö af sex lesta risa. En þaö er vissara fyrir dómar- ann og aöra tvifætlinga aö halda sig utan vallar, meðan leikir fara fram. Filaknattspyrnuleikurinn fer árlega fram i bænum Surin og er i tengslum við filasýninguna, þar sem koma á annað hundrað filar, allt frá öldruðum filum um sjötugt niður i „ungbarnafila”, nokkur hundruð kiló að þyngd. Filasýningin er hinn merkasti viðburður og fólk kemur i stórum áætlunarbilum allt frá Bangkok til að skemmta sér. Song heitir einn filatemjaranna. Hann er á fimmtugsaldri og hefur árum saman stundað filaveiðar i skógum Kambódiu. Hann á nú fjóra fila, þar af einn unga. Fyrir nokkrum ■ árum, segir Song, var hægt að fá keyptan góðan fil fyrir 500 doll- ara, en nú verður að greiða 3000 dollara fyrir fullvaxinn fil og 2000 fyrir unga. Song er af Suay-kynþætti i Thailandi, en það fólk er litt þekkt, að öðru leyti en þvi, að það þekkir filana mjög vel og elur þá upp til vinnu. Svo virðist sem filarnir kunni vel að meta Suay-menn, þvi sam- komulagið er einkar gott. Einhverntima fyrir eigi alllöngu voru filar grundvallarhernaðartæki hvers al- mennilegs hers á þessum slóðum og svo mikið er vist að framsækinn hópur herfila gat hrætt liftóruna úr hverjum sem var. En þróunin hefur haft i för með sér, að vélar hafa tekið við af filunum — lika þarna og i staðinn hafa filarnir verið flutt- ir i dýragarða um allan heim eða eru iátn- ir leika listir fyrir ferðamenn i heima- löndum sinum — nú siðast knattspyrnú. Aðeins á einu svæði hafa filarnir ekki þurft að vikja fyrir vélvæðingunni. Það er i hinum þáttu frumskógum Thailands og Kambódiu, þar sem gróðurinn er svo þétt- ur, að enn hefur ekki tekizt að smiða það vélknúið ökutæki, sem kemst i gegn. Þangað komast engir timburflutningabil- ar — þar er fillinn ennþá bezta vinnutæk- ið.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.